Þriðjudagur, 4. ágúst 2009
Komin til Nairobi :-)
Jæja ... þá erum við loksins komin á áfangastað og búin að hvíla okkur eftir ferðina. Ferðin gekk rosalega vel og við lentum hér í Nairobi um kl 01:40. Við vorum bara snögg að koma okkur inn í landið, fyrst þurfti samt frúin að fylla út 7 stk eyðublöð og fá vísum fyrir alla og það gekk bara vel. Allar töskurnar skiluðu sér en ekki barna bílstóllinn. Það tók alveg klukkutíma að ganga frá þeirri skriffisku.. en bara gaman - allir rosalega spenntir að vera komin til AFRÍKU!!!
Marianne, norski skólastjórinn hér tók á móti okkur ásamt 2 bílstjórum og ferðin til Scripture Mission sem er í úthverfi hér í Karen (Karen Blixen) gekk vel. Við komum í hús númer 7 og þar var matur í ísskápnum :-) og allir fengu sér brauð og skoðuðu nýja heimilið okkar. Það er hjónaherbergi / Salómon og Davíð við hliðina á okkur og svo Markús hinum meginn við hliðin á okkar herbergi. Klósett og baðherbergi og svo gangur. Inn af stofunni er svo unglingurinn sem var ekkert sérstaklega ánægður með að vera svona langt frá okkur hinum.. það voru svo mikið af hljóðum og svoleiðis sem honum leist ekkert á...
Svo að vakna daginn eftir og skoða garðinn - með stóru géi. Vá hvað allt er flott hér á lóðinni.Kristín Inga gisti hjá okkur fyrstu nóttina en svo fékk hún eigin íbúð númer C hér ofar á lóðinni. Hún er rétt hjá sundlauginni og fótboltavellinum.. ekki slæmt!
Fyrstu næturnar voru frekar erfiðar, ég fékk einhverja pest á leiðinni hingað.... En við erum öll að venjast þessu. Í nótt fékk Salómon upp og niðurgang og var rosalega illt í maganum.. þetta verður víst ekki í síðasta skiptið held ég.. :-)
Jæja elskurnar. Við vonum að þið hafið það gott og þökkum fyrir allar þær bænir sem við finnum að stíga upp til Guðs. Það hjálpar okkur mikið og við erum mjög þakklát fyrir ykkur!
Knús frá Fjölla, Fanney og strákunum og auðvitað Kristínu Ingu
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Vá, hvað þetta er mikil upplifun!
Dásamlegt að geta fylgst með ykkur hér - hlakka til að sjá myndir. Ég prufaði Google Earth og þar setti ég ykkur inn (NLM) og það var brunað með mig allavega eitthvað og sá hús og sundlaug..... gat líka sett inn nafnið á verslunarmiðstöðinni sem þið fóruð í og þá var brunað með mig þangað...... gaman að geta skoðað þetta þar .
Vonandi batnar Salómon fljótt, hvernig ert þú? Ertu ekkert farin að lagast af pestinni?
Knús og kossar frá okkur hér á Sunnubrautinni og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með!
Guðrún (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:12
vá gott að heyra að þið eruð komin hlökkum mikið til að sjá myndir
Jóna og Co (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 22:42
Frábært að heyra að allt hefur gengið vel! Við erum farin að huga að brottför og er að koma í okkur ferðahugur eftir frábært og uppbyggilegt sumarfrí á Íslandi! Við hugsum til ykkar og biðjum Guð að vera með ykkur í öllu því sem er framundan
Kærleikskveðjur
Helga Vilborg
Helga Vilborg (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.