Leita í fréttum mbl.is

Sálmur 61

Datt í hug að þegar ég ég er að glíma við sjálfa mig í samskiptum við aðra.... ekki síst unglinginn minn. Þá er gott að biðja þessa bæn Davíðs. Þetta eru kannski svolítið stærri orð sem Davíð notar til að lýsa hugarástandi sínu, en þau allavega dekka alveg erfiðleika mína í samskiptum við aðra.
 
"Heyr, ó Guð, hróp mitt, gef gaum bæn minni.
Frá endimörkum jarðar hrópa ég til þín, meðan hjarta mitt örmagnast. Hef mig upp á bjarg það, sem mér er of hátt.
Leið mig, því að þú ert orðinn mér hæli, öruggt vígi gegn óvinum.
Lát mig gista í tjaldi þínu um eilífð, leita hælis í skjóli vængja þinna. Sela
Því að þú, ó Guð, hefir heyrt heit mín, þú hefir uppfyllt óskir þeirra er óttast nafn þitt.
Þú munt lengja lífdaga konungs, láta ár hans vara frá kyni til kyns.
Hann skal sitja um eilífð frammi fyrir Guði, lát miskunn og trúfesti varðveita hann.
Þá vil ég lofsyngja nafni þínu um aldur, og efna heit mín dag frá degi".
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Fanney mín. Ég hef ekki kíkt hingað inn á nýju ári ... hef sennilega fengið hugskeyti frá þér því þetta var einmitt textinn sem ég þurfti að lesa. Kv. jóney

Jóney (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband