Laugardagur, 23. maí 2009
Nýtt blogg ... loksins!
Þetta er náttúrulega ekki fyndið hvað ég er léleg að blogga.. það er ekki það að það sé ekkert að gerast, bara of mikið..
Update:
- Áróra Eir, systurdóttir mín er í heimsókn. Er með Markúsi í skólanum og það er BARA gaman að hafa hana.
- Beyene og Galle, vinir okkar frá Eþíópíu/Íslandi eru í heimsókn. Frábært!
- Daníel er í prófum og hann ætlar að koma með okkur til Kenýu!!
- Markús stendur sig eind og hetja í skólanum. Var með stórt hlutverk í söngleik um daginn. Rappaði og söng norskt lag eins og hann væri innfæddur.
- Salómon er ánægður með flest, en honum finnst mamma sín aldrei hafa tíma fyrir sig :-((
- Davíð er bara Davíð.... það þíðir: fyndinn, sætur, lítill, óþekkur, duglegur,uppáhald allra í famelíunni, kúrinn, algjör kúsikall.
- Fjölnir er ágætlega hress, með of mikið hár eins og er,eiginkonan nennir ekki að klippa hann.. Hann er búinn að lesa allt fyrir þessa önn, einu sinni, og fer þá að byrja aftur. Hann er svo duglegur!
- Fanney er orðin frekar stressuð og frekar þreytt á skólanum. Hef ekki tíma til að lesa, það er svo mikið að gera núna. Undirbúa brottförina héðan, íslandsferðina og Kenýuferðina... STRESSUÐ!!
Við förum héðan 22. júní til Danmarkar. Gistum eina nótt hjá vinkonu minni sem heitir Sigríður Alma Guðmundsdóttir. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni, Hinrik og 2 dætrum á Skagen. Okkur hlakkar rosalega til að hitta þau. Við Sigga kynntumst þegar ég var 2. ára held ég og höfum verið í sambandi oft mjög slitróttu en samt haldgóðu síðan.
23. júní siglum við frá Hanstholm til Íslands. Komum þangað 25. og verðum þá á Egilsstöðum einhverja daga. Líklega komum við til með að hóa saman vinum og ættingjum til að kynna hvað við höfum verið að gera og hvert við erum að fara og kveðja
Svo verðum við á Löngumýri þann 18. júlí á Kristniboðsmóti. Kríunni (sumarbústað mömmu og pabba í Þorskafirði) í viku allavega og svo með svona kveðjuhóf líka í RVK ef við mögulega getum.
Þá eruð þið með helstu fréttir og plönin. Endilega biðjið fyrir okkur. Það er erfitt að fara héðan, kveðja vini og ættingja ... Mikið táraflóð og sorg í vændum!! EN okkur hlakkar til að hitta ykkur á Íslandi og eiga með ykkur góðar stundir! Verst að Anna Björg og famelía verða hér á meðan við erum á Íslandi... En við fáum viku með þeim áður en við förum héðan
Knús frá Fanney og öllum strákunum mínum..
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Loksins blogg!
Gaman að Áróra sé hjá ykkur, frábært að heyra. Takk fyrir að hringja í gær, og við hlökkum til að sjá ykkur í sumar.
Ég trúi því vel að það verði erfitt fyrir ykkur að kveðja í Noregi og líka hér, en það eru spennandi tímar framundan og tæknin er það góð að það er mun auðveldara að halda sambandi en þegar bara var hægt að senda bréf í pósti! Við verðum bara öll að vera dugleg að halda áfram að nýta okkur tæknina
Knús frá okkur öllum hér
Guðrún Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 12:02
Sæl - gaman að frétta af ykkur. Já það er mikill áhugi hér fyrir austan að hafa góða kveðjusamveru. Örugglega margir sem vilja koma að því máli. Mig langar líka að geta í leiðinni vakið athygli austfirðinga á ykkar köllun og kristniboðinu almennt. Ég reikna með að verða fyrir austan á þessum tíma. Hlakka til að sjá ykkur öll.
Bestu kveðjur
Katrín
katrín ásgrímsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 16:11
Hlakka til að hitta ykkur
Álfheiður (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.