Leita í fréttum mbl.is

Ný önn enn á ný...

Þá er helginni að ljúka og ný önn að byrja og jafnframt sú síðasta. Við sátum ekki mikið með hendur í skauti, á föstudaginn fórum við til Inger Lise og Steinar, það var yndislegt. Það er orðið áþreifanlegt að brottför okkar fer að nálgast, mér finnst orðið erfitt að tala um og hugsa um að við séum að fara að fara... en þetta er nauðsynlegt í ferlinu... Á laugardeginum fengum við okkur göngutúr niðrí bæ. Við kíktum á Antoni og Tone og sáum loksins fínu íbúðina sem Anton gerði upp. Glæsileg! Guttarnir litlu, Davíð og Salómon röltu með okkur og við stoppuðum á leikvelli og borðuðum nesti í góða veðrinu. Svo um kvöldið var okkur Fjölni boðið í mat til Ho-Ching og Fredriks í Kóreanskt fondue... nammi namm. Þar hittum við líka litla kraftaverkið hann Hans, sem fæddist aðeins genginn  27vikur. Það er Guðs náð að hann lifir enn, en hann er með lifrarsjúkdóm sem að öllum líkindum mun leiða til þess að hann þurfi nýja lifur bráðlega :-( Endilega biðjið fyrir honum!

Næsta önn er semsagt um önnur trúarbrögð. Við komum til með kynnst helstu trúarbrögðum heimsins. Búddisma, Hindúisma, Íslam, Gyðingdómnum og einhverju fleira. Okkur hlakkar mjög til! Það verðum gaman að kynnast þessum trúarbrögðum.

Skil ykkur eftir í Guðs friði með texta úr Biblíunni, Orði Guðs. Þessi vers predikaði ungur nemandi um á samkomunni í Fjellhaug í kvöld:

"Eins og var á dögum Nóa, svo mun og verða á dögum Mannssonarins: Menn átu og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina, og flóðið kom og tortímdi öllum. Eins var og á dögum Lots: Menn átu og drukku, keyptu og seldu, gróðursettu og byggðu. En daginn, sem Lot fór úr Sódómu, rigndi eldi og brennisteini af himni og tortímdi öllum. Eins mun verða á þeim degi, er Mannssonurinn opinberast. Sá sem þann dag er á þaki uppi og á muni sína í húsinu, fari ekki ofan að sækja þá. Og sá sem er á akri, skal ekki heldur hverfa aftur. Minnist konu Lots. Sá sem vill sjá lífi sínu borgið, mun týna því, en sá sem týnir því, mun öðlast líf. Ég segi yður: Á þeirri nóttu verða tveir í einni hvílu, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. Tvær munu mala á sömu kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin. Tveir verða á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn."

Þetta er áskorun fyrir okkur öll. 

Fanney og fjölskylda

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ kæra fjölskylda ;) alltaf jafn gaman að lesa bloggið hjá ykkur. Sé að allt gengur vel hjá ykkur og þið eruð greinilega mjög hamingjusöm.

Vildi bara láta vita af okkur hérna fyrir vestan og líka það að hvenær farið þið aftur til Kenýa???

Kveðjur frá okkur mæðgum :**

Eyja og Viktoría Auður (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband