Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Það sem skiptir mestu máli...
6Í gær átti ég að sjá um "ti på ni" hér í skólanum. Það er hugleiðing í tíu mínútur og byrjar kl tíu mínútur í níu um kvöldið. Mjög gott fyrir mann svona fyrir háttinn.
Við vorum með matargesti fyrr um kvöldið þannig að tímunn til að undirbúa var ekki sérstaklega mikill... Ég ákvað að lesa uppúr bókinni "Máttarorð" og það var um Orðið og bænina. Hve mikilvægt það er að biðja og lesa Biblíuna saman. Biðja fyrir frelsi fólks, biðja fyrir samkomum/Guðsþjónustum, biðja fyrir valdamönnum osfr. Mjög gott.
Og svo þegar ég var að byrja að læra, ég ætlaði að nota tímann áður en ég færi í "Ti på ni", byrjaði ég að reyna að túlka Rómv. 1:16-17 og las upp úr bók sem Øyvind Andersen gaf út um Rómverjabréfið. Þá opinberaðist fyrir mér þetta með Fagnaðarerindið. Ég hef einblítt á afleiðingar þess að verða kristinn. Afleiðingar þess að öðlast Heilagann Anda í stað þess að fókusera á hver það var sem gaf mér þetta nýja líf. Í bókinni skrifar hann nefnilega að það er eingöngu þar sem Jesús Kristur er boðaður, sem Guðs sonur, hvað hann gerði til að við gætum fengið fyrirgefningu synda okkar og eilíft líf. Eingöngu þar sem Jesús Kristur og hans gjörðir eru boðaðar er Fagnaðarerindið boðað. Það er boðskapurinn um hann og hans gjörðir sem er Guðs kraftur til frelsis fyrir hvern þann sem trúir. Ég ákvað að tala um þetta líka, sem og ég gerði, og ég er viss um að þetta var bæði mér og öðrum til uppbyggingar.
Mér finnst þetta alveg frábært. Ég sé að ég hef fókuserað allt of mikið á helgunina, sem er afleiðing þess að Heilagur Andi er að starfa í mér. Hjálpa mér að vinna bug á slæmri hegðun, skapgerðarbrestum og svoleiðis. Það er mjög góð vinna og hefur skipt miklu máli fyrir mig, og ekki að tala um fyrir mína nánustu.. :-) En það hjálpar ekki endilega öðrum til að komast til trúar. Við þurfum að halda fókusnum á Jesú Kristi. Hver hann er. Hvað hann gerði og hvað það þíðir fyrir okkur í dag.
Kæru vinir! Guð blessi ykkur í dag.
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.