Leita í fréttum mbl.is

Strokustrákur

Í gær kom ég í leikskólann og fékk þær fréttir að hann Davíð Pálmi hafði gert sér lítið fyrir og strokið úr "skólanum" eins og hann segir.

Hann hafði sótt sér fötu og klifrað upp á, opnað hliðið og hlaupið út. Ferðinni var heitið til Erle, sem er vinkona hans úr leikskólanum. Hún var ekki þar og ekki heldir foreldrar hennar, þar sem hún var í leikskólanum og þau í vinnunni. Þá vildi hann fara heim, en fann ekki húsið okkar. Hann fór nálægt stórum vegamótum og til allrar blessunar var maður í göngutúr með barn í vagni og fannst eitthvað undarlegt að svona lítill pjakkur væri einn á ferð. Hann gaf sig að Davíð og tók hann upp. Sýndi honum "konubabyið" sitt (stelpuna) sína og fékk Davíð til að benda sér á hvaðan hann kæmi. Guði sé lof og þakkir fyrir að þeir fundu leikskólann og við sluppum með skrekkinn!!

Ég vona að þið eigið góða helgi í Guðs nálægð og friði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff, hefði maður fengið hland fyrir hjartað!

En mikið gott að þessi góði maður varð á vegi hans og allt fór vel.

Álfheiður (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:08

2 identicon

Like mother like son segi ég nú bara og minnist lítillar frökenar sem strauk úr sínum leikskóla en guði sé lof fyrir að hann fór sér ekki að voða. En hvar voru fóstrurnar???

Anna Björg Ingadóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:35

3 identicon

litli (g)ormurinn! ;o) 

aaaaðeins of ungur til að kanna heiminn finnst mér!

ississ, ég hugsa að ég hefði dáið úr stressi! gott að frétta bara af svona eftirá eeehhh......

 hey..mátt alltaf hringja ef það er enn frítt ;o)

 elskjú, Aldapalda

Aldapalda (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:58

4 identicon

hrikalegt!! Gott að allt endaði vel.

Bestu kveðjur,Edda

Edda Langworth (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 21:07

5 identicon

Ohhh hvað ég væri til í að heyra nýjar fréttir ... bara svona ef þú átt tíma ... eða bara eftir að prófum lýkur

Álfheiður (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband