Mánudagur, 17. ágúst 2009
Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.
17. Ágúst 2009
Vöknuðum kl 7. Strákarnir voru frekar seinir að koma sér á fætur, en mættu á réttum tíma í bussinn. Ég klippti Fjölla, hann varð voða sætur.. Við áttum ekki að vera mætt í Kiswahiliskólann fyrr en 12:30 þannig að við Fjölli ákváðum að fá að hjálpa til á lóðinni. Fjölli fór að moka sand og setja vatnstankinn upp á loft og ég fór í eldhúsið að elda Ugali og skera hitt og þetta. Mjög nytsamlegt fyrir okkur bæði. Svo var hádegismatur kl 11 og svo skólinn. DSA var með Lucy og Josephine kom. Þegar við komum svo heim var hún búin að elda og baka og þær Lucy búnar að taka af rúmunum, þrífa baðherbergið og WC og gera fínt hérna. Yndislegt að koma heim í tilbúinn mat og fínt heimili.. Vá! Strákarnir voru nýkomnir þegar við komum og þeir voru þreyttir og frekar geðvondir... en þegar þeir voru búnir að borða lagaðist skapið og þeir lærðu heima. Á meðan fórum við Fjölli með litlu tvo í smá göngutúr út fyrir lóðina. Við gengum í klukkutíma og enduðum á að kíkja á vinnufólk á akri hinum meginn við Scripture Mission. Það var frekar fátæklegt og hrörleg heimkynni. Börnin að gæta barnanna og dýrin á vappi í hlaðinu. Fólkið var á varðbergi gagnhvart okkur, en svo kom maður sem talaði ensku og þá varð þetta allt í lagi.. Strákunum fannst þetta skrítið og það var beðið innilega fyrir þeim þegar þeir fóru að sofa. Fjölli kveikti upp í arninum og þeir MVF fóru að hlusta á Baggalút. Jólalagið frá 2008... það er ekki allt í lagi með þá.. ha ha
Lesið endilega í Postulasögunni 4:12
"Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss."
Knús frá Fanney og co.
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Yndislegt að heyra svona frá ykkur og fá að fylgjast með hvernig lífið ykkar er þarna úti.
Guð veri með ykkur í öllu.
Kv. Álfheiður og co
Álfheiður (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 08:47
Sæl kæra fjölskylda
Gaman að geta fylgst með ykkur, þið eruð algjörar hetjur !
kærar kveðjur frá Egilsstöðum
Anna og fjölskylda
Anna (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.