Leita í fréttum mbl.is

Þreytt.. þreyttari... þreyttust.....

Já það er óhætt að segja að maður sé doldið slepptur eftir þessa daga í skóginum. Það var rosalega gaman, mikið námsefni, þungt og þurrt á tíðum... en skemmtilegt fólk og gaman að kynnast meðnemendunum betur.  Svo er ekki auðvelt að koma heim aftur, strákarnir voru í góðu yfirláti hjá ömmu og afa og sá litli vildi nú bara ekkert hafa með okkur að gera þegar við komum heim. Markús hundfúll vegna þess að okkar heimkoma táknar minni tölvutími fyrir hann... Daníel og sérstaklega Salómon voru ánægðir að sjá okkur... jibbí InLove gott að finna að maður er elskaður!  Í dag hefði hún Bedda amma átt afmæli ef hún hefði lifað, en hún dó þann 10. janúar í ár. Ég er búin að hugsa mikið um hana í gær og í dag. Hún var mögnuð kona. Ein af þeim bestu...Halo

Núna er það bara verkefnavinnan sem tekur við. Við verðum á fullu alla helgina býst ég við, nema að kraftaverk gerist og þetta taki ekki mikinn tíma.. Ég vona að þið hafið það gott um helgina. Ég er nú farin að sakna ykkar allmikið.Heart

Orð dagsins úr Dýrmætara enn Gull er "Leggið af hvers konar saurleik og alla vonsku" Jak. 1,21a

 

Bless í bili!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband