Leita í fréttum mbl.is

...og hvað gerði ég um helgina??

Ég gleymdi alveg að segja ykkur hvað ég var að sýsla á meðan bóndinn og frumburðurinn voru í Pokot.  Á laugardaginn var svona fjáröflun á vegum norrænu þjóðanna hér í Nairobi. Á okkar "stand" var auðvitað risastór íslenskur fáni sem Kristín Inga hefur hangadi uppi vegg heima hjá sér. Við seldum jólagraut, vöfflur, jólakökur, kerti og alls konar fallega muni og svo var lotteri - allt til styrktar krakka í fátækrahverfi hér í Nairobi.

Á sunnudaginn var svo aðventu Guðsþjónusta og þar var ég stjórnandi og í kórnum.. það var rosalega gaman fannst mér.. Torvald, ef þú ert að lesa þetta þá sársá ég eftir að hafa ekki tekið boði þínu um að koma í kór Egilsstaðakirkju. Þetta er bara rosalega gaman! Sem betur fer eigum við að syngja líka í aðfangadagsmessunni hér á lóðinni.Hlakka til! Eftir messuna var svo kaffi og kökur sem bæði við og einhverjir af þeim sem komu höfðu með. Það komu fullt af okkar norrænu "vinum" hér í Nairobi.

Seinna um daginn fórum við Salómon og Davíð í heimsókn til Mo fjölskyldunnar sem er hér á vegum norsku friðarsveitarinnar. Yndisleg hjón með 3 stráka. Þar vorum við í góðu yfirlæti þar til það var kominn tími til að fara í gönguferðina sem er alltaf á miðviku- og sunnudögum. Við vorum 7 konur sem gengum, mishratt, írúmann klukkutíma. Mjög hressandi.

Þá eruð þið líka komin með mína helgi.

Sálmarnir 103:8
Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld ... frábært að hafa næg verkefni og líka við þau

Álfheiður (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband