Föstudagur, 17. apríl 2009
Verkefnin í höfn...
Jæja þá erum við hjónakornin búin að sitja sveitt í 4 daga og skrifa 4000 orða verkefni hvor. Þau eru um predikun og sálgæslu. Þetta var gaman en erfitt þar sem ég er með ennisholubólgu og strákarnir frekar þreyttir á þessum skólaverkefnum okkar Fjölla. En núna erum við svo að segja búin og helgin er framundan. Veðrið er yndislegt, sumir nemendur eru í stuttbuxum meira að segja... Við íslendingarnir erum í okkar sokkabuxum og hlýju peysum!
Í kvöld er okkur boðið til Inger Lise og Steinar í mat og við förum öll. Davíð er að vísu í afmælisboði til um 20 en hann verður bara sóttur og settur í háttinn hjá IL og S. Dannsiboy kom heim í gær, eftir páskafrí á Egilsstöðum. Hann var alsæll með veruna þar og hefur jafnvel hugsað sér að verða eftir þar í menntaskólanum þegar við förum til Kenýa....
Ég vona að þið hafið það gott þangað til næst! Guð blessi ykkur ríkulega! Enda á orði dagsins úr Dýrmætara enn Gull:
"Óttast þú Drottin, þér hans heilögu, því að þeir er óttast hann líða engan skort."
Sálm. 34:10
Fannsa pannsa
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Það er mikið spurt eftir ykkur í Keníu og ég veit ekkert. Þekki ykkur ekki - enn. Því var gott að sjá þessa síðu ykkar. Þið eruð á kafi í undirbúningi undir mikilvægt og þarft verkefni og veitir ekki af. Ykkar bíður fólk sem þið þekkið ekki einu sinni nöfnin á en eiga að líkindum eftir að verða ykkur samvafin lífið út. Þau biðja fyrir ykkur því þeim hafa verið kynnt nöfnin ykkar og sú áætlun að þið komið til þeirra í haust eða vetur. Og við eigum vonandi eftir að kynnast og starfa saman. Guð blessi ykkur og vaki yfir okkur öllum.
Jakob Ágúst.
Jakob Ágúst Hjálmarsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.