Miðvikudagur, 3. september 2008
Það er ekkert verið að grínast........
Haldið ekki að Fjölli hafi komið heim í gær úr bandý með sprungna vör og glóðarauga ???? Bandýkylfan slóst í gagnaugað og vörina með þeim afleiðingum að efri tönn skarst í gegnum efri vörina. Það blæddi og blæddi og ég er "glöð" að ég var ekki á svæðinu.. litla hjúkkan En hann kom heim og fékk kælingu og umönnun. Og um kvöldið kom Britt Jorunn, hjúkrunarkona sem er með okkur í bekk og leit á sjúklinginn.. hún teipaði sárið saman og þá varð allt svo miklu betra. Ég held að honum hafi ekki litist á hvað Daníel fékk mikla athygli og þess vegna þurfti hann líka að fá ó ó... nei nei bara djók.. þetta lítur ágætlega út núna.. Það eru myndir í september myndaalbúminu... en hér er ein af kappanum:
Orð dagsins úr Dýrmætara en Gull er "Hjúskapurinn sé í heiðri hafður í öllum greinum og hjónasængin óflekkuð, því hórkarla og frillulífsmenn mun Guð dæma." Hebr. 13,4.
Bless og hafið það gott í dag.. það er gaman að sjá hvað það eru margir sem skoða síðuna.. þið fyrirgefið mér að ég skuli ekki skrifa tilbaka á "Athugasemdir" en ekki hætta samt að skrifa.. þetta gefur mér rosalega mikið og mér finnst ég vera betur tengd ykkur sem ég sakna SVOOOOOOOO mikið!!!
Fanney
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Jahérna hér! Það á ekki af ykkur að ganga . Sendi hugheilar kveðjur héðan og vona að strákarnir jafni sig fljótlega!
Guðrún mágkona (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 09:08
Ja hérna hér, hvað verður það næst???
Skilaðu kveðju til þeirra sjúku
p.s. ég sakna þín líka
Álfheiður (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 18:35
Þetta er nú bara ótrúlegt, ég segi nú bara, passið ykkur á ljótu íþróttunum:)
Vonandi grær þetta sem fyrst Fjölli minn, þetta var nú meiri óheppnin og við sendum batnaðarkveðjur héðan úr Mosó. En mikið varstu nú líkur honum Saló á stóru myndinni. Hann er snýttur úr þér á þessari mynd.
Ég er alveg sammála ykkur um að halda litlu músinni á leikskólanum áfram, þetta er búið að vera alveg nóg sjokk fyrir litla greyið. Skil samt freistinguna til að einfalda lífið en stundum er það ekki þess virði. Ef þú ert eitthvað stressuð yfir ritgerðinni Fanney mín ´þá getur þú sent hana á mig til yfirlestrar ef þú vilt.
Sakna ykkar óendanlega mikið, þið eruð rædd hérna á hverju kvöldu á matartímanum en það virðist flækjast afskaplega fyrir litlu mínum hvar þið erð stödd í heiminum þessa vikuna. Ég held að tíminn líði svo hratt hjá þeim að þeim finnist þið eiga hafa farið frá Noregi líka fyrir all nokkru.
Bestu kveðjur til Lasarusa og ykkar hinna líka. Salómon ég er ekki búin að gleyma afmælisgjöfinni þinni en ég er ekki enn farin á posthús. En hún kemur, ég lofa. Ást í poka sem ekki má loka
Anna frænka og þrestirnir 5
Anna Björg (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:49
æjæjæ.. hrakfallabálkarnir mínir :)
æ ooo hvað ég sakna þín líka músin mín.. hvað varð um msn deitið okkar? eða skæp eða síma.. bara eitthvað!
Nú fer ég að verða "duglegri" að hangsa í tölvunni og lesa blogg ;)
knús í klessu, kreist og kremj, bið að heilsa öllum slösuðum og óslösuðum :D
xxx
Aldapalda (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.