Leita í fréttum mbl.is

Aðventan í Nairobi

Sæl og blessuð kæru lesendur!

Hef fengið ábendingu frá mínum kæra eiginmanni að ég verði að vera duglegri að blogga. Bara stutt ef ég telji að ég hafi ekkert að segja... já ég veit... hann hefur rétt fyrir sér eins og oftast. Hann á vel heima hér í karlasamfélaginu í Nairobi, og ekki skánar það þegar við flytjum uppeftir.

Við erum komin með plan varðandi strákana.

  • Daníel er að fara í heimavistarskóla í Sygna í Noregi. Ég mun fara með honum á áfangastað. Bara svona til að sjá aðstæður og sýna mig... og auðvitað til að fara með litla pjakknum mínum alla þessa leið InLove
  • Markús verður hér á lópinni, hjá konu sem heitir Turid Amenya. Hún er hér vegna skóla stráka sinna, en maðurinn hennar býr og starfar í Mombasa. Ekki ákjósanlegasta staða, en engu að síður nauðsynleg þar sem það er ekki boðið uppá heimavist hérna.
  • Salómon verður í NCS (norska skólanum hér á lóðinni) og þegar við förum til Pokot munum við Kristín Inga kenna honum. Við erum henni og Guði mjög þakklát fyrir starf hennar hér InLove því ég mundi ekki bjóða í að eiga að annast kennsluna sjálf... sorrý..

Ég mun svo vegna skólamála Salómons og Markúsar koma til Nairobi og dvelja þar í 2-3 vikur á tveggja mánaða fresti ca..

Annars er aðventan bara góð. Við erum búin að baka 5 sortir, en allt er að verða búið. Mamma mundi nú ekki hafa gert þetta svona í denn.. þá var ekki leyfilegt að smakka fyrr en á jólunum. Engin miskunn! Hef samt heyrt að ung dama, ca 2 ára hafi einu sinni gert sér ferð upp á efri skáp í eldhúsinu, þegar mamman svaf út eina helgina, og fengið sér að smakka og auðvitað deilt með eldri bróður sínum sem þorði ekki fyrir sitt litla líf að fara hærra enn upp á kollinn....

Við erum búin að skreyta húsið með blikkandi ljósum, englum  og kertum og miðað við að hér sé enginn snjór og um 25 stiga hiti þá er stemmingin mjög góð.

Kæru vinir:

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár.

Megi Guð vera ykkar helsti vinur og samband ykkar kærleiksríkt og náið.

 

Við þökkum ykkur fyrir samveruna

og samskiptin á árinu. 

 

Knús frá Fjölni, Fanney, strákunum okkar  og auðvitað Kristínu Ingu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elsku Fanney. Mikið er alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Þetta er eflaust mikið og gefandi ævintýri sem þið upplifið þarna í Afríku.

Ég hef nú einhverntímann heyrt þessa sögu um kökurnar uppá innréttingunni  hehehe :)  alveg ótrúleg  :)

Langaði nú bara að kvitta fyrir innlitið svona einu sinni ;)
Biðjum rosalega vel að heilsa á línuna, kossar og knús til ykkar allra. Hafið það sem allra best um hátíðirnar.

Jólakveðja, Anna Lísa, Sigurjón, Stefán Örn, Arnór Friðberg og Daði Freyr

Anna Lisa Johannesdottir og karlaveldið :) (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 19:51

2 identicon

Mig langaði bara til að kvitta og þakka fyrir að fá að lesa þetta blogg. Það er mjög fræðandi og vekur mann til umhugsunar um svo margt. Þessi skrif gefa svo lifandi og myndræna innsýn í lífið þarna sem er svo ólíkt okkar aðstæðum. Mikið er gott að það sé til fólk eins og þið fyrir fólkið þarna úti.

Gangi ykkur vel áfram og ég vona að þið eigið gleðileg jól.

Kær kveðja, Elín (systir Guðrúnar)

Elín Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 19:37

3 Smámynd: Fanney og Fjölnir í Kenýu

Takk fyrir kvittið stelpur. Gott fyrir okkur að vita að það sé áhugavert fyrir ykkur heima það sem við skrifum um. Já aðstæðurnar eru öðruvísi enn þær sem við erum vön. Vonum að þið hafið það gott um jólin og Guð gefi ykkur frið í hjörtu ykkar á komandi ári.

Knús frá okkur í Kenýu

Fanney og Fjölnir í Kenýu, 19.12.2009 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband