Sunnudagur, 7. september 2008
Gleði .. gleði .. gleði...
Já það var ekki lítil gleði þegar Sigrún og Viggi birtust hér í gær morgun. Það voru fagnaðarlæti sem heyrðist efalaust allri blokkinni.
Við erum alveg ótrúlega ánægð með að vera búin að fá þau en kennum um leið í brjóst um alla þá sem þurftu að sjá á eftir þeim frá Íslandi. Sérstaklega Stebba, Jónu og Vigni Stein......
En vikan verður bizzi bizzi.. Daníel er að fara í skoðun á morgun kl 12:00 og þá kemur í ljós hvernig framhaldið verður. Vonandi getur hann farið í skólann, það er aðeins of lítið lært og allt of mikið tölvuvera fyrir minn smekk hjá þessum unga manni....
svo er söfnun í skólanum hjá SSF og MVF. þeir verða í skólanum frá 14:00 - 17:00 og svo gengur MVF í hús með söfnunarbauk til kl 20:00 en Saló kemur heim kl 17:00. Eiginlega áttum við að vera með, keyra krakkana á milli hverfa og svoleiðis, baka og vera með, en þar sem við erum að fara til kennarans og hans konu á þriðjudaginn og svo á Biblíu-námskeið í kirkju langt inní skógi frá miðvikudag til föstudag þá erum við afsökuð... En ég ætla að baka skúffuköku í dag og hugsanlega keyrum við krakka á morgun... Sjáum til.. Markús er þokkalega sáttur við að þurfa ekki að mæta fyrr en 14:00 en þokkaléga súr á móti að þurfa að vera til 20:00 .... það er erfitt að vera bara ánægður! Salómon kemur til með að fara í verslunarmiðstöðvar og syngja og svo fara þau niðrí bæ og syngja fyrir utan Stórþingið... Ekki lítið gaman!
En þar sem vikan verður svona bizzi á ég ekki von á að blogga mikið fyrr en eftir helgi.. Teindó verður hér og passar alla kallana stóra og smáa þannig að við getum slakað á ... (innan sviga..) Það er nóg að lesa og lesa og verkefni..
Ég bið að heilsa ykkur og vona að vikan verði góð..
Orð dagsins úr Dýrmætara en Gull er "Bölvaður sé sá sem slælega framkvæmir verk Drottins." Jer. 48,10.
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.