Leita í fréttum mbl.is

Mathare...

Í dag fórum við í heimsókn til Mathare. Við byrjuðum á að fara í heimsókn til Þórunnar Helgadóttir, Samúels, mannsins hennar og Daníel Heiðars litla drengsins þeirra. Þau reka ABC barnaheimili og skóla í Mathare. Mathare er fátækrahverfi í Nairobi. Eitt tveggja stærstu fátækrahverfa í Afríku.

Það var mikil lífsreynsla að fara á barnaheimilið, kynnast börnunum aðeins og fá að heyra frásagnir þeirra af lífi nokkurra einstaklinga. Þetta eru börn úr misjöfnum aðstæðum, en mörg koma úr mjög svo erfiðum aðstæðum. Götubörn, foreldralaus, fátæk, misnotuð, fíklar osfr. Það var yndislegt að heyra um umbreytinguna eftir að þau hefðu komið til Þórunnar og hennar starfsfólks í ABC og fengið kærleika, mat, bað, svefnpláss og skjól frá hörkunni á götunni.

Nokkur börn sungu, fóru með ljóð eða sögðu frá sínu lífi. Það var magnað að sjá og heyra. Þau hafa upplifað svo margt ljótt og erfiðleika, en gátu samt lýst sýnu þakklæti til Guðs yfir að vera þar sem þau eru. Þökkuðu fyrir að vera þarna og sögðu frá hvað Guð væri góður faðir þeirra, nú þegar þeirra blóðforeldrar væru annaðhvort dáin eða hugsuðu ekki um þau.

Svo fórum við inn í svefnherbergin þeirra, þau sofa 2 og 2 saman í einu rúmi (4 í einni koju) og báðu okkur endilega um að koma og gista hjá sér... þau mundu fara úr rúmi fyrir okkur..

Eftir að hafa heimsótt krakkana fórum við í göngutúr í fátækrahverfinu aðeins frá. Við byrjuðum á að heimsækja eina konu, ekkju, móðir 7 barna. Ekkert af þeim hefur vinnu, en hún reynir að sjá fyrir sér og börnum sínum með því að þvo þvott fyrir aðra. Hún á einn strák sem er í skólanum hjá ABC og það er erfitt að skilja hvernig hann getur lært við smá ljós af olíulampa og samt fengið bestu einkunn.. 

Svo gengum við aðeins lengra og horfðum yfir hverfið. Skrítin tilfinning að vera þarna.... Allt fólkið, dýrin, kofarnir þétt upp við hvorn annan, ruslið, skíturinn...

Við gengum þröngar götur þar sem lítil skólaus börn ganga á mannaskít meðal annars og rafmagn á einum stað virtist leka í vatn. Við fórum að ruslahaugnum og þar var líka klóset aðstaða, í einu horninu, og hænur voru að gæða sér á kræsingunum... Þar er líka bruggað, þar sem það er ólöglegt og lögreglan kemur ekki oft þangað skildist mér.

Svo heimsóttum við aðra konu, ekkju, sem bjó líka svona þröngt. Heldur ekki hennar börn hafa vinnu og hún er komin með eitt af barnabörnunum á hennar framfærslu þar sem foreldrarnir stungu af í sitt hvora áttina. Yndislega sæt brosmild stelpa sem bara vildi heilsa Davíð Pálma, en hann vildi alls ekki heilsa henni. ohhhh.

Þegar við komum út í bíl horfði Markús á mig og byrjaði að þakka okkur fyrir hvað hann hefði það gott.  Já það er gott að sjá aðstæður annarra, þeirra sem hafa ekkert á milli handanna, en það er svo skrítið að þau hafa gleðina... vantar okkur ekki gleðina yfir lífinu. Værum við glöð án allra veraldlegu gæðanna sem við búum við??

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég varð líka vör við þessa gleði úti í Indlandi.. og hugsaði mikið um hví þetta fólk ætti alla þessa einlægu gleði, en svo væri ég oft óánægð og fúl. Þetta fær mann til að hugsa..

Aldapalda (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 10:43

2 identicon

Sömuleiðis gaman að lesa fréttir af ykkur. Já ég held það sé jafnvel enn meiri eymd í Nairobi en hér í Addis, þó þykir manni nóg um og það venst aldrei að horfa upp á þetta, kanski sem betur fer. Guð verið með ykkur og blessi ykkur núna sérstaklega þegar þið farið að flytja til Pókott

Kær kveðja

Helga Vilborg

Helga Vilborg (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 07:57

3 identicon

Takk fyrir skrifin, Fanney. Líka fróðlegt að lesa pistlana hans Fjölnis. Það var lesið úr þeim á SÍK samkomu síðasta miðvikudag. Þetta er ótrúleg lífsreynsla hjá ykkur. Við biðjum fyrir ykkur öllum.  Á morgun er kristniboðsdagurinn með kristniboðsmessum víða og söfnun. Það er samkoma hjá SÍK á Holtaveginum um kvöldið. Kærleikskveðjur, Ásta.

Ásta Bryndís Schram (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 21:34

4 identicon

Mikið er gaman að lesa um ferð ykkar. Ég ásamt manni mínum og börnum vorum einmitt þarna um síðustu jól. Mikið er tíminn fljótur að líða. Finnst þetta hafa verið í gær.

 kv

Sonja

Sonja Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband