Leita í fréttum mbl.is

...jæja...

Þá er komin ný vika.. reyndar byrjaði hún í gær.. en ný skólavika allavega!

Við byrjum með látum, eins og fyrri daginn, allir út úr húsi, nema frúin, fyrir kl 07:45. Klukkan 12 á Daníel að mæta í skoðun vegna hnésins. Klukkan 15:20 kemur Salómon heim með leigubílnum. Þá er að reyna að ná honum til að læra og klukkan 16 er ég með 12-sporin. Klukkan 18:30 er Fjölli með 12-sporin og eftir það er bara að búa til mat, svæfa Davíð og Salómon.... Aðeins að knúsa Markús og fara svo upp til Kínó í kaffiboð.

Ég er búin að setja inn nýjar myndir... Njótið!

Guð blessi ykkur í dag. Læt hér fylgja nokkur orð Páls Postula sem hann skrifaði til söfnuðanna í Róm. Þetta á alveg eins við fyrir okkur í dag!

Rómverjabréfið - kafli 7, vers 14-25

"Vitað er að lögmálið er andlegt en ég er jarðneskt hold, í greipum syndarinnar. Ég skil ekki hvað ég aðhefst. Það sem ég vil geri ég ekki, hitt sem ég hata, það geri ég. Fyrst ég geri það sem ég vil ekki er ég samþykkur lögmálinu, að það sé gott. En þá er það ekki framar ég sjálfur sem geri þetta heldur syndin sem í mér býr.Ég veit að ekki býr neitt gott í mér, það er í spilltu eðli mínu. Að vilja veitist mér auðvelt en mig skortir alla getu til góðs. Hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég. En ef ég geri það sem ég vil ekki, þá er það ekki lengur ég sjálfur sem framkvæmi það heldur syndin sem í mér býr.
Þannig reynist mér það sem regla að þótt ég vilji gera hið góða er hið illa mér tamast. Í hjarta mínu hef ég mætur á lögmáli Guðs en ég sé annað lögmál í limum mínum og það stríðir gegn lögmáli hugar míns, hertekur mig undir lögmál syndarinnar í limum mínum.
Ég aumur maður! Hver frelsar mig frá þessum dauðans líkama? Guði sé lof að Jesús Kristur, Drottinn vor, frelsar. En sem sagt: Sjálfur þjóna ég lögmáli Guðs með huga mínum en lögmáli syndarinnar með ytri gjörðum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

elska þig.. takk fyrir að vera góður bloggari og góð vinkona!

knús, Aldapalda

Alda (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 09:12

2 identicon

Hæ, hæ

Gaman að lesa bloggið frá þér en hvernig líður Daníel?

Kærar kveðjur,

Ásta

Ásta B. Schram (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 17:21

3 Smámynd: Fanney og Fjölnir í Kenýu

Daníel er að fara í smá aðgerð á föstudaginn... Það hefur losnað brjósk í þetta sinn og þeir ætla að fara inn með myndavél og kanna málið. Hugsanlega geta þeir fest brjóskbitana eða kippt þeim út ef það gengur ekki... Hann þarf þá að fara í svæfingu og allt sem því fylgir..

Knúsaðu Lilju og Gunnar og Söru og Maríu frá mér... Og óskaðu þeim góða ferð!!

Fanney og Fjölnir í Kenýu, 11.2.2009 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband