Miðvikudagur, 9. desember 2009
Sundlaugapartý
Smá fréttir:
Salómon Sandel er í sínu fyrsta sundlaugapartý. Það er boðið upp á bíómynd á tjaldi, nammiát og svo á að gista í tjöldum. Markúsi fannst þetta hljóma mjööög spennandi og fékk að vera með. Gaman fyrir hann því það er einn vinur hans sem er í 7. bekk sem var í þessum hóp líka. Svo er bara að sjá til sá stutti haldi út og þori að gista þegar allt kemur til alls...
Við hin sitjum heima í blikkandi jólaljósum og hlustum á Írisi Lind Verudóttur. Fjölli var að koma heim af dans- og söng æfingu. Hann þarf að míma þar sem hann kann ekki sönginn. Strákarnir á lóðinni ætla að flytja Turid (sem verður 40. á morgun) atriði sem þeir voru að æfa.Ég hlakka til að sjá þetta!
Annars erum við bara í skólanum á hverjum degi, klárum þann 18. og þá er komið jólafrí og þannig fyrir okkur öll. Daníel ætlar að vera í Mombasa um jólin með TeFT krökkunum frá Noregi. Við hin ætlum bara að njóta lífsins hér og hugsanlega fara í heimsókn á barnaheimilið sem Þórunn er með. Okkur hlakkar til!
Bless í bili og Guð blessi ykkur. Leitið Guðs með allt ykkar, hvor sem það er gleði, sorg eða hvaðeina. Biðjum fyrir hvort öðru!
knús frá Fanney
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.