Leita í fréttum mbl.is

Lífið í Nairobi...

Af okkur er bara gott að frétta. Við erum frekar hraust og fáum að upplifa vernd Guðs og handleiðslu hér í Kenýu. Við erum enn í Nairobi að læra swahili, en förum svo til Pokot (norð/vestur Kenýa, rétt hjá Uganda) öðruhvoru megin við jólin og störfum þar vonandi allavega í 3 og 1/2 ár.

Hér er lífið allt annað en á Íslandi, en samt svo líkt. Það er hægt að lifa í lúxus, mun meiri enn á Íslandi og svo er fátæktin mun meiri og sýnilegri líka. Ég skrifaði um heimsókn okkar til ABC barnaheimilisins hér í Mathare á FB fyrir nokkru, þú getur lesið um það ef þú vilt. Mikil lífsreynsla!

Fjölnir er eftirlitsaðili í neyðaraðstoð í Pokot. Það eru miklir þurkar þar og lítið sem engin rigning hefur komið á lálendinu í 1-3 ár. Fólk og skepnur degja úr hungri.

Við búum í "litla Noregi" hér í Nairobi. Lóð með fullt af húsum og flest allir norskir sem búa hér og kenýanskt skrifstofu og vinnufólk. Yndislegt, sérstaklega fyrir litlu strákana en pínu innilokað fyrir þá stóru. Markús er ágætlega sáttur. Hann og Daníel eru í bandarískum skóla hér rétt hjá og þeim gengur mjög vel í skólanum. Daníel er pínu óviss um hvað hann vill gera. Honum hefur langað heim alveg frá því við komum hingað og það hafa vissulega verið erfiðar vikur og mánuðir. En núna eru norskir krakkar hér í einskonar Biblíuskóla og þá klaffar hann alveg með þeim og langar jafnvel að joina þeim eftir áramót... Endilega biddu fyrir honum ef Guð leggur það á hjarta þitt.


Þetta voru smá fréttir af okkur. Guð blessi þig og þína. Það væri gaman að fá smá línu um hvað Guð er að gera í þínu lífi! :-)

Knús frá Fanney

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband