Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Brot úr Harmljóðunum - Miskunn Guðs varir

Miskunn Guðs varir
21En þetta vil ég hugfesta
og þess vegna vona ég:
22Náð Drottins er ekki þrotin,
miskunn hans ekki á enda,
23hún er ný á hverjum morgni,
mikil er trúfesti þín.
24Drottinn er hlutdeild mín, segir sál mín,
þess vegna vona ég á hann.
25Góður er Drottinn þeim er á hann vona
og þeim manni er til hans leitar.
26Gott er að bíða hljóður
eftir hjálp Drottins.
27Gott er fyrir manninn 
að bera ok í æsku.
28Hann sitji einn og hljóður
þegar Drottinn hefur lagt það á hann.
29Hann liggi með munninn við jörðu,
vera má að enn sé von,
30hann bjóði þeim vangann sem slær hann,
láti metta sig smán.
31Því að ekki útskúfar Drottinn
um alla eilífð.
32Þótt hann valdi harmi miskunnar hann
af mikilli náð sinni.
33Því að viljandi hrjáir hann ekki
né hrellir mannanna börn.

 

Undanfarna daga hef ég verið eitthvað beygð. Andi minn hefur verið hljóður. Ég hef dregið mig mikið tilbaka og lesið. Eitthvað í Biblíunni og eitthvað í Bokhandleren fra Kabul. Ég hef reynt að biðja, og loksins fann ég á laugardaginn að Guð gaf mér bæn. Bæn úr Sálmi 103:

1Davíðssálmur.
2Lofa þú Drottin, sála mín, 
og allt sem í mér er, hans heilaga nafn;
lofa þú Drottin, sála mín, 
og gleym eigi neinum velgjörðum hans. 
3Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, 
læknar öll þín mein, 
4leysir líf þitt frá gröfinni, 
krýnir þig náð og miskunn. 
5Hann mettar þig gæðum, 
þú yngist upp sem örninn. 
6Drottinn fremur réttlæti 
og veitir rétt öllum kúguðum. 
7Hann gerði Móse vegu sína kunna
og Ísraelsbörnum stórvirki sín. 
8Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, 
þolinmóður og mjög gæskuríkur. 
9Hann þreytir eigi deilur um aldur 
og er eigi eilíflega reiður. 
10Hann hefur eigi breytt við oss eftir syndum vorum 
og eigi goldið oss eftir misgjörðum vorum
11heldur svo hár sem himinninn er yfir jörðinni,
svo voldug er miskunn hans við þá er óttast hann. 
12Svo langt sem austrið er frá vestrinu, 
svo langt hefur hann fjarlægt afbrot vor frá oss. 
13Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, 
eins hefur Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann. 
14Því að hann þekkir eðli vort, 
minnist þess að vér erum mold. 
15Dagar mannsins eru sem grasið, 
hann blómgast sem blómið á mörkinni, 
16þegar vindur blæs á hann er hann horfinn
og staður hans þekkir hann ekki framar. 
17En miskunn Drottins við þá er óttast hann 
varir frá eilífð til eilífðar 
og réttlæti hans nær til barnabarnanna, 
18þeirra er varðveita sáttmála hans 

og muna að breyta eftir boðum hans.  

Ég bað þessa bæn nokrum sinnum, krafist þess að sál mín lofaði Guð, bað Guð um að hjálpa mér að gera þessa bæn að minni.  Og mér leið betur, ekki endilega vegna þess að eitthvað breyttist, heldur vegna þess að ég veit að Guð bregst ekki. Hann heyrir okkar bænir!

Svo hélt ég áfram að lesa í Bokhandleren fra Kabul, leggja mig, elda, taka til, versla í matinn, skamma strákana, geðvonskast yfir hinu og þessu... En ég hélt áfram að biðja og vona á Guð!

Svo í morgun var ég að lesa í Biblíunni og rakst á þessi vers úr Harmljóðunum. Þetta er í 1. skipti, sem ég man, sem ég les þau af einhverju viti..  og allt ei einu gerðist eitthvað æi andanum mínum. Ég fann hvernig Guð hafði heyrt mína bæn. Hvernig hann gat tengt þetta saman svo ég gæti nærst.

Ég varð svo glöð!

Svo settist í í kibandaið mitt og gaf strákunum morgunkaffi. Þeir voru eins og venjulega, höfðu um mikið að tala og allt á fullu.

Svo kom nágranna konan í heimsókn. Ég reyndi að flýta strákunum, svo við gætum talað eitthvað saman. Salómon fór að gera sér smá akur fyrir grænmeti og Davíð fór að leika sér í Playmo.

Svo kom að því mikilvægasta. Hún ætlaði að fara en ég bað hana að vera aðeins lengur að tala. Hún gerði það en eftir smá stund varð hún svo sifjuð að hún vildi fara. Ég bað hana um að bíða smá, vildi lesa fyrir hana þessi vers úr Harmljóðunum. Gerði það og sá hvernig hún iðaði í stólnum. Svo þegar ég var búin að lesa þau upphátt bað hún mig um að skýra aðeins hvað mér fannst Guð vera að segja með þessu. Ég gerði það og þegar ég var búin sagði hún eitthvað á þessa leið:

Takk fyrir að gefa mér þetta. Á meðan þú last þessi vers, hugsaði ég, hver sagði Fanneyju frá áhyggjum mínum. Hvernig veit hún hvað gerðist? Svo sagði hún mér frá atvikum sem hún var að burðast með. Bróðursonur hennar var að deyja. Hann átti konu og 2 börn. Annar frændi mannsins hennar, lenti í bílslysi, en slapp lítið meiddur. Henni fannst þessi vers tala mikið til sín. Kenna henni að þegar eitthvað bjátar á, ok, eins og stendur í versi 27. Þá á hún að vera ein, hljóð og biðja. Eins talaði hún um annað sem ég skrifa ekkert um hér.

Það er sannarlega gott að sjá hvernig Guð er. Hann er STÓR, meðal annars! 

Þetta kennir mér líka margt! Sérstaklega að þegar andinn er beygður eða ég er geðvond. Þá þarfnast ég bænar. Samtals við skapara minn sem þekkir mig betur en ég sjálf.

Guð blessi ykkur kæru vinir. Og takk fyrir að lesa þessa hugleiðingu mína. Ég vona sannarlega að þessi vers tali til anda ykkar líka.

 

Fanney 


1. morgunmaturinn í kibandanu...

Þá er 1. morgunverðuinn að baki í nýu kibandanu. Á boðstólnum var: heimagert jógúrt, coco puffs, cherioos ananas og kaffi. Nammi namm! Kettirnir hentust um og klifruðu á nýja ofninum og á stráþakinu. Mjög kósý stund.Núna er að drífa sig í Kitale og versla pínu. Hafið það sem allra best InLove

Kósýfantútte

 


Bíó - Boðun og Börn

Við fórum í boðunarferð um síðustu helgi og hér er fréttabréfið úr þeirri ferð. Ég veit að þetta er langt, en kommon, það eru flestir í sumarfríi og hafa góðann tíma til að lesa þetta....

 Knús til ykkar allra.

 

Fanney 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýr skóli

Til hamingju íbúar! Vona að þetta verði íbúum Fljótsdalshéraðs til blessunar. Kær kveðja frá okkur hér í Kenýu..
mbl.is Nýr skóli á Egilsstöðum tekinn í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Cholera claims seven lives in Kapenguria

Written By:KBC Reporter , Posted: Sun, May 02, 2010

Seven people are believed to have died in the past few days in Kapenguria in West Pokot following a cholera outbreak that has so far claimed over 30 lives.

Kapenguria Member of Parliament Philip Murgor is now appealing to the government and other organizations to assist in curbing the spread of the disease.

At least 150 cholera patients are undergoing treatment across several health centres in west Pokot district.

However two of the patients are said to have succumbed while receiving treatment while five others died in separate villages in Kapenguria.

With the current rains continuing to pound the area and creating a conducive environment for the spread of the disease, most health facilities are overstretched beyond capacity forcing health institution to offer treatment under trees in a desperate bid to save lives.

Murgor who footed medical bills for over 40 patients at Chepareria sub-district hospital and Chepkobegh health centre thanked World Vision which has donated drugs worth over 900 000 shillings to health facilities in the area.

The MP also paid the salary of 20 nurses and asked the government to deploy more health personnel in the region to mitigate the acute shortage of medical practitioners in the area.

He appealed to residents to observe hygienic standards including boiling drinking water and use of latrines to avoid spread of water borne diseases.


Opnun á heimili fyrir munaðarlausa í Chepareria

Í dag var okkur boðið að koma á opnun á heimili fyrir munaðarlausa í Chepareria. Við brunuðum af stað kl 9:30 þar sem þetta átti að byrja kl 10:00. Þegar við komum þangað, rétt fyrir 10, var verið að byrja að setja upp tjald sem átti að skýla gestunum fyrir sólinni, ég hugsaði með mér... hvað átti þetta ekki að byrja núna??? En okkur var tjáð að gestirnir sem voru, erkibiskupinn og 2 bandaríkjamenn voru fastir í Nairobi vegna seinkunar á flugi, en var boðið chai, voða gott, og svo fórum við yfir til Chepareria mix school, sem er hinum megin við götuna. Þar voru skólastjórinn í Chepareria Girls og Mix að spjalla saman og við settumst þar að spjalla aðeins. Við gengum að vita hvað væru aðal áskoranirnar hjá þeim. Mjög áhugavert.

Við biðum og biðum og biðum þar til við fórum að skoða skólann. Mjög gaman að sjá, en líka erfitt. Aðstæðan er ekkert rosalega góð. 4 börn sem sitja saman á einum bekk/skrifborði þar sem eitt til 2 börn væri eðlilegt... og svo eru í hverjum bekk á milli 30 - 65 börn. Svo var okkur gefið að borða, mjög góður matur í alveg splúnkunýum matsal skólans.

Jæja, við héldum áfram að bíða og eftir 5 klukkustunda bið þá var byrjað á að gefa gestunum (heiðursgestunum) mat. og svo byrjaði athöfnin... og þar sem  það var orðið svona seint og gestirnir þurftu að fara aftur til að ná flugi tilbaka, var stjórnandinn svo stressaður að hann rak á eftir kórunum og þeim sem töluðu.. Í byrjun 1. söngsins kallaði hann á stelpurnar að flýta sér!! haha mjög gaman fyrir þær eflaust.

Athöfnin var góð og sérstaklega gaman að heyra í Erkibiskupnum sem talaði sko ekki í kringum grautinn. Hann kallaði hlutina réttum nöfnum og sagði meðal annars að það væri skrítið að þar sem 75% av kenýumönnum væru kristnir væri samt Kenýa efst á toppi allra landa hvað varðar spillingu. Hann sagðist viss um að það væru ekki bara þessi 25% sem væru þess valdandi.. og eins sagði hann að það væru 3 hópar fólks. 

 

  1. Þeir sem vilja fá allt frá öðrum helst án þess að hafa fyrir því..
  2. Þeir sem segja "mitt er mitt og þið er þitt" og hugsa bara um sjálfan sig
  3. Þeir sem eru viljugir til að deila sýnu og hjálpa öðrum að eignast það sem þeir þurfa/vilja
Því miður, sagði hann, eru allt of margir, næstum allir, í 1. hópnum. Við þurftum að keppast að því að vera í hóp nr. 3.
 
Þetta á við hér í Kenýu jafnt sem í öðrum löndum tel ég.
 
Guð blessi ykkur kæru vinir!
 
Hér eru nokkrar myndir frá ferðinni...
 

 

DjáknarKonurnar sem komu með okkur..

 

 

Heiðursgestirnir að snæðaOpnun á munaðarleysingja hemilinu

 

Emma með Fína frúin...

Breytingar..

Jæja vinir góðir..

Nú verðum víst að horfast í augu við raunveruleikann... Kristín Inga fer bráðum heim til Íslands.. (Það er að segja ef gosið hættir...) Hún hefur verið með okkur í bráðum 9 mánuði og á eftir u.þ.b einn mánuð. Það er erfitt að hugsa sér hvernig þetta hefði verið ef hún hefði ekki komið með. Hún hefur sannarlega reynst okkur vel. Þolinmæðin og gæskan í okkar garð hefur verið mikil. Guð hefur gefið henni mikla hæfileika sem hún hefur nýtt hér. Og þá er spurningin hvað við eigum að gera þegar hún fer?

Ég hef verið að hugsa það í nokkrar vikur og jafnvel mánuði, sérstaklega varðandi Davíð Pálma. Og í dag kom ein af húshjálpunum til mín og spurði hvað við ætluðum að gera með Davíð þegar að Kristín Inga færi. Ég svaraði henni að ég hefði beðið Guð um að senda okkar góða barnapíu..

og þegar það er sagt þá verð ég að segja ykkur að ég hafði hugsað og sagt við Fjölni hvort við ættum ekki bara að fá Súsan (konuna sem spurði) til að taka yfir sem húshjálp og fá Valary, sem er húshjálpin, að gæta Davíðs. Hún er ung og hress og Davíð líkar við hana. Hún á líka heima hér rétt hjá og á eina stelpu sem er 3 ára. Hún getur þá hjálpað Davíð að komast inn í menninguna og tungumálið hérna....Til að gera langa sögu stutta, þá var þetta akkúrat það sem Súsan mælti með.

Svo í dag byrjaði Valary sem barnfóstra og við reynum að slíta á böndin sem eru á milli Kristínar og Davíðs aðeins áður en hún fer frá okkur... sagt með sorg og söknuði í hjarta...

Guð blessi ykkur kæru vinir! 

 


Fréttabréf frá Fjölni

Kapenguria

Við erum nú flutt til Kapenguria og búin að koma okkur vel fyrir. Fanney sér um kennslu hjá strákunum en ég hef haft umsjón með matvæladreifingunni. Fanney hefur einnig staðið sig vel í að taka á móti gestum sem koma hér á lóðina. Nú um helgina voru gestir frá Tansaníu. Þeir voru á ráðstefnu um þróun biblíuskóla sem Norska kristniboðið styður, hér í austur Afríku. Við vorum 9 á þessari ráðstefnu og var hún mjög góð. Þáttakendur voru frá KBC og 2 biblíuskólum í Tansaníu. Í gær 12.4.2010 lögðu 6 af þeim heim á leið í einum bíl. Þeir lentu í árekstri nálæg tlandamærum Tansaníu. Traktor keyrði inn í hliðina á þeim og bíllinn valt 3 hringi. Einhverjir fengu skurði á höfuðið og einn er líklega brotinn. Þetta hefði getað verið miklu verra og þökkum við Guði fyrir að svo var ekki.

Matvæladreifing

Síðustu matvælunum vardreift í mars. Verkefninu er því að ljúka í þessum mánuði. Það sem við erum að gera í apríl er að dreifa sáðkorni til skjólstæðinganna okkar. Hver skjólstæðingur fær 8 kg. af sáðkorni, það er allt sem við getum gert, því peningarnir eru búnir. Stóra regntímabilið á að vera byrjað. Það hafa komið rigningar en nú hefur verið rúm vika án mikils regns. Vonandi kemur nóg regn til að fólk fái uppskeru. Síðasta ár var mjög erfitt og ég veit ekki hvað gerist ef þetta ár bregst líka. Biðjum því með þeim um að regnið komi í hæfulegu magni og vari nógu lengi fyrir góða uppskeru. Ef það rignir of mikið í einu geta komið flóð sem eyðileggja akra og jafnvel mannslíf. Það hefur verið að gerast á öðrum stöðum í Kenýa.

Nettenging

Ásamt matvæladreifingunni hef ég verið á fundum í Biblíuskólanum og biskupsumdæminu. Það hjálpar mér til að komast inn í starfið og skilja betur hvernig kirkjanstarfar og virkar. Ég hef einnig unnið með framkvæmdastjóra Biblíuskólans að því að nettengja skrifstofunnar og húsin á lóðinni.

Kristniboð

Sá sem sér um kristniboðunarstarfið fyrir hönd kirkjunnar er búinn að skipuleggjaferðir fyrir okkur út í héruðin. Áætlunin nær yfir þetta ár og er gert ráð fyrir að við séum 3 daga á hverjum stað. Við munum fara einu sinni í mánuði til staða sem eru hluti af kristniboðsstarfi kirkjunnar. Í þessum ferðum munum við sjá um kennslu á námskeiði sem heitir TEE, markmiðið er að styðja og byggja upp þá sem eru að starfa sem leiðtogar innan kirkjunnar. Þetta verður fyrsta stóra áskorunin fyrir okkur í tungumálinu þar sem við munum kenna á swahili.

Gripaþjófar

Fyrirum það bil 2 vikum hitti ég Sammy, hann sér um kirkjurnar og kristniboðsstarfiðí Turkana. Turkanahéraðið liggur að Pokothéraðinu. Þegar ég spurði hann út í ástandið í Turkana sagði hann að fyrir 3 dögum hefðu Pokotmenn komið og stolið mörgum gripum. Ég spurði hvort þeir hefðu drepið einhvern. Hann svaraði því játandi sagði að þeir hefðu drepið 5, þar af voru fjórir unglingar og einn fullorðinn. Ungu strákarnir eru oft hirðar og lenda því oft illa út úr þessum árásum. Ég spurði hvort hann hefði þekkt þá sem létust og hvort hann hefði misst einhverja gripi. Hann sagði að þeir sem létust hefðu verið ættingjar og nágrannar. Hann sagði að þeir hefðu tekið 50 geitur sem hann átti. Það voru víst öll dýrin hans, hann á því enga gripi eftir.

Spilling

Það sem ég hef verið að hugsa um á þessum tímum er að á sama tíma og ákveðin héruð í Kenýa líða hungur les ég í fréttum um spillingu. Það eru stórar upphæðir sem hverfa úr menntakerfinu, landbúnaðarráðuneytinu og fleiri stöðum. Þessar upphæðir eru háar og gætu hjálpað mörgum af þeim verst stöddu.

Ég las síðan í 1. kafla Jesaja og fannst það gefa góða skýringu á ástandinu. Það hefur lítið breyst á 2700 árum!

 

16Þvoið yður!Hreinsið yður!
Fjarlægið illvirki yðar frá augum mínum.
Hættið að gera illt,
17lærið að gera gott,
leitið réttarins,
hjálpið hinum kúgaða.
Rekið réttar munaðarleysingjans.
Verjið mál ekkjunnar.
18Komið, vér skulum eigast lög við,
segir Drottinn.
Þó að syndir yðar séu sem skarlat
skulu þær verða hvítar sem mjöll.
Þó að þær séu rauðar sem purpuri
skulu þær verða sem ull.

 
19Ef þér eruð auðsveipir og hlýðnir
skuluð þér njóta landsins gæða
20en séuð þér óhlýðnir og þrjóskir
verðið þér sverði bitnir.
Munnur Drottins hefur talað það.

Dómur yfir Jerúsalem

21Hin trúfastaborg er orðin skækja,
hún sem var full af réttvísi.
Fyrrum bjó réttlæti í henni
en nú morðingjar.
22Silfur þitt er orðið að sora,
vín þitt blandað vatni.
23Leiðtogar þínir eru uppreisnarmenn
og lagsmenn þjófa.
Allir eru þeir mútuþægir
og sækjast eftir gjöfum.
Þeir reka ekki réttar munaðarlausra
og málefni ekkjunnar koma ekki fyrir þá.

Jesaja 1:16-23

 

Enorð Guðs lýkur ekki hér. Við eigum von um að þetta muni breytast. Í Opinberunarbókinnistendur.

 

Þá mun hvorki hungra né þyrsta framar og eigimun heldur sól brenna þá né nokkur breyskja vinna þeim mein.

Opinb. 7:16 

Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu ersagði: „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeirmunu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. 4Oghann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera,hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið."

Opinb. 21:3-4 

 

 

Kapenguria,12. apríl 2010

Jón Fjölnir Albertsson


Bænasvar..

Hér á lóðinni, jafnt sem á öllum NLM kristniboðsstöðvum (Norska lúterska kristniboðssambandið) er bænastund á fimmtudögum. Þá er beðið fyrir einni einingu (fjölskyldu eða einstakling sem er úti á vegum NLM/SÍK) Einnig eru öðrum bænarefnum lyft upp til Guðs.

Við hér í Kapenguria höfum verið að biðja fyrir einni konu sem er frá Mount Elgon svæðinu. Hún fékk einhvern sjúkdóm í kjölfar fæðingar og lamaðist að hluta til. + margt meira sem ég kann ekki skil á almennilega. Hún var hætt að biðja sjálf vegna þess að hún sá enga von. Hélt sjálf að hún mundi deyja. Hún hafði misst móðurmjólkina í öllum þessum veikindum. Síðastliðinn fimmtudag fengum við þær fregnir að henni hefði batnað algjörlega og meira að segja fengið mjólkina aftur í brjóstin eftir að hafa misst hana og verið þurr í 2-3 mánuði.

Við þökkum Guði fyrir þessa lækningu og hún er þess alviss um að hafa læknast fyrir bæn annarra.

Guð er lifandi og kærleiksríkur Guð sem er annt um hvert og eitt af okkur. Við skulum muna það þegar lyndið er ekki sem best.

Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.  Filippíbréfið 4:6


Góð áminning... Sálmur 147


Hallelúja.
Gott er að syngja Guði vorum lof.
Það er yndislegt, honum hæfir lofsöngur.
Drottinn endurreisir Jerúsalem,
safnar saman hinum tvístruðu Ísraels.
Hann græðir þá sem hafa sundurkramið hjarta
og bindur um benjar þeirra.
Hann ákveður tölu stjarnanna,
nefnir þær allar með nafni.
Mikill er Drottinn vor og voldugur í mætti sínum,
speki hans ómælanleg.
Drottinn styður hjálparlausa
en óguðlega fellir hann til jarðar.
Syngið Drottni þakkargjörð,
leikið fyrir Guði vorum á gígju.
Hann hylur himininn skýjum,
sér jörðinni fyrir regni,
lætur gras spretta á fjöllunum,
gefur skepnunum fóður þeirra,
hrafnsungunum þegar þeir krunka.
Hann hefur ekki mætur á styrk hestsins,
hrífst ekki af fráum fótum mannsins.
Drottinn hefur þóknun á þeim sem óttast hann,
þeim sem setja von sína á miskunn hans.
Lofa Drottin, Jerúsalem,
tigna þú Guð þinn, Síon,
því að hann hefur gert sterka slagbrandana fyrir hliðum þínum,
blessað börn þín sem í þér eru.
Hann stillir til friðar við landamæri þín,
seður þig á úrvalshveiti.
Hann sendir boðskap sinn um jörðina,
skjótt berst orð hans.
Hann gefur snjó eins og ull,
stráir hrími sem ösku.
Hann stráir hagli sínu eins og brauðmylsnu,
hver fær staðist frost hans?
Hann sendir út orð sitt og lætur ísinn þiðna,
lætur vind sinn blása og vötnin renna.
Hann boðar Jakobi orð sitt,
Ísrael lög sín og ákvæði.
Slíkt hefur hann ekki gert fyrir neina aðra þjóð,
þær þekkja ekki lög hans.
Hallelúja.

Ég var að lesa þetta í dag og þá hjó ég eftir sérstaklega þessum orðum: Hann hefur ekki mætur á styrk hestsins, hrífst ekki af fráum fótum mannsins.
Drottinn hefur þóknun á þeim sem óttast hann,þeim sem setja von sína á miskunn hans.

Hvursu oft vitna ég ekki um hið gagnstæða?? Held að þetta snúist um verk og annað en að óttast Guð og vona á miskun Hans.

Guð gefi mér náð til að vera akkúrat svona.

Fanney


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband