Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 21. febrúar 2011
Nairobi
Þá er kristniboðsráðsstefnan fyrir austur afríku hafin. Stíf dagskrá alla vikuna. Bæði fyrir litla og stóra.
Þema ráðsstefnunnar er "At His feet" Við Fjölli eigum svo að vera með einskonar hópastarf á fimmtudag og þá ætlum við að tala um samskipti og að leysa úr ágreiningi.
Kær kveðja
Fanney
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 2. febrúar 2011
Takk Guð!
Óskar bróðir er búinn í aðgerðinni og allt gekk vel :-) Það tókst að gera við báðar hjartalokurnar. Takk kæru vinir fyrir að hafa haft hann í ykkar bænum!
Kærar kveðjur frá Kapenguria
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 2. febrúar 2011
Loksins - Gestir frá Austurlandi :-)
Á sunnudaginn síðasta fengum við Hjalta Þorkels og Söndru, kærustu hans, í heimsókn, ásamt vini þeirra og bílstjóra James.
Þau komu eftir "stutta" Guðsþjónustu í heimabæ James. Hann er frá svæði sem heitir Bondo, sem er við Lake Viktoria. Ætlunin var að koma hingað og fara með okkur til Guðsþjónustu, en þar sem leiðin var löng og þau hefðu þá þurft að leggja af stað fyrir kl 6 um morguninn, ákváðu þau að koma frekar eftir messu þar. Hún tók sinn tíma og svo kveðjur og fleira. Þau komu til okkar um tíu leitið um kvöldið
Það var æðislegt að fá þau í heimsókn. Gaman að fá fréttir af Héraðsstubbum og Seyðfirðingum.
Fjölnir fór með Þau í dagsferð á slóðir "gömlu" kristniboðanna frá Íslandi, Skúla og Kjellrun, Kjartan og Valdís, Ragnar og Hrönn, Leifur, Salóme og þá vona ég sannarlega að ég hafi ekki gleymt neinum
Þau keyrðu til Kongolai og svo áfram til Chepareria. Fjölnir hafði ekki keyrt þessa leið til Chepareria áður, en leiðin er mjög falleg. Þau sáu gullgrafara, konur í vatnsleiðangri og svo gangandi fólk til og frá.. Fyrst stoppuðu þau á kristniboðsstöðinni í Kongolai. Þar eru ekki kristniboðar í dag, en kirkjan hefur tekið við starfinu eins og annarsstaðar hér í Pokot.
Í Chepareria lá leiðin til Propoi, þar er Secondary school, stelpu heimavist sem íslendingar hafa byggt og starfað á stöðinni.
Um kvöldið buðum við þeim, Engida og tveim normönnum í pizzuveislu og sögurnar voru margar og stutt í hlátur og gaman.
Við erum þeim afar þakklát fyrir að hafa tekið krók á leið þeirra til að heimsækja okkur. Nú eru þau í Uganda og eru svo á leið um Lake Viktoria. Þau segja eflaust frá sinni ferð
Kærar kveðjur frá Kapenguria
Bloggar | Breytt 15.2.2011 kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 31. janúar 2011
Heimsókn frá Eþíópíu
Við erum svo lánsöm að fá "ávöxt kristniboðsins" í Eþíópíu í heimsókn til okkar. Hann heitir Engida Kussia.
Við kynntumst honum fyrst á Íslandi, þegar hann kom í heimsókn, árið 2003. Við höfum haldið sambandi með tölvupóstum. Það var þess vegna verulega ánægjusamt að fá fyrirspurn frá honum og SÍK hvort við gætum tekið á móti honum hingað heim.
Við sóttum hann til Kitale á laugardag og áttum góða kvöldstund saman. Morguninn eftir borðuðum við morgunmat saman og héldum svo til kirkju. Fyrst ætluðum við með hann til Propoi, þar sem íslensku kristniboðarnir voru mikið þar. En þar sem það var assembly,(margar krikjur koma saman)og í þetta skiptið var það langt í burtu, ákváðum við að fara til Kongolai. Þar hafa líka íslendingar verið mikið.
Við vorum frekar sein fyrir, þar sem geymir bílsins var tómur. Við reyndum að fá nýjan í Makutano, en það reyndist erfitt, með svona stuttum fyrirvara. Þá ákvað Fjölnir að fara og skija bara bílinn eftir í gangi...
Kirkjan í Kongolai, sem við heimsóttum, er afskaplega falleg útikirkja. Við höfum farið þangað einu sinni áður og þarna var tekið á móti okkur vel.
Engida heilsaði og deildi orði Guðs: Kólossubréf 4:17 og 1. Þess. 5:23-26
Eftir kirkjuna fengum við chai og svo var haldið heim á leið aftur. Hitinn var mikill og
meira að segja Engida fannst heitt!
Þegar við komum heim, fóru allir að
hvíla sig og svo var honum boðið í mat hjá skólastjóranum, Andrew og konu hans, Emmu. Þar var hann fram eftir kvöldi.
Í morgun var honum svo sýnd lóðin og við tekur svo dagskrá til að hann geti kynnst starfinu hérna.
Ég skrifa meira þegar hann er búinn að vera hér lengur. Til stendur að hann fari héðan þann 4. og til Eþíópíu þann 5. Endilega biðjið fyrir honum og heimsókninni, ásamt fjölskyldu hans, sem er búin að vera langt frá honum lengi.
Kærar kveðjur frá Pokot.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. janúar 2011
Nýtt ár - Ný náð
Sæl og blessuð öll sömul og Gleðilegt nýtt ár. Takk fyrir það gamla :-)
Nú er langt síðan ég hef bloggað hér. Ég hef skrifað smá á FB, en einhvern vegin finnst mér ég alltaf þurfa hafa eitthvað merkilegt að segja til að setja eitthvað inn hér. Ég veit að það er ekki svo, hugsanlega nota ég það bara sem afsökun til að skrifa sjaldnar. Allavega...
Nú sit ég hér í Kapenguria, það er yndislegur morgun, allt svo kyrrt, en samt svo mikið af hljóðum. Fólk sem talar saman, kallar, hlær, börn sem gráta, hanar sem gala, fuglarnir syngja, hænurnar gogga, endurnar hlaupa og gefa frá sér þeirra hljóð, ekki bra bra, eitthvað annað.. Skrjáfið í trjánum,golan, ugla. Sólin skín, allavega inn á milli.
Ég sit bak við húsið okkar, á uppáhalds staðnum mínum og nýt þess að vera vakandi. Nýt þess að vera til, strákarnir eru vaknaðir og horfa á Timon og Pumba, Fjölli kúrir aðeins lengur. Já við höfum frí í dag og vonum að við getum slakað á. Desember var erilsamur. Við fórum til Nairobi í lok nóvember til að hitta Markús og svo átti Salómon að vera í sameiginlegum skólatíma fyrir öll börnin í NCS (Norwegian Community School) Það var yndislegt að hitta Krúsa aftur. Hann var orðinn svo hár og myndalegur.
6 vikur er langur tími frá litla stóra stráknum mínum. Við Markús áttum góðan tíma á gestaheimilinu. Við bökuðum jólasmákökur, sem hann og litlu tveir sáu um að borða jafnóðum :-) og svo bara dúlluðum við okkur. Fjölnir fór aftur til Pokot til að vera við unglingamót, hjónanámskeið og skírn meðal annars. Hann átti mjög góða daga með Loyara. Svo aðfaranótt 19. desember kom Daníel frá Noregi og við vorum öll saman á ný :-))) Skrítið hvað það skiptir miklu máli að vera ÖLL saman. Fjölskyldan er mikilvæg og gott að vera saman. Davíð Pálmi sérstaklega naut þess að vera með stóru bræðrum sínum, hann saknar þeirra mikið. Salómon líka, naut þess að geta spilað við Daníel, sagt brandara og bara verið með. Þeir eru svo ólíkir þessir strákar okkar :-)
Nú í janúar verður líka mikið að gera hér í Kapenguria. Seinnihluti predikara námskeiðs byrjar þann 10. Hópar frá Noregi koma og verða hér til og frá í 1-2 vikur. Við förum hugsanlega til Uganda. Þar er söfnuður kirkjunnar sem hefur staðið mikið til á eigin fótum í nokkur ár. Þeir vilja endilega fá okkur í heimsókn og það væri gaman að geta gert það. Eins stendur til aðheimsækja söfnuðinn í Turkana. Þar voru nokkrir drepnir og fullt af gripum stolið í desember. Einn af þeim sem dó var hirðir í kirkjunni, hann lætur efir sig konu og börn ásamt söfnuð sem nú er án hirðis. Það voru ekki margir sem leiddu söfnuði í Turkana, 3 held ég.
Jæja elskulegir lesendur. Ég skil ykkur eftir með orð sem ég hef verið að jórtra á undanfarið. Þau eru úr Kólossubréfinu 1. kafla 9b-14 vers.
Ég bið þess að Guð láti anda sinn auðga ykkur að þekkingu á vilja sínum með allri speki og skilningi svo að þið breytið eins og Guði líkar og þóknist honum á allan hátt, að þið berið ávöxt með hvers kyns góðum verkum og vaxið að þekkingu á Guði. Hann styrki ykkur á allar lundir með dýrðarmætti sínum svo að þið fyllist þolgæði í hvívetna og umburðarlyndi og getið með gleði þakkað föðurnum sem hefur gert ykkur fært að fá arfleifð heilagra í ljósinu. Hann hefur frelsað okkur frá valdi myrkursins og flutt okkur yfir í ríki síns elskaða sonar. Í honum eigum við endurlausnina, fyrirgefningu synda okkar.
Kærar kveðjur frá Kapenguria
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 8. nóvember 2010
Marakwet
Við fjölskyldan fórum til Marakwet síðastliðinn föstudag. Við höfðum aldrei farið þangað áður. Kirkjan á þessum stað er ekki í Pokot, en samt ekki langt frá héraðsmörkunum milli Pokot og Marakwet. Árið 1998 var stríð á milli þessara ættflokka, Marakwet- og Pokotmanna. Það var mikið um nautgripaþjófnaði. Okkur var sagt að einn daginn hefðu 20 manns látið lífið og í heildina á þessu tímabili um 50 manns. Fólk flúði heimili sín og dvaldi annars staðar í mismunandi langan tíma og þjófnaður úr auðum húsum var algengt. Presturinn í þessum söfnuði Paul Loyomo, var einn af fjórum Pokotmönnum sem ákváðu að leita friðar við nágrannamenn sína í Marakwet. Fjórir frá hvorum ættflokk reyndu að hittast en fyrstu tveir fundirnir voru ekki friðsamlegir, meðal annars var skotið á þá frá hæðunum í kring. En í þriðja skiptið náðist friður. Það var ákveðið að staðsetja kirkjuna þarna, þar sem friðurinn náðist. Í dag er friður á þessi svæði og er það mikil blessun fyrir fólkið á þessum slóðum.
Það var tekið vel á móti okkur og fólk hópaðist að bílnum þegar við stoppuðum við kirkjuna. Við fengum svo að vita seinna að það væru tíu mánuðir síðan bíll hefði keyrt á þessum slóðum. Það hefur rignt óvenjulega mikið hér og vegurinn þess vegna ófær. Hefðum við vitað þetta áður er ekki víst að við hefðum lagt í þessa ferð. Það er vegna þess að það þarf ekki nema nokkrar mínútur með rigningu á þessa vegi til að hann sé algjörlega ófær.
Okkur voru sýnd húsakynni okkar og það er alltaf jafn spennandi að sjá hvernig við eigum að búa. Hingað til höfum við verið í steyptum húsum og moldarkofum. Við höfum einnig alltaf fengið alvöru rúm til að sofa í og erum við afskaplega þakklát fyrir það. Dýnurnar eru mismunandi og oft finnst mér eins og við sofum bara á þverspýtunum, en þá hugga ég mig við að við fáum allavega rúm! Fólkið sem á húsið sem við bjuggum í fór úr sínum rúmum fyrir okkur og svaf annarsstaðar. Þetta fólk gaf land fyrir kirkjuna og virðist vera mjög gott fólk. Maðurinn heitir Charles og konan hans Pauline og eiga þau 10 börn. Sex stráka og fjórar stelpur. Fyrst sögðu þau að þau ættu níu börn, þá töldu þau ekki með eina stelpu sem er átta ára og hreyfihömluð. Hún heyrir og sýnir tilfinningar, en getur ekki setið, né staðið.
Strákarnir okkar komust fljótt inn í krakkahópinn sem var á staðnum. Þau umkringdu Salómon og Davíð og fylgdust með hverri hreyfingu. Um leið og við komum fór ég með strákana í göngutúr, niður að á og átti það eftir að vera aðal leikvettvangur þeirra. Þar veiddu þeir froska, léku sér í því litla vatni sem var og skemmtu sér. Þeir eru nú orðnir frekar vanir því að hafa mörg augu og fingur á sér þegar við komum á svona nýja staði. Þessir krakkar hafa kannski ekki séð hvít börn áður og eru bæði hrædd og mjög áköf í senn. Það er vonandi að Salómon og Davíð fari að geta tjáð sig annað hvort á swahili- eða pokotmáli. Það mun breyta miklu varðandi þessar ferðir okkar.
Á föstudagskvöldið sýndum við fyrst teiknimynd um miskunnsama samverjann. Þetta er saga sem margir þekkja og börnin hafa gaman af að sjá teiknimyndir. Svo tók söngur við og síðast myndin um líf Jesú. Það var full kirkja og fólkið ánægt.
Um nóttina var mér svo kalt að ég var viss um að ég yrði veik. Þegar ég vaknaði í eitt af eflaust 20 skiptum fannst mér ég vera komin til Íslands. Morguninn eftir átti svo kennslan að byrja klukkan níu. Við erum nú aðeins farin að læra á afrísku klukkuna og áætluðum þá að við mundum byrja um ellefu. Reyndin var sú að viðbyrjuðum um hálf tólf J. Presturinn, Paul Loyomo vildi að við myndum kenna um fjölskyldulífið. Við töluðum um hjónabandið, fyrst Fjölnir um hvað Orð Guðs segir um hjónabandið og svo ég um mátt fyrirgefningarinnar og hjónabandið almennt. Fólkið var áhugasamt, en annað mál hvort við komum þessu frá okkur á einhvern hátt sem þau skildu. Og hvort það þá var sami boðskapur og við töldum okkur vera að segja. Hér er fjölkvæni algengt og þess vegna er erfitt fyrir okkur, sem þekkjum ekki fjölkvæni af eigin reynslu, að vita hvað þetta fólk erað glíma við í hjónaböndunum. En þegar ég tala við konurnar eftir þessa fræðslu þá virðast sömu vandamálin vera til staðar.
Eftir fræðsluna okkar fór Fjölnir með strákana, Gísla, Kornelius (predikara frá Kaibibich) og Paul Loyomo, prestinum á nágranna bæ til að kaupa kartöflur. Konan á þeim bæ bauð þeim mat og endaði svo á að gefa okkur tvo sekki af kartöflum og vorlauk. Hún tók ekki í mál að taka við borgun, þeir væru að koma til hennar í fyrsta sinn og þá gerði maður ekki svoleiðis. Mikil var gestrisnin hennar og hjá öllum sem við hittum.
En á meðan hann fór í þessa ferð, var ég með kvennahóp. Ég hef verið að kynna bækur sem Jostein Holmedahl, norskur kristniboði, sendi öllum söfnuðunum. Bækurnar byggjast á því að lesa vers úr Biblíunni og svo hugleiðingu um textann. Þær eru á ensku, þannig að einhver í konuhópnum verður að kunna ensku. Í Marakwet voru þær nokkrar og gekk þessari sem þýddi textann mjög vel. Textinn var úr 1. Mósebók,kafla 8, vers 9. En dúfan gat hvergi tyllt sér og hvarf aftur til hans í örkina því að vatn var enn yfir jörðinni allri. Hann rétti út hönd sína og tók dúfuna til sín í örkina.Hugleiðingin gengur út á að við sem kristin þurfum að snúa aftur til arkarinnar, Jesú, til að fá það sem við þurfum til að vinna það verk sem okkur er úthlutað. Jesús er hinn eini sanni frelsari.
Þegar fræðslan mín var búin, fór ég að spyrja þessar konur út í þeirra líf. Spurði meðal annars hvernig samband kvennanna í fjölkvænis hjónaböndum almennt væri. Hvort það væri mikið um afbrýðissemi? Fyrst fékk ég svarið nei, en svo sögðu ungu konurnar, að það væri víst afbrýðissemi. Þegar kona númer eitt og tvö væru kannski með frekar stór og fín hús, tiltölulega stærra land og fleiri nautgripi hefðu þær kannski ekki mikið að vera afbrýðisamar út af, en kona númer þrjú,fjögur og jafnvel fimm eða sex hefðu oft bara lítil hús, lítið land og fáa nautgripi. Þær væru þess vegna afbrýðisamar út í fyrstu konurnar. Eins ef maðurinn dvelur meir hjá einni konu en annarri myndast afbrýðisemi. Ein konan spurði mig hvað hún gæti gert til að fá manninn sinn til að koma í kirkjuna. Stundum segðist hann ætla að koma, en þegar sunnudagurinn kom var hann farinn að heiman fyrir morgun chaiið. Svo þegar hann kom heim um eftirmiðdaginn sagði hann að hann hefði haft öðrum málum að sinna. Ég spurði hana hvort hún gæti þá sagt honum hvað presturinn hefði verið að predika um. Hugsanlega lesið lestrana fyrir hann og þannig gæti Orð Guðs fengið að starfa sjálft.
Svo smátt saman fóru konurnar að deila og tala við hvor aðra og túlkurinn sagði mér frá. Ein konan sagði að gott væri ef þær konur sem væru kristnar og ættu sama manninn mundu geta sýnt honum kærleika Guðs í verki heima. Ef til dæmis ein konan ætti í erfiðleikum með að greiða skólagjöld barna sinna, gæti hún farið til hinnar og beðið hana um eina belju. Svo færu þær saman til mannsins og sögðu honum frá þessari niðurstöðu þeirra að hin konan vildi gefa henni belju til að borga skólagjöld hennar barns. Maðurinn mundi verða mjög hissa á þessum systra kærleikog óeigingirni. Smátt og smátt mundi hann sjá hvernig kærleikur Guðs væri og vilja fara í kirkju. Önnur kona sagði að ef maðurinn vildi ekki fara í kirkju, en konur hans færu. Gætu þær báðar sagt honum frá predikuninni og lestrum dagsins. Þannig að þegar maðurinn heimsótti eina, fengi hann að heyra og eins þegar hann heimsótti hina. Svoleiðis gætu þær breitt út Orð Guðs til mannsins þeirra. Það er gaman að fá að skyggnast aðeins inn í heim þessara kvenna og fá að heyra hvernig þessar konur vilja svo innilega að maðurinn þeirra komist til trúar á Jesú Krist.
Nikolas Loyara byrjaði TEE námskeið, sem er Biblíufræðsla. Þetta er venjulega hópur fólks úr kirkjunni sem eru leiðtogar á einhvern hátt. Vonin er að þegar fólkið er búið að fara í gengum þessa fræðslu hefur það fengið góðan Biblíugrunn til að byggja á.
Um kvöldið sýndum við svo teiknimynd um Jósef, söngva, og síðan mynd sem heitir The Pilgrim og aðra sem heitir Heimurinn án kristinna manna. Á milli teiknimyndarinnar og söngvana sýndum við allar myndirnar sem við höfðum tekið af fólkinu á staðnum frá því við komum. Viðbrögðin voru stórkostleg. Við höfðum aldrei heyrt annan eins hlátur þegar andlitin birtust á tjaldinu. Það var greinilegt að þau voru ekki vön að sjá myndir af sjálfum sér né nágrönnunum. Við fórum öll að skelli hlæja, bara af viðbrögð þeirra J.
Sunnudagsmorguninn vöknuðum við frekar seint, eða um hálf níu. Við fengum chai og spjölluðum við mennina sem voru í heimsókn hjá Charles. Meðal annarrs bróður hans sem á landið við hliðina á Charles. Hann bauð okkur að flytja til Marakwet. Hann mundi gefa okkur land og þeir mundu byggja hús . Ég spurði hvortég fengi ekki naut líka og hann hélt nú að ég fengi það. Þá bættist presturinní samtalið og sagðist geta gefið okkur land. Ég sagði að ég væri komin með það envantaði naut. Hann ætlaði þá að láta það í tjé. Ég var farin að halda að þeirværu ekkert að djóka og fór að róa í land, en þeir stóðu fastir á þessu. Þá vargott að geta notað menningu þeirra og sagt þeim að þeir yrðu að tala við Fjöllaþví hann réði öllu svona J. Við skildum með þau orð að við værum áréttum stað í Kapenguria, en að við mundum sofa á þessari uppástungu þeirra.Svo var bara að fara að pakka. Það var gert í flýti, enda erum við að verða svosjóuð í því. Eftir pökkunina var fundur með öldungunum kirkjunnar og þar báruþeir fram beiðni eftir beiðni um margt sem söfnuðurinn vanhagaði. Loyarasvaraði þeim vel og við Fjölnir þökkuðum kærlega fyrir tímann sem við höfðum fengiðmeð þeim og gestrisnina. Svo hlupum við í heimsókn til eins predikara semheitir Christofer. Hann vildi endilega að við mundum koma og taka myndir affjölskyldunni hans. Eftir að stelpurnar voru komnar í fínu fötin og ljóst varað strákarnir tveir, sem þau eiga, komu ekki, þar sem þeir voru uppteknir að fygjastmeð Salómoni og Davíð, tókum við nokkrar myndir og hlupum svo í Guðsþjónustuna,sem var byrjuð. Þegar við komum þangað var brátt komið að því að við mundumkynna okkur. Við gerðum það og svo komu aðrir gestir. Þar á meðal kór úrsjöunda dags aðventista kirkju í Marakwet. Þau sungu fallega og svo predikaðipresturinn hálfvegis þegar hann átti að kynna sig. Hann var stoppaður af ogbeðinn um að flýta sér þar sem tíminn væri að verða naumur. Rétt á eftir fórLoyara og aðrir menn út og hreyfing kom á fólkið. Ég fór út til að sjá hvað umværi að vera. Þá kom í ljós að það væri að byrja að rigna og við þyrftum aðflýta okkur af stað. Konurnar reyndu að stoppa okkur og gefa okkur mat áður envið færum, en til allra lukku þáðum við það ekki. Rigningin kom á eftir okkurog við rétt náðum að komast framhjá versta kaflanum. Þannig að endirinn áheimsókninni varð hálf endaslepptur. En ferðin var góð og við endurnærð andlegaen þreytt líkamlega þegar við komum heim. Strákarnir voru mjög sáttir við aðkoma heim. Salómon fór strax út með Kibet, vini sínum. Þessa dagana fer allurþeirra leiktími í að safna termítum og maurum til að láta þá berjast. Davíð fórinn í herbergi í Playmo og naut þess að vera einn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 7. október 2010
Smá blogg..
Jæja kæru vinir... það er komið að smá fréttum af okkur í Kapenguria!
Daníel: Flytur á morgun frá Íslandi til Noregs aftur. Hann ákvað að fara aftur í NLM skólann Sygna sem er í Balestrand. Við erum nú bara sátt við þessa ákvörðun hans. Þetta er skóli sem er rekinn af NLM (Norsk Lutersk Misjon) sem er kristniboðssambandið sem við tilheyrum hér úti.
Markús: Er að koma heim á morgun í fyrsta fríið eftir að hann byrjaði í Rift Valley Academy: http://www.rva.org/ Hann verður heima í 3 heila daga + ferðadagana. Við erum afskaplega þakklát að fríið sé núna, þar sem hann á akkúrat afmæli á sunnudaginn. Hann er búinn að biðja um pizzu, kjöt, kökur + + + eins og mamma er vön að gera :-)
Salómon: Hann er búinn að vera í viku fríi frá skólanum. Og sem betur fer komu Salmelid börnin með pabba sínum í heimsókn (Thomas, 12 ára, Renate og Joakim 10 ára og vinir þeirra David 13 ára og Rebekka 12-13 ára) Hann er búinn að njóta sín verulega í Playmo, fótbolta, froskaveiðum, Wii tölvunni, útilegu í tjaldi hér á lóðinni, kökuáti, vöffluáti og meira skemmtilegt. Það verður nú eflaust tómlegt fyrir hann þegar börnin frá Nairobi fara aftur heim. En hann er í skólanum hér á lóðinni og Gísli Guðlaugsson er kennari hans. Salómoni líkar vel við hann og er meira að segja búinn að plata Gísla til að byrja með skátastarf. Gísli er þá að sjálfsögðu foringinn og Salómon nemandinn, þar líka. Þeir fara með skátahnífana niður að vatni, tálga, veiða froska, klifra í trjám og eitthvað annað skemmtileg. Salómon er flottur strákur og duglegur í skólanum. Honum finnst kannski Davíð geta verið pínu erfiður (sem er alveg rétt) en þeir leika sér mjög mikið saman.
Davíð: Hann er lasinn núna. Varð veikur sl. nótt. Hiti og stífan hnakka. Við urðum skelkuð og héldum að hann gæti verið að fá heilahimnubólgu..og þar sem rafmagnið var farið og erfitt að mæla hann og annast varð ég pínu smeyk og vaknaði oft til að athuga með hann... svo í morgun var hann ennþá með hita, en ekki háan. Hann er annars mjög sáttur, glaður og skemmtilegur strákur, ræður að sjálfsögðu öllu hér á heimilinu, en svona kenndi nú mamma mér að þetta ætti að vera...
Fjölnir: Hefur verið heima núna í 2 vikur, eða alveg síðan hann kom frá Turkana. Hann er að vinna mikið með verkefni sem er á vegum NORAD. Þar er hann fulltrúi NLM. Það hefur farið mikill tími í að kynna sér lög og reglur landsins sem við erum í. Svo var hann að kenna 26 predikurum á tölvur. Margir voru að koma við slíkt tæki í fyrsta sinn... Annars er Fjölnir að styðja við Out-reach svæðið sem kirkjan hér hefur skilgreint og líkar honum það mjög vel.
Fanney: Er byrjuð að fara í heimsóknir til kvenna hér nálægt á miðvikudögum. Konur koma saman og lesa, biðja, syngja, gera hannyrðir og svo tala, auðvitað. Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt. Ég hef hugsað mér að styðja mig við efni sem Jostein Holmedahl lét okkur hafa til að vinna með. Þetta eru vers úr Biblíunni og smá hugleiðing á eftir. Einfalt og gott, þar sem þetta þarf að þýðast frá ensku yfir á swahili. Svo er ég náttúrulega með heimilið. Þó ég þvoi ekki gólfin, þvottinn né neitt, þá elda ég matinn að mestu leiti og vaska upp endrum og eins... Hugsa stundum um hvernig ég verði þegar ég ekki nýt þess að vera með húshjálp lengur... Svo er ég aðeins upptekin af götustrákunum hér í Makutano. Þessir strákar eiga erfitt líf og ég reyna að sinna þeim smá. Spjalla við þá þegar ég sé þá. Sýni þeim kærleika eins og ég get og stundum gef ég þeim mat. Ég vona að fólk hérna fái það á hjartað sitt að sinna þeim þar sem það væri það besta. Verkefni sem bíða mín er TeFT (norskir unglingar sem koma hingað til austur afríku í 5 mánuði) ég á að vera með eitt fag, hér í skólanum þegar þeir koma hingað í nóvember. Svo erum við búin að plana ferðir og þar verð ég með fræðslu fyrir konur. Í byrjun desember eða lok nóvember förum við svo til Nairobi í skólatíma hjá Salómoni. 2-3 vikur á gestahúsinu... veit ekki hvort mér hlakki til eða ekki.. :-)
Gísli: Hann er sem sagt nýi sjálfboðaliðinn okkar. Kennari Salómons. Hann er sonur Guðlaugs Gunnarssonar og Vallýar Gísladóttur, kristniboða. Við erum afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið þennan ljúfa dreng. Hann er flottur kennari, þó ég held að hann hafi ákveðið sig að verða ekki kennari að mennt, eftir að hafa verið hér í þessar vikur... jæja jæja.. En við erum ánægð með hann og strákarnir fíla hann í botn. Davíð hleypur heim til hans og nær í hann til að leika í Playmo ef Gísli er of lengi aleinn heima... Hann er líka mjög duglegur að benda okkur á rangt málfar.. íslenskan er ekki alveg 100& hjá okkur :-)
Við munum fara í boðunar- og fræðsluferðir nokkrum sinnum í mánuði. Sumar ferðirnar í tæpa viku, aðrar yfir helgi. Við viljum helst fara öll saman (fjölskyldan) Gísli kemur með og kennir Salómoni eitthvað á daginn og Valary passar Davíð þegar ég verð upptekin við fræðslu og þess háttar. Fjölnir er þá með TEE (Biblíukennslu) og ég verð með kvennahóp.
Jæja lesandi góður! Ég bið Guð um að vernda þig og leiða.
Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum. Sálmarnir 34:9
Kærar kveðjur
Fanney
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 26. september 2010
Turkana
Ferð til Turkana
Um síðustu helgi var ég staddur í Turkana. Ástæðan var að fara með predikara sem eru á námskeiði hér í Kapenguria út í kirkjurnar að predika. Einnig var að byrja nýtt TEE(Biblíufræðslunámskeið). Við komum fyrst til Lokichar og gistum yfir nóttina. Allir sváfu fyrir utan húsið nema ég, sem valdi að vera inni í neti, var ekki viss um hvort þetta væri malaríusvæði. Hitinn var mikill og ég átti erfitt með svefn. Vaknaði og rölti út til að fá smá andvara. Þegar ég kom aftur inn ákvað ég að lýsa með vasaljósinu aðeins uppí loftið, hafði heyrt einhvern umgang þegar ég var að sofna. Ályktaði að það væri mús, rotta eða eðla. Ég sá þá að í sperrutréinu hékk leðurblaka. Ég skreið undir netið og reyndi að sofna aftur. Daginn eftir fór ég ásamt fimm predikurum til Lokori, það er um það bil 2 klukkustunda akstur og 70 kílómetrar. Við skildum aðra fimm eftir sem áttu að predika daginn eftir í kirkjunum í kring.Við komum til Lokori um hádegið og fengum hádegismat. Við áttum að gista hjá prestinum á staðnum sem heitir Sammy Ataan. Hann varð eftir í Lokichar en konan hans og börn tóku á móti okkur. Það var heitt og við svitnum við það eitt að borða. Ég mundi þá eftir að Sammy hafði talað um að það væri að meðaltali 36-38 stiga hiti. Um kvöldið var samkoma í kirkjunni. Á leiðinni í kirkjuna var ég samferða dóttur Sammy, hún heitir Sharon og er 9 ára. Ég sagði henni að ég væri þreyttur og ætlaði ekki að vera lengi. Hún sannfærði mig um að þau myndu bara syngja tvo söngva og síðan yrði smá hugleiðing. Ég settist frekar aftarlega íkirkjuna sem er lítil og gerð úr leir. Kirkjan var nánast full og fólkið byrjað að syngja. Ég leit upp í loftið sá leðurblöku á sveimi í kirkjunni, hugsaði með mér athyglisvert að hún skuli ekki flýja hávaðann. Ég þekkti ekki söngvana og var þreyttur ákvað því að nota tækifærið og setjast og biðja. Það færðist friður yfir mig og ég naut augnabliksins. Fann fyrir þakklæti og gleði. Ég hlustaði á hraðan bumbusláttinn og klappið í takt. Leit aðeins upp og sá að Sharon var að slá á trommuna. Ákafinn og einbeitinginn skein úr andlitinu. Eldri systir hennar beygði sig niður og tók trommuna og hélt áfram.
Heima hjá Rosabell, konu í kirkjunni í Turkana.Fólk úr ólíkum ættflokkum sameinað. Pokot, Turkana, Masai, Kisii og íslendingur.
Ég leit betur í kringum mig og það rann upp fyrir mér að þetta var einstakt augnablik. Ég sá predikarana sem komu með mér syngja og dansa af ákafa. Þeir voru frá Pokot, Masai og Kisii, sem eru ólíkir ættflokkar hér í Keníu. Turkana fólkið dansaði og söng af sama ákafa, allir þekktu lagið. Fólk frá öðrum kirkjudeildum hér í Lokori, var þarna líka. Þarna voru börn, fullorðnir, konur, karlar, hvítir, svartir, saman syngandi, lofandi og þakkandi Guði. Fólkið var stadd í augnablikinu hér og nú, þakkaði og gladdist. Ég mundi að þegar ég hitti Sammy fyrir nokkrum mánuðum hafði hann sagt mér að Pokot menn hefðu komið og stolið gripum. þar á meðal öllum geitunum hans, í kringum 50 stykkum. Hann missti nánast allan bústofninn. Þeir hefðu einnig drepið 5 Turkana menn í árásinni. Það eru stöðugir bardagar milli þessara ættflokka. Þeir skilgreina sig sem óvini. En hér og nú voru einstaklingar sem voru eitt þrátt fyrir ólíkan uppruna, þeir sýndu hvor öðrum kærleika og vinsemd. Þeir glöddust yfir þessu tækifæri til að vera saman. Ég gerði mér grein fyrir að ég var að upplifa hvað fyrirgefning getur verið sterk, hvað Jesús hefur gert fyrir okkur mennina. Að þrátt fyrir illsku okkar mannana er annar möguleiki, iðrun, sáttargjörð og fyrigefning. Ég lokaði augunum aftur og fann friðinn og gleðina streyma um mig. Ég heyrði sönginn hækka, bumbuna slegna hraðar og dansinn aukast, opnaði aftur augun og sá að rykið af gólfinu var farið að þyrlast um alla kirkjuna. Lokaði auganum aftur og hugsaði er þetta ekki stórkostlegt hér þarf enginn vímuefni til að gleðin fái að streyma fram hindrunarlaust. Samt eru vímuefni stórt vandamál í samfélaginu. Ég var sá eini ásamt nokkrum börnum sem sat, það var allt í lagi ég er hvort sem er svo öðruvísi hér. Vona að ég nái að læra þessa söngva og syngja og dansa svona frjálst. Takk Guð fyrir þetta kvöld.
Bloggar | Breytt 27.9.2010 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 16. september 2010
Hjónanámskeið
Mæli með þessu námskeiði!!
Við Fjölnir héldum svona námskeið nokkrum sinnum á Íslandi áður en við fluttum hingað til Kenýu og fengum mjög góð viðbrögð... og ekki að tala um hvað þetta hafði góð áhrif á okkar eigin hjónaband ;-)
Mjög skemmtilegt, gagnlegt og styrkjandi! - Ef þið komist ekki þá getið þið sagt frá þessu til annara..
Kveðja frá Fanney
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 21. júlí 2010
Bæn um blessun
Ég fékk þessi vers í dag Fyrri Konungabók 9:3 og Fyrra Korintubréf 6:19
Fyrri Konungabók 9:3
Drottinn sagði við hann: Ég hef heyrt ákall þitt og bæn sem þú fluttir fyrir augliti mínu. Ég hef helgað þetta hús sem þú hefur reist til þess að nafn mitt búi þar ævinlega. Augu mín og hjarta munu ætíð vera þar.
Fyrra Korintubréf 6:19
Vitið þið ekki að líkami ykkar er musteri heilags anda sem í ykkur er og þið hafið frá Guði? Þið eigið ykkur ekki sjálf.
Eins og ég talaði um í síðasta bloggi þá hef ég verið að biðja til Guðs um endurnýjun. Að Guð gefi mér nýtt hjarta, bankandi hjarta fyrir Guði, vegna Guðs og að allt mitt líf snúist um að lofa Guð. Get ég lofað Guð vegna þess sem pirrar mig? Get ég snúið pirring í bæn? Ég veit að ég get ekki verið fullkomin, en ég get falið mig Guði hvern morgun og svo oft á hverjum degi, því að Hann er fullkominn. Það er mikil blessun!
Mér fannst þegar ég las þessi vers að vegna innihalds bæna minna undanfarna daga um endurnýjun og meira andans líf. Þá er það ég sem þarf að halda tryggð við Guð, eins og yfirskrift kaflans í Konungabók heitir, "Áminning um að halda tryggð við Guð". Að lesa og trúa því að Guð hafi heyrt bæn og grátbeiðni mína gefur mér mikið. Er eitthvað betra?
Svo að Fyrra Korintubréfi: Í gær var Emma (nágrannakonan) að segja mér að allt væri frá Guði. Allt sem við erum og höfum er frá Guði. Þannig að við getum í raun ekki gefið Guði neitt, því að allt sem við erum eða höfum er Hans. Hana langar oft að geta gefið Guði eitthvað - glatt Hann - En hvað getur hún gefið? EKKERT! NEMA ÞAKKIR!!! Hún sagði mér: Þegar þú ert pirruð vegna einhvers, þá þakkaðu! Þakkaðu fyrir að þú átt börnin, því Guð gaf þér þau, en þau eru samt Hans.
Orð Guðs er lifandi - gefandi - nærandi - bjargandi
Verið Guði falin í dag!
Kveðja frá Fanney
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...