Leita í fréttum mbl.is

Lesedag...

Sæl verið þið.

 Í gær var okkur boðið með bekknum til fyrrverandi skólastjóra Fjellhaug, þar var tekið á móti okkur með brauði, tei og ostaköku.. namminamm Wink Þar var setið og reynt við gestaþrautir, sem annaðhvort sýna hve gáfaður þú ert (eða ekki) eða hve þolinmóður þú ert (eða ekki).. ég reyndi ekki einu sinni.. hvað segir það ?? Svo var þar danskur prestur, Flemming-Kofod Svensen, sem missti son, tengdadóttur og 2 barnabörn í flóðbylgjunni í Tælandi árið 2004. Hann sagði okkur frá þessu og hvernig hann hefði getað reist sig upp og fengið von eftir þetta allt saman. Ég á ekki til orð! Hann er búinn að gefa út bók í danmörku sem er að koma út í dag hér í Norge. Hún heitir Døden, sorgen og håpet... ég gluggaði aðeins í hana og ég held að þetta sé góð bók.

Guttarnir eru farnir í skólana og við hjónakornin erum efir og þurfum að nýta tímann vel. 3 tímar í lestur og 3 tímar í verkefnavinnu.. og þá er mamma mamma mamma eða eitthvað álíka..

Vona að þið hafið það gott. Lovjúsmovjú!

Orð dagsins í Dýrmætara enn Gull er "Vakið og biðjið að þér fallið ekki í freistni" Mark. 14:38


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður er alltaf á leiðinni að skrifa og kemur sér ekki til þess vegna þess að maður ætlar alltaf að skrifa svo mikið

Svo nú ætla ég bara að skilja eftir mig slóð, svo þið vitið að ég fylgist með, hugsa oft til ykkar og bið fyrir ykkur. Vonandi tekst okkur að koma í heimsókn áður en þið farið eitthvað enn lengra út í heim

Guð blessi ykkur og leiði, og lækni alla sem hafa hlotið stórksaða undanfarnið. Guð er góður og hann læknar!

Ég elska ykkur.
-Unnar

Unnar Erlingsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 07:50

2 identicon

Sæl Fanney mín

Þar sem ég sit heima með örverpið í kvefflensu og frumburðinn með mikla magaverki notar maður tímann á milli stofugangs og hjúkrunar og kíkir á heimasíðuna. Það er ómetanlegt að fá að fylgjast með ykkur og takk fyrir allar myndirnar. Hugsa oft til þín og kraftsins sem í þér býr. Gott að sjá að allt gengur upp.

Kveðja (líka til strákanna)

Jóney

Jóney (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband