Föstudagur, 12. september 2008
Þreytt.. þreyttari... þreyttust.....
Já það er óhætt að segja að maður sé doldið slepptur eftir þessa daga í skóginum. Það var rosalega gaman, mikið námsefni, þungt og þurrt á tíðum... en skemmtilegt fólk og gaman að kynnast meðnemendunum betur. Svo er ekki auðvelt að koma heim aftur, strákarnir voru í góðu yfirláti hjá ömmu og afa og sá litli vildi nú bara ekkert hafa með okkur að gera þegar við komum heim. Markús hundfúll vegna þess að okkar heimkoma táknar minni tölvutími fyrir hann... Daníel og sérstaklega Salómon voru ánægðir að sjá okkur... jibbí gott að finna að maður er elskaður! Í dag hefði hún Bedda amma átt afmæli ef hún hefði lifað, en hún dó þann 10. janúar í ár. Ég er búin að hugsa mikið um hana í gær og í dag. Hún var mögnuð kona. Ein af þeim bestu...
Núna er það bara verkefnavinnan sem tekur við. Við verðum á fullu alla helgina býst ég við, nema að kraftaverk gerist og þetta taki ekki mikinn tíma.. Ég vona að þið hafið það gott um helgina. Ég er nú farin að sakna ykkar allmikið.
Orð dagsins úr Dýrmætara enn Gull er "Leggið af hvers konar saurleik og alla vonsku" Jak. 1,21a
Bless í bili!!
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.