Miðvikudagur, 19. ágúst 2009
“Ungependa kulala?”
18. Ágúst 2009
Vöknuðum á sama tíma, kl 7 og fengum okkur morgunmat. Erum búin að fatta að það gengur ekki að kaupa mjólk eða mjólkurvörur þar sem þær súrna um leið... þá er það bara G-mjólk... Allt í lagi með það. Strákarnir fóru í skólann og við Fjölli fórum að vinna. Hann með körlunum og ég í eldhúsið. Það var mjög gaman. Titus og Barazi (þeir vinna í eldhúsinu) ætla að setja okkur Fjölla í kiswahili próf, til að við verðum best í bekknum. Þeir vita ekki að við erum bara 2 í bekknum... Þau í eldhúsinu eru mjög dugleg að útskýra á kiswahili og kenna mér / láta mig útskýra á kiswahili, eða einhverju barnamáli.. :-)
Eftir matinn fórum við í málaskólann og lærðum heilmikið, nema að Fjölli var eitthvað svo þreyttur. Jacken (kennarinn) hló mikið af honum og spurði hann mikið hvort hann vildi fara á sofa. Ungependa kulala? Þegar við komum heim var Josephine búin að búa til Chapati (sem er einskonar tortillur) og hakk. Strákarnir voru þreyttir og DSA frekar pirró. Stemningin hér var ekki góð eftir matinn. Fjölnir fór að sofa um 18:30 og ég reyndi að halda ró minni. SSF fékk playmobann í viku og DSA var með derring vegna tölvumála... Fór að sofa um 22.
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Nýjustu færslurnar
- Rapparinn Roseanne
- EES-rafmagn og hveiti
- Eru fjölmiðlar að ná að forðast eigin dauðdaga?
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Þá sýndu þeir okkur hvernig til dæmis 20.000 atkvæða lækkun varð á atkvæða tölu Trump á skjánum og 20.000 atkvæði bættust við hjá mót frambjóðandanum. Þetta voru mismunandi tölur nokkrum sinnum.
Athugasemdir
ooo ég er svo glöð að þú ert dugleg að blogga! það er svooo gaman að lesa þetta!
við verðum að koma í heimsókn, það er bara þannig! ég þarf að sjá hversu virk bóluefnin okkar Unnars eru ennþá.. kem svo á morgun.. eða í næstu viku..
knúúús, Alda skólastelpa!
Aldapalda (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.