Leita í fréttum mbl.is

Ugali na mboga...

20. Ágúst 2009

Nóttin var erfið... litlu tveir fengu í magann og við Fjölli vorum á vappi hér með þá til skiptis. Þegar klukkan hringdi kl 7 var ekki hægt að fara á fætur. Sem betur fer gátu elstu tveir fengið sér morgunmat sjálfir (duglegir?) og við hin sofið til 8. Þá var spidigonzales settur í gang og Salómon flýtt svo hann næði skólanum á réttum tíma. Gott að skólinn sé um 100 skref frá heimilinu!

Við Fjölli áttum að mæta á fund hérna í nágrenninu kl 9 þannig að Davíð var ekkert rosalega hress með okkur þegar hann fattaði að við værum að yfirgefa hann stuttu eftir að hann vaknaði. En Geoffry, garðyrkjumaðurinn... já já við erum með garðyrkjumann sem kemur 1. sinni í viku fyrir hádegið. Já Geoffry leyfir Davíð að hjálpa sér í garðinum og þess vegna gekk ágætlega að koma sér úr húsi. Fundurinn gekk vel og við komum heim um 10:30. Þá var það Ugali og Mboga í Kibandaen en strákarnir fengu sér brauð með súkkulaðiáleggi og Chai með zukari með... nammi namm. Við Fjölli áttum svo að mæta kl 12:30 í Hekima, málaskólann. Ég var svo þreytt að mér kveið pínu fyrir að eiga eftir að tala og reyna að fylgjast með í 3 tíma... en það gekk vel og dagurinn var skemmtilegur að venju. Þegar við komum heim var Josephine búin að elda kjúkklingarétt og gera tortillur og Lucy var búin að taka allt til og ganga frá þvotti og búa um rúmin.. já ég þarf að klípa mig í hendina til að vera viss um að þetta sé ekki draumur...

Svo náðum við smá tíma með teindó í tölvunni (MSM) áður en strákarnir litlu voru settir í háttinn, að vísu fór elsta eintakið líka snemma að sofa... og Markús passaði svefnenglana á meðan við fórum í bænahóp hér á lóðinni. Það var rosalega uppbyggjandi.. Marianne, skólastjórinn hér var með stundina og hún las og deildi með okkur sálmi 62. Virkilega gott. Svo áttum við góða stund á eftir, átum ís og ávexti, köku ++ og töluðum við fólkið. Þegar heim kom var smá stund á FB og dagbókin góða sem þið njótið nú að lesa...

 

Set hérna með lesningu kvöldsins og vona að Heilagur Andi opni ritninguna fyrir okkur eins og hann vill.

 

Sálmur 62

“Bíð róleg eftir Guði, sála mín, frá honum kemur hjálpræði mitt. Hann einn er klettur minn og hjálpræði, háborg mín ég verð eigi valtur á fótum. Hversu lengi ætlið þér að ryðjast allir saman gegn einum manni til að fella hann eins og hallan vegg, eins og hrynjandi múr? Þeir ráðgast um það eitt að steypa honum úr tign hans, þeir hafa yndi af lygi, þeir blessa með munninum, en bölva í hjartanu. Bíð róleg eftir Guði, sála mín, því að frá honum kemur von mín. Hann einn er klettur minn og hjálpræði, háborg mín ég verð eigi valtur á fótum. Hjá Guði er hjálpræði mitt og vegsemd, minn örugga klett og hæli mitt hefi ég í Guði. Treyst honum, allur þjóðsöfnuðurinn, úthellið hjörtum yðar fyrir honum, Guð er vort hæli. Hégóminn einn eru mennirnir, tál eru mannanna börn, á metaskálunum lyftast þeir upp, einber hégómi eru þeir allir saman. Treystið eigi ránfeng og alið eigi fánýta von til rændra muna, þótt auðurinn vaxi, þá gefið því engan gaum. Eitt sinn hefir Guð talað, tvisvar hefi ég heyrt það: Hjá Guði er styrkleikur. Já, hjá þér, Drottinn, er miskunn, því að þú geldur sérhverjum eftir verkum hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

takk fyrir textann elsku Fanney! þá meina ég helst sálminn.. takk takk..

ég er að fara norður á sunnudag eða mánudag, þá byrjar ein vika í svona nýnemadótaríi, ég kem svo heim á föstudaginn næsta, mánudaginn eftir það byrjar fyrsta fjarskólavikan mín *hnútur í maga*

Nú er ég að njóta síðustu daganna fyrir törnina, Unnar og Davíð eru á leiðinni suður svo ég verð heima aaaalein um helgina.. nú verður sofið og borðað og lofað Guð og saumað og lagt sig aaaðeins... ;o)

elska þig elsku mús, knús, Alda.

ps... já, *vandræðalegthósthóst* bréfið... bréééééfið... hey, ég er allavega komin með heimilisfangið ;o)

Aldapalda (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband