Sunnudagur, 1. nóvember 2009
Farin til Pokot og komin aftur eftir tveggja vikna dvöl þar..
Við fórum til Pokot þann 11. október. Markús átti afmæli þann 10. og vildi bara halda upp á afmælið sitt hér í Nairobi. Það var svaka veisla. ég byrjaði á því að gera amerískar pönnukökur að hætti Keith vinar okkar og heitt kakó með rjóma og svo fór Fjölnir með "karlana" (12 ára og uppúr) og Kristínu í Painball hér í Nairobi og það var svakalega gaman. Þau komu öll blá og marin tilbaka en mjög sæl. Svo kom Þórunn Helgadóttir úr ABC í heimsókn. Það var mjög gaman að kynnast henni og okkur hlakkar til að kynnast henni og manni hennar enn betur. Svo var kökur og kaffi fyrir alla á lóðinni og þetta var bara eins og á Íslandi. Ingveldaræði, súkkulaðikökur, snúðar, gulrótarkökur + +
Daginn eftir vaknaði ég eld eld snemma og fór að taka okkur til, ekki seinna vænna þar sem við vorum að fara til að dvelja í Pokot í 2 vikur. Megin ástæða ferðarinnar var að tala swahili. Við stoppuðum á leiðinni í Greensdead international school i Nakuru til að athuga með heimavistarskóla fyrir Daníel og Markús. Okkur leist bara velá skólann en mínus að skólinn er ekki kristilegur...
Ferðin uppeftir gékk vel, krakkarnir eins og venjulega alveg frábær í bíl. Það er ótrúlegt hvað þeir nenna að sitja í bíl án vandræða. Við erum mjög þakklát fyrir það þar sem bæði í fortíðinni og í framtíðinni eigum við eftir að keyra og keyra og keyra á mjög misjöfnum vegum í orðsins fyllstu merkingu.
Gott að vera komin aftur heim....
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
O, hvað ég vildi að við hefðum líka verið í pönnukökuveislunni. Til hamingju með afmælið, Markús minn. Guð blessi þig og ykkur öll.
Ásta Bryndís Schram (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.