Miðvikudagur, 1. október 2008
Hvernig líður ykkur þarna hinumegin ??
.....fréttirnar sem maður les á netinu eru nú ekki beint upplífgandi..... Glitnir farinn á hausinn.... Ein íslensk hér sem sagði mér að hún gæti ekki tekið út peninginn sinn.... vá þetta er nú doldið heavy... Ég hef áhyggjur af ástandinu verð ég nú bara að segja. Jæja... það þíðir víst ekkert.. geri hvorki til né frá með því að hafa áhyggjur.
Við erum með heimsókn.. Ásta og Keith komu á mánudaginn og mikið rosalega er nú notalegt að hafa þau! Kaffi og spjall og kaffi og spjall.. OG ÍSLENSKT NAMMI!!! Það jafnast ekkert á við það... nema kannski norskt nammi... nei djók.. Davíð Pálmi er að vísu búinn að vera lasinn, með hita og eitthvað svo illt í munninum.. fer með hann til læknis í dag.
Prófið gekk ágætlega á mánudaginn, ég var að vísu með einhverja lokun. Fannst ég ekkert geta skrifað. Verkefnin voru ágæt og ég kunni þetta ágætlega en átti erfitt með að koma því frá mér.. Sjáum til hvernig þetta gengur. Fjölla gekk vel, norskan setti einhver takmörk fyrir þessu í kringum kjarnann. Hann er ótrúlega flinkur þessi karl minn ég sé það alltaf betur hvað Guð hefur gefið mér góðan mann....
Hvernig er það Egilsstaða gellur..... engar myndir frá brúðkaupinu þeirra Stefáns og Önnu Dóru ?
Jæja... ég þarf að fara að klára verkefnið. Nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér lengur. Bless bless...
Orð dagsins úr Dýrmætara enn Gull er "Hegðið ykkur eins og samboðið er fagnaðerindinu um Krist" Fil. 1:27
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
æææ það er enginn eins og þú dúllan mín.. 2.október og þú ert strax komin með októberalbúm á síðuna! þá finnst mér ekkert skrítið að ég sé skömmuð yfir að vera ekki með nýrri myndir á Davíðs síðu.. nýjustu eru síðan um jólin og þar til í sumar.. *roðn*
ég tek þig mér til fyrirmyndar.. eins og svo oft áður.. og laga þetta fljótlega
Hey...engar myndir af brúðkaupinu.. en ég talaði við Önnu Dóru og hún sagði að þetta hefði verið algjör draumadagur í þeirra huga, allt frábært og allir hraustir í faðmi fjölskyldunnar og þau alveg í skýjunum og ægilega ástfangin
eníhú.. skrifa þér betur í meili fljótlega elskan mín.
kossar og knús og kremj, þín Alda.
Aldapalda (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 11:40
Hææ.. var loksins að uppgötva þessa síðu, fer að verða dugleg að skoða núna bið annars bara rosalega vel að heilsa öllum, ykkur, strákunum og Keith og Ástu.. fer svo að setjast við skriftir bráðum og skrifa ykkur almennilegan póst ..kv Ása
Ása Karen (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 17:34
Hæ mús... gaman að heyra í þér! Ásta og Keith biðja að heilsa tilbaka. Hvar ertu nú stödd í heiminum ?? Við biðjum að heilsa pabba gamla, Unnsteini og Ólafíu.. til hamingju með afmælið hennar!
Knús og kossar frá Fanney og strákunum öllum
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 2.10.2008 kl. 17:40
Hæ hæ elskurnar mínar. Ég er ekki smá ánægð að rekast á síðuna ykkar, gaman að fá fréttir af ykkur. Hér er allt gott að frétta. Fengum snjó í gær en hann stoppaði stutt. Skrifa meira seinna. kveðja Kristrún Eskjó.
Kristrún Antonsd (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 23:09
Já frábært að geta verið í svona sambandi yfir hafið... Bið að heilsa öllum þínum... Fjölli biður kærlega að heilsa!
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 5.10.2008 kl. 18:31
Jæja góða, hefurðu ekki einhverjar nýjar fréttir? Ég vil heyra meira
Álfheiður (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 10:52
jú Álfheiður mín... ég skal reyna að standa mig betur!!
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 6.10.2008 kl. 19:40
Þú stendur þig prýðilega Fanney mín. Mér finnst bara svo gaman að heyra hvað þið eruð að bardúsa þarna í landinu fjarlæga.
Knús á liðið!
Álfheiður (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.