Leita í fréttum mbl.is

Matvæladreyfing í Sekerr hæðunum

Nú er maginn ekki lengur tómur!

Vegna mikilla þurrka hér í Kenýu á ákveðnum svæðum hefur skapast mikil hungursneyð. Á þessum svæðum hefur fólk ekki fengið neina uppskeru og jafnvel misst allan búfénaðinn. Búfénaður og maískorn er uppistaðan í fæðu og fjármögnun heimilanna. Vegna þessa hafa Norska Lúterska Kristniboðssambandið, Hjálparstarf Norsku Kirkjunnar, Sekerr fjöllinSambandi Íslenskra Kristniboðsfélaga og vonandi Íslenska Utanríkisráðuneytið ákveðið að fjármagna matvæla gjöf sem Lúterska kirkjan hérna í Pokot framkvæmir. Mér hefur verið falið að hafa eftirlit með verkefninu. Vegna þessa fór ég fimmtudaginn 15. október í eftirlitsferð til Sigors svæðisins, nánar tiltekið Sekerr fjallanna. Ég slóst í för með heimamanninum Alfreð sem keyrir út matargjöfunum. Við fórum á pallbíll og tókum með okkur 14 sekki af maís. Í hverjum sekk eru 90 kg af ómöluðum maískornum, þannig að við vorum með 1260 kg með okkur til dreifingar. Eftir 4 klst. ferð frá Kapenguria niður á slétturnar og þaðan upp snarbratta fjallshlíð, ca. 1000 metra háa, komum við til kristniboðsstöðvarinnar í Sekerr. Það var strax hafist handa við að skipulegga matvæladreifinguna. Nefnd á vegum þorpsins hafði fyrirfram fundið út hverjir voru verst staddir og voru nöfn þeirra allra skráð. Þau sögðu að á þessu svæði væri það aðallega eldra fólk sem þyrfti aðstoð. Ljóst var að það var fleira fólk komið sem vildi fá aðstoð en þeir sem fyrirfram voru skráðir. Tómas, sá sem er ábyrgur fyrir dreifingunni á þessu svæði, ákvað að minnka skammtinn sem hver átti að fá um 2 kg. Hann minnkaði skammtinn úr 10,5 kg í 8,5 kg, og ákvað að dreifa afgangnum til 25 annarra aðila sem nefndin var sammála um að þyrfti aðstoð. Nefndin taldi að þeir sem fengu mat myndu hvort sem er deila því með hinum. Því væri betra að nefndin gæfi þeim mat. Tómas útskýrði fyrir mér að í þeirra menningu myndu þeir deila með nágrannanum ef hann hefði ekkert. Þetta gekk allt saman vel fyrir sig og tók um 2 klst. Þá var dreifingunni lokið. Þá sagði Tómas að konurnar vildu þakka mér fyrir með söng. Þær sungu fyrir mig og luku söngnum með því að gefa mér armband með litum heimamanna. Ég tók á móti því með þökkum, þó svo að ég væri ekki sá sem ætti þakkir skilið. Þakkir eiga þeir skilið sem gefa peningana í verkefnið, en ég leit á mig sem þeirra fulltrúa á staðnum.

Daginn eftir.

Daginn eftir fór ég með Tómasi í gönguferð um svæðið. Tilgangurinn var að heimsækja nokkra af þeim sem höfðu fengið maís. Við byrjuðum á að heimsækja gamlan mann að nafni Loshari. Loshari fyrir utan kofann sinnHann og konan hans, Komorï búa í trjákofa með stráþaki. Þetta er hefðbundið húsnæði á þessu svæði. Annaðhvort trjákofi eða leirkofi.  Tómas vakti Loshari með því að kalla í átt að kofanum. Ég heyrði hann hósta og stynja. Eftir smástund sá ég spýtur og járnhring vera fjarlægðar frá hurðaropinu. Út kom gamall maður, hann heilsaði okkur og fékk sér síðan sæti á steini nálægt okkur. Ég sá að hann var stirður og óöruggur þegar hann settist. Tómas talaði við hann á pokotmáli og þýddi síðan yfir á ensku. Loshari var mjög þakklátur fyrir matarstuðninginn og vonaði að þau hjónin hefðu nógan mat fram að næstu uppskeru, hún er í október 2010. Komorï kona LoshariVonandi lifðu þau svo lengi. Hann sagði að hann teldi að matargjöfin myndi endast í 2 - 3 vikur ef þau færu sparlega með hana. Hann og konan áttu nokkrar hænur, það var allt og sumt. Hann sagði að börnin hjálpuðu þeim með mat. En nú er ástandið svo slæmt að börnin hafa ekkert aukalega. Við kvöddum Loshari og gengum áfram eftir fjallshlíðinni. Í gili ekki langt frá hittum við Komorï, hún var að safna eldivið. Við heilsuðum henni og hún byrjaði á að lýsa þakklæti sýnu fyrir matargjöfina. Hún benti á magann og sagði að nú væri hann ekki lengur tómur. Hún hló og þakkaði aftur fyrir sig og bað Guð um að blessa okkur. Við kvöddum hana og gengum áfram meðfram fjallstoppnum. Þar var glæsilegt útsýni yfir slétturnar og yfir í fjöllinn í Turkana, sem er næsta hérað. Tómas sagði að sem barn hefði hann búið þarna nálægt. Hann hafði oft sest á brúnina og horft á slétturnar og fylgst með umferðinni á veginum sem liggur til Súdan. Við snérum við og héldum nú heim á leið og lá leiðin  niður fjallshlíðina.  Þar komum við að leirkofa en sáum engan. Við héldum áfram niður brekkuna og sáum þá gamla konu sitja þar og sýsla við trjágreinar. Við heilsuðum henni og í ljós kom að systir hennar hafði farið í gær og sótt maís fyrir hana. Hún átti von á að sonur systur hennar kæmi með maísinn í dag. Tómas sagði að konan héti Maria Lokïtu og byggi ein í kofanum. Ég hafði tekið eftir grjóthrúgu fyrir utan kofan og spurði hvað þaðMaria Lokïtu var að safna eldivið í fjallshlíðinni væri. Hún svaraði að hún hyggi niður steina til að selja og kaupa mat fyrir. Hún var mjög þakklát fyrir matargjöfina en bað mig um að koma næst með 50 ksh (80 kr.) fyrir mölun á maísnum. Við kvöddum hana og héldum göngunni áfram. Næst komum við að kofa þar sem tveir menn sátu fyrir utan. Annar var eitthvað að eiga við blikkskál. Við heilsuðum þeim og settumst niður. Kofaeigandinn heitir Lolima Pupu, það var sá sem var að gera við blikkskálina. Hann á 7 börn, 4 eru farin að heiman en 3 búa ennþá hjá honum. Til vinstri er Lolima að gera við skálina.Tómas er lengst til hægri Hann átti 25 nautgripi og 30 geitur en núna eru þau öll dauð vegna þurrka. Ég spurði hvort hann hefði borðað gripina og það sagðist hann hafa gert. Hann á líka 3 ekrur (eina ekra er 63,6 metrar x 63,6 metrar) , en það er enginn uppskera. Hann sagði að eina leiðin til þess að fá pening fyrir mat er að leita að gulli. Hann sagðist þurfa að klára að laga blikkskálina og þá myndi hann fara niður í á að leita að gulli. Við kvöddum hann og fórum á kristniboðsstöðina í Sekerr. Við Alfred héldum síðan af stað heim til Kapenguria um tvö leytið. Alfred tók nokkra farþega  með, þar á meðal eina ólétta unga konu sem átti í erfiðleikum með að fæða. Þetta var hennar fyrsta fæðing. Mamma hennar sat á pallinum og ólétta konan hálf lá í kjöltu hennar. Ég heyrði ekki eina stunu frá henni alla leiðina. Ég held að þetta sé þó einn sá versti slóði sem ég hef keyrt á ævinni. Við skildum við hana á sjúkrahúsinu í Ortum eftir þriggja klukkustunda akstur á hræðilegum vegi. Ég dáðist að þessari konu og vona að fæðingin hafi gengið vel og báðum heilsist vel. Við komum svo um sex leytið heim til Kapenguria, bíllinn var þá orðinn alveg bremsulaus.

Ég skrifa þetta og vona að það gefi smá innsýn í ástandið hérna í Pokot núna. Það er mikil neyð og mun fleiri þurfa hjálp. Þetta verkefni mun aðstoða 3.300 einstaklinga í 6 mánuði. Hver einstaklingur fær mat að andvirði 750 kr. á mánuði. Rauði krossinn áætlar að um 100.000 í viðbót þurfa hjálp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er búin að hugsa svo mikið um litla barnið síðan þessi bréf voru lesin í krisniboðshóp. Fannst amman með barnið? er í lagi með það? Hver mun annast það?

knús og kreist, Alda.

Aldapalda (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband