Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Þriðjudagur, 30. mars 2010
Bænasvar..
Hér á lóðinni, jafnt sem á öllum NLM kristniboðsstöðvum (Norska lúterska kristniboðssambandið) er bænastund á fimmtudögum. Þá er beðið fyrir einni einingu (fjölskyldu eða einstakling sem er úti á vegum NLM/SÍK) Einnig eru öðrum bænarefnum lyft upp til Guðs.
Við hér í Kapenguria höfum verið að biðja fyrir einni konu sem er frá Mount Elgon svæðinu. Hún fékk einhvern sjúkdóm í kjölfar fæðingar og lamaðist að hluta til. + margt meira sem ég kann ekki skil á almennilega. Hún var hætt að biðja sjálf vegna þess að hún sá enga von. Hélt sjálf að hún mundi deyja. Hún hafði misst móðurmjólkina í öllum þessum veikindum. Síðastliðinn fimmtudag fengum við þær fregnir að henni hefði batnað algjörlega og meira að segja fengið mjólkina aftur í brjóstin eftir að hafa misst hana og verið þurr í 2-3 mánuði.
Við þökkum Guði fyrir þessa lækningu og hún er þess alviss um að hafa læknast fyrir bæn annarra.
Guð er lifandi og kærleiksríkur Guð sem er annt um hvert og eitt af okkur. Við skulum muna það þegar lyndið er ekki sem best.
Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Filippíbréfið 4:6
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 23. mars 2010
Góð áminning... Sálmur 147
Hallelúja.
Gott er að syngja Guði vorum lof.
Það er yndislegt, honum hæfir lofsöngur.
Drottinn endurreisir Jerúsalem,
safnar saman hinum tvístruðu Ísraels.
Hann græðir þá sem hafa sundurkramið hjarta
og bindur um benjar þeirra.
Hann ákveður tölu stjarnanna,
nefnir þær allar með nafni.
Mikill er Drottinn vor og voldugur í mætti sínum,
speki hans ómælanleg.
Drottinn styður hjálparlausa
en óguðlega fellir hann til jarðar.
Syngið Drottni þakkargjörð,
leikið fyrir Guði vorum á gígju.
Hann hylur himininn skýjum,
sér jörðinni fyrir regni,
lætur gras spretta á fjöllunum,
gefur skepnunum fóður þeirra,
hrafnsungunum þegar þeir krunka.
Hann hefur ekki mætur á styrk hestsins,
hrífst ekki af fráum fótum mannsins.
Drottinn hefur þóknun á þeim sem óttast hann,
þeim sem setja von sína á miskunn hans.
Lofa Drottin, Jerúsalem,
tigna þú Guð þinn, Síon,
því að hann hefur gert sterka slagbrandana fyrir hliðum þínum,
blessað börn þín sem í þér eru.
Hann stillir til friðar við landamæri þín,
seður þig á úrvalshveiti.
Hann sendir boðskap sinn um jörðina,
skjótt berst orð hans.
Hann gefur snjó eins og ull,
stráir hrími sem ösku.
Hann stráir hagli sínu eins og brauðmylsnu,
hver fær staðist frost hans?
Hann sendir út orð sitt og lætur ísinn þiðna,
lætur vind sinn blása og vötnin renna.
Hann boðar Jakobi orð sitt,
Ísrael lög sín og ákvæði.
Slíkt hefur hann ekki gert fyrir neina aðra þjóð,
þær þekkja ekki lög hans.
Hallelúja.
Ég var að lesa þetta í dag og þá hjó ég eftir sérstaklega þessum orðum: Hann hefur ekki mætur á styrk hestsins, hrífst ekki af fráum fótum mannsins.
Drottinn hefur þóknun á þeim sem óttast hann,þeim sem setja von sína á miskunn hans.
Hvursu oft vitna ég ekki um hið gagnstæða?? Held að þetta snúist um verk og annað en að óttast Guð og vona á miskun Hans.
Guð gefi mér náð til að vera akkúrat svona.
Fanney
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. mars 2010
Kanínukaup..
Heil og sæl öll sömul.
Það er orðið rosalega langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér... Við erum nýkomin heim aftur eftir 4 vikna dvöl í Nairobi, vegna skólans hans Salómons og ráðstefnu NLM (Norska lúterskakristniboðssins) Og ég segi það satt að það var rosalega gott að koma heim aftur.. Borte bra, menhjemme best!
Í dag gengum við, Salómon, Davíð og Valary (húshjálpin) niður til Makutano sem er um klst. gangur. Tilefnið var að kaupa kanínu fyrir Davíð þar sem hans dó á meðan við vorum í Nairobi. Þetta var fínn túr, en samt skrítið. Við gengum inn á milli húsa og bakleið, þar sem ekki margir hvítir sjást. Alls staðar heyrðum við í krökkum sem kölluðu "wazungo" sem þíðir hvítir. Og einn snáðinn sem við heilsuðum skoðaði hendur sínar vel og lengi eftir að við handheilsuðum, til að athuga hvort hendurnar væru eins á eftir.
Á leiðinni stoppuðum við hjá mági Valary. Hún ætlaði að fá sér að drekka. Okkur var náttúrulega boðið inn og þar fengum við baunir og maiis. Mjög gott. Svo héldum við áfram og fundum kanínusölukonuna. Hún var með nokkrar kanínur og svo nokkra pínuponsu litla sem voru ennþá með lokið augu. Æðislega sætir. Davíð valdi sér eftir mikið om og men eina kanínustelpu (ekki ánægður með kynið...) en eftir að Salómon útskýrði að hann mundi fá marga unga og þar yrðu eflaust líka strákar, gekkst hann með á að taka hana...
Svo röltum við niður í bæ til að kaupa kál fyrir þær og á leiðinni stoppuðum við í búð og fengum okkur ís. Mjög gaman. Þegar við ætluðum að fara heim var svo komin úrhellisrigning og við biðum undir þakskeggi í smá tíma þangað til okkur var boðið inn í sjoppu til að bíða... eftir langan tíma stytti smá upp og við hlupum fyrir hornið til að taka matato (leigubíl) heim. Við komumst inn í einn og eftir að það var búið að troða 9 manns inn í 5 manna bílinn fór hann af stað. Þá hringdi Fjölli sem hafði ekki svarað símanum þegar ég reyndi að ná í hann til að ná í okkur. Hann var á Bendera, sem er staður fyrir ofan okkar lóð, og við fórum úr leigubílnum hjá klæðskeranum "mínum" ég þurfti að ná í blússu og pils sem hann var að sauma á mig. Fjölli kom og tók okkur uppí og á leiðinni heim keypti ég kjöt hjá slátraranum og egg hjá konu sem selur egg og franskar kartöflur...
Þegar við komum heim voru Markús og Kristín Inga að elda. Það hafði verið rafmagnslaust í 5-6 tíma og þau höfðu neyðst til að finna upp á einhverju öðru en tölvu- og eða sjónvarpsglápi. Og úr varð að þau sömdu lag og texta um rafmagnsleysið. Mjög flott hjá þeim!!!
Annars er það að frétta að Davíð er allur að koma til eftir skarlasóttina. Hann er hitalaus og útbrotin eru að hverfa. Guði sé lof! Við hin erum aðeins "horuð" en líka að skána!
Daníel er í Balestrand og líkar vel. Hann er búinn að ákveða að halda áfram þar næsta ár og við erum mjög sæl með það hvað honum líður vel. Hann langar að koma í heimsókn til okkar um páskana og við erum að vinna í að finna miða. Vonandi tekst það því söknuðurinn er mikill á báða vegu
Ég finn að ég þarf að hafa fyrir því að nálægja mig Guð svo hjarta mitt harðni ekki. Ég bið Guð um að blessa okkur öll og mæta okkur þar sem við erum stödd í okkar baráttu. Baráttu á milli góðs og ills. Baráttu á milli þess að gera það sem er rétt eða fara eftir tilfinningunni þá og þegar... já þetta er ekki auðvelt en með Guði er það hægt. "allt megna ég með hjálp Hans sem mig styrkan gjörir" stendur í Orði Guðs og ég trúi því!
Jæja gott fólk. Reyni að skrifa hér aðeins meira reglulega! Endilega sendið mér línu þegar þið eruð búin með allan lesturinn. Það er svo gaman að fá smá viðbrögð :-)
Knús frá Fanney og fjölskyldu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Erlent
- Ríkisstjórn Ísraels samþykkir vopnahlé
- Breytingar bera árangur: París verður hjólaborg
- Byggja geymslu fyrir kjarnorkueldsneyti
- Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið
- Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna
- Sonja í fullu fjöri með gangráðinn
- Hæstiréttur staðfestir TikTok-bann
- Öryggisráð Ísraels samþykkir vopnahlé
- Fasísk öfl bak við innbrot í sendiráð
- Kennari stunginn í Svíþjóð
Fólk
- Þessi lög taka þátt í Söngvakeppninni
- Justin Bieber skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
- Hávær orðrómur um framhjáhald og skilnað
- Þurfti ekki að nota kælihettu
- David Lynch vottuð virðing í erlendum fjölmiðlum
- Fylgjendur Katie Price með áhyggjur
- Adam Sandler kíkti til okkar með fjölskyldunni sinni
- Kona lagði út 121 milljón króna fyrir svindlara sem sagðist vera Brad Pitt
- Cardi B sakar Offset og móður hans um stuld
- Gekk rauða dregilinn eftir langt hlé