Föstudagur, 24. apríl 2009
Strokustrákur
Í gær kom ég í leikskólann og fékk þær fréttir að hann Davíð Pálmi hafði gert sér lítið fyrir og strokið úr "skólanum" eins og hann segir.
Hann hafði sótt sér fötu og klifrað upp á, opnað hliðið og hlaupið út. Ferðinni var heitið til Erle, sem er vinkona hans úr leikskólanum. Hún var ekki þar og ekki heldir foreldrar hennar, þar sem hún var í leikskólanum og þau í vinnunni. Þá vildi hann fara heim, en fann ekki húsið okkar. Hann fór nálægt stórum vegamótum og til allrar blessunar var maður í göngutúr með barn í vagni og fannst eitthvað undarlegt að svona lítill pjakkur væri einn á ferð. Hann gaf sig að Davíð og tók hann upp. Sýndi honum "konubabyið" sitt (stelpuna) sína og fékk Davíð til að benda sér á hvaðan hann kæmi. Guði sé lof og þakkir fyrir að þeir fundu leikskólann og við sluppum með skrekkinn!!
Ég vona að þið eigið góða helgi í Guðs nálægð og friði.
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Úff, hefði maður fengið hland fyrir hjartað!
En mikið gott að þessi góði maður varð á vegi hans og allt fór vel.
Álfheiður (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:08
Like mother like son segi ég nú bara og minnist lítillar frökenar sem strauk úr sínum leikskóla en guði sé lof fyrir að hann fór sér ekki að voða. En hvar voru fóstrurnar???
Anna Björg Ingadóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:35
litli (g)ormurinn! ;o)
aaaaðeins of ungur til að kanna heiminn finnst mér!
ississ, ég hugsa að ég hefði dáið úr stressi! gott að frétta bara af svona eftirá eeehhh......
hey..mátt alltaf hringja ef það er enn frítt ;o)
elskjú, Aldapalda
Aldapalda (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:58
hrikalegt!! Gott að allt endaði vel.
Bestu kveðjur,Edda
Edda Langworth (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 21:07
Ohhh hvað ég væri til í að heyra nýjar fréttir ... bara svona ef þú átt tíma ... eða bara eftir að prófum lýkur
Álfheiður (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.