Sunnudagur, 5. júlí 2009
Yndislegur dagur í dag!
Kristniboða og prestsvígsla verður í Dómkirkjunni við messu í dag kl. 11:00. Biskup Íslands mun þar vígja hjónin Fanneyju Kristrúnu Ingadóttur og Jón Fjölni Albertsson, en þau hafa verið kölluð til kristniboðsstarfa á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.
Einnig mun biskupinn vígja tvo kandídata í guðfræðu, þau Erlu Guðmundsdóttur sem hefur verið ráðin af Keflavíkursókn til prestsþjónustu í Keflavíkurprestakalli, og Þorgeir Arason sem ráðinn hefur verið fræðslufulltrúi og til afleysingaþjónustu í Múlaprófastsdæmi.
Séra Ragnar Gunnarsson lýsir vígslu en vígsluvottar eru þau séra Skúli Sigurður Ólafsson,séra Sigfús Baldvin Ingvasson, séra Jóhanna Sigmarsdóttir, prófastur, séra Vigfús Ingvar Ingvarsson, séra Sigríður Guðmarsdóttir, Ásta Bryndís Schram, Haraldur Jóhannsson og Guðlaugur Gunnarsson.
Séra Anna Sigríður Pálsdóttir, Dómkirkjuprestur, þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Guðný Einarsdóttir.Kristniboða- og prestsvígsla í Dómkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Takk fyrir yndislegan dag, og enn og aftur til hamingju!
Hlakka til að sjá ykkur aftur í sumar áður en þið leggið í hann :-D
Guðrún Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.