Föstudagur, 26. september 2008
Terje Forsberg...
Á miðvikudaginn var hér (á Fjellhaug) maður sem heitir Terje Forsberg. Hann deildi vitnisburði sínum, sem var eiginlega alveg ótrúlegur. Hann ólst upp við ömurlegar aðstæður, barsmíðar, kulda, sult og hörku. Hann frelsaðist á sérstakan hátt þegar hann var 20 ára. Og þegar hann var 50 ára lærði hann að skrifa og 8 árum síðar skrifaði hann þessa bók sem heitir.. "Aldrei of seint að verða hamingjusamt barn" Það gerist eitthvað þegar maður hlustar á svona frásögn. Að fólk skuli lifa svona af.... að sona lagað viðgangist, og kannski það versta, að enginn skuli hjálpa svona krökkum, vitandi hvernig ástandið væri. Þetta þekkjum við nú á Íslandi líka, ekki langt síðan Ásdís stóð fram og sagði frá sinni bernsku. Afhverju er svona erfitt að grípa inn þegar maður veit í hjarta sínu að einhver er beittur órétti? Ég veit það ekki, en ég veit að það er hægara sagt enn gert og það er ekki gott. Þið sem eruð sleip í norskunni getið googlað nafninu hans og orðið upplýstari um þennan mann ef þið viljið.
Annars var ég í klúbb í gær. Hef verið í klúbb hér síðan 1990 eða 1991, dett inn þegar ég er í Osló... 8 eldhressar stelpur. Ég hef sjaldan hlegið svona mikið.... það er svo gott að hlæja
Í kvöld fara prinsarnir til ömmu og afa í sveitina... það verður gaman, allavega hlakkar þeim mikið til..(þið íslenskufræðingar verðið að afsaka ef ég beygi ekki rétt og svona... ég er mjög þakklát henni Birgittu fyrir að hafa samið lagið Ég hlakka svo til... því ég var alltaf í vandræðum, er með þágufallssýki, er mér tjáð, af mörgum.... hmmm Álfheiður..)
Við Fjölli verðum að lesa og lesa og lesa, lokapróf á mánudaginn. Og vitiði hvað?????
Ásta og Keith eru að koma í heimsókn á mánudaginn!!!
Nú get ég sungið lagið hennar Birgittu svo hljómi ....
Ég kveð að sinni... Elska að tala við ykkur svona. Mér finnst ég vera í mjög góðum samskiptum við alla á íslandi þar sem ég næ að tjá mig svona...
Orð dagsins í Dýrmætara en Gull er:"Auðsýnið hver öðrum kærleika og miskunnsemi" Sak. 7:9
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
ooo
Alda (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 09:15
hvaða hvaða.. pósturinn bara fór frá mér.. það sem ég vildi sagt hafa er..
oooooo hvað ég vildi að ég gæti laumað mér oní ferðatöskuna hjá Ástu og Keith!!! það verður örugglega æði að fá þau í heimsókn!
elskjú og saknjú,
þín Alda..
Alda (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 09:17
... hmmmm Fanney ... ég held ég verði að fara að koma og taka þig í smá þjálfun
Væri allavega meira en til í að koma til þín væna mín. Kannski geri ég það einn góðan veðurdag ... hver veit ...
Álfheiður (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 18:02
Það er bra að pakka og koma... Keith er kani og þeir eiga stórar töskur oftast.... og Álfheiður... any time.. ég þarfnast bæði líkamlegrar og íslensku þjálfun...
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 26.9.2008 kl. 18:48
Hæ hæ
Vonandi hafið þið það sem allra best þarna úti. Ég bið rosalega vel að heilsa Markúsi, gefðu honum eitt knús frá mér:)
Kær kveðja,
Rannveig
Rannveig og Frosti (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 15:26
Hæ hæ! Ég fékk áðan innum lúguna í vinnunni Kristniboðsfréttir. Þar sé ég eina og hálfa síðu tileinkaða ykkur. Mjög flottar myndir af ykkur öllum og úrdráttur úr blogginu. Gaman að sjá hvað gengur vel. Við biðjum að heilsa öllum og ég væri mjög glöð ef þið vilduð skila kossi til Sigrúnar frá mér.... það er voða skrýtið að hafa hana ekki innan seilingar :)
Kveðja úr haustinu á Íslandi
Sigrún Jóna Hauksdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.