Miðvikudagur, 22. október 2008
Heil og sæl..
Áður en grunnur heimsins var lagður útvaldi hann oss í Kristi að hann hefði oss fyrir augum sér heilög og lýtalaus í kærleika. Fyrir fram ákvað hann að gera oss að börnum sínum í Jesú Kristi. Sá var náðarvilji hans. Hann vildi að vér yrðum til vegsemdar dýrð hans og náð sem hann hefur gefið oss í sínum elskaða syni. Í honum, fyrir hans blóð, eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra. Og hann hefur birt oss leyndardóm vilja síns, þann ásetning um Krist sem hann í náð sinni ætlaði sér að framkvæma í fyllingu tímanna: Að safna öllu sem til er á himni og jörðu undir eitt höfuð í Kristi. Í honum höfum vér þá líka öðlast arfleifðina eins og oss var fyrirhugað samkvæmt fyrirætlun hans er framkvæmir allt eftir ályktun vilja síns
Efesusbréfið
1. 4-7 og 9-11
Þá er netið aðeins að koma til baka og þá er víst eins gott að skrifa eitthvað!
Það er svo langt síðan síðast að ég veit ekki hvar ég á að byrja. En það mikilvæga fyrst kannski. Okkur líður mikið betur, vorum ekki alveg að virka vel áður en Ásta og Keith komu, en það að vera með þeim, tala og biðja saman gerði gæfumuninn. Þá viku sem þau voru hjá okkur var haustfrí hjá strákunum, verkefna vika hjá okkur og Davíð Pálmi veikur, ekkert sérstaklega góð blanda en við náðum að klára verkefnið 3000 orð í fjölmenningarlegu samhengi eitthvað.... við erum rosalega spennt að fá einkunn á föstudaginn. Við náðum prófinu sem við tókum í Gamla og Nýja testamentinu.
Núna erum við í 3 fögum. Siðferði, trúarfræði og kirkjudeildir. Þetta er rosalega áhugavert og skemmtilegt og við komum til með að taka 5 daga heimapróf 1. vikuna í nóvember. Einskonar verkefni sem verður úr einhverju af þessum fögum... rosalega spennandi. Við erum með 2 ný í bekknum. Eina frá Eritriu og einn frá Kongó. Það er rosalega gaman að kynnast þeim og heyra þeirra sögu sem er mögnuð. Hann heitir Crispin Kashale og þið getið googlað honum og lesið um hann ef þið viljið. Mögnuð saga...
Strákarnir eru hressir, Davíð Pálmi hefur verið eitthvað að vesénast í leikskólanum, bitið og verið óþekkur en hann er allur að koma til. Salómon er á fullu að læra um steinaldurinn, hann heitir arnarspor þessa dagana og er eiginlega að verða lítill norsari. Það vill hann alls ekki viðurkenna... hann leikur sér í tindátum alla daga og þá eru norðmenn og íslendingar í stríði og íslendingarnir vinna ALLTAF... Markús er í skólaferðalagi. Hann fór á mánudags morgun og kemur heim á föstudaginn. Vonandi hefur þetta verið skemmtileg ferð. Það eru alls konar dýr þarna í Langedrag. Úlfar, Gaupur, hestar, kýr og fleiri tegundir semég man ekki... Daníel er orðinn góður í hnénu og farinn að æfa aftur smá. Hann er mest í því að finna út hvar besta Kebabið fæst og er alveg að verða sérfræðingur í þeim málum.
Við ætlum að bjóða upp á 12-sporin hér á Fjellhaug. Vorum beðin um það og þar sem þetta kerfi er ekki í boði hér í Norge, þá er alveg sjálfsagt að keyra þetta hér. Ætlum að reyna að fara í gegnum allt á 16 vikum sem er doldið erfitt, en þá er allavega hægt að halda þetta svo aftur næsta haust ef áhugi er fyrir hendi.
Hvað er svo að frétta af ykkur ? Hvernig er ástandið á Íslandi. Er matur í verslunum ?
Ástarkveðjur frá Fanney og Co.
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Athugasemdir
Mikið er ég glöð að netið er komið í lag hjá ykkur! Ég var þokkalega farin að sakna þess að heyra ekki fréttir af uppáhaldsvinkonunni minni og hennar liði!
Álfheiður (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 20:24
Ææææ hvað þetta varð til þess að hita hjartað mitt svona rétt fyrir háttinn!!!
Fanney og Fjölnir í Kenýu, 23.10.2008 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.