Leita í fréttum mbl.is

Afmælisdagurinn..

Ég get ekki sagt annað en að það hafi verið yndislegt að vera hér í faðmi fjölskyldunnar og vina á afmælinu mínu. Dagurinn byrjaði á því að Daníel og Markús gerðu morgunmat fyrir mig og vöktu mig svo kl 07:30 með söng. Við borðuðum saman öll fjölskyldan...

Kallet

Var i bønnemøte her på tomta på torsdag og da sang vi denne sangen. Ville bare sette den inn her fordi den rørte ved emg på en spesiell måte. Kanskje gjør den det i deg også. For dere som vil spille på piano med og synge ut så er dette sang nr 25 i Syng...

Lífið í Nairobi...

Af okkur er bara gott að frétta. Við erum frekar hraust og fáum að upplifa vernd Guðs og handleiðslu hér í Kenýu. Við erum enn í Nairobi að læra swahili, en förum svo til Pokot (norð/vestur Kenýa, rétt hjá Uganda) öðruhvoru megin við jólin og störfum þar...

Mathare...

Í dag fórum við í heimsókn til Mathare. Við byrjuðum á að fara í heimsókn til Þórunnar Helgadóttir, Samúels, mannsins hennar og Daníel Heiðars litla drengsins þeirra. Þau reka ABC barnaheimili og skóla í Mathare. Mathare er fátækrahverfi í Nairobi. Eitt...

Ferð til Kanyao

Síðustu þrjú árin erfið. Föstudaginn 23 október fórum við Daníel, elsti sonur okkar, í eftirlitsferð með matvæladreyfingu til Kanyao, sem er í kringum tveggja tíma fjarlægð frá Kapenguria. Kanyao er á sléttunni og nálægt landamærum Ug anda. Við lögðum af...

Matvæladreyfing í Sekerr hæðunum

Nú er maginn ekki lengur tómur! Vegna mikilla þurrka hér í Kenýu á ákveðnum svæðum hefur skapast mikil hungursneyð. Á þessum svæðum hefur fólk ekki fengið neina uppskeru og jafnvel misst allan búfénaðinn. Búfénaður og maískorn er uppistaðan í fæðu og...

Farin til Pokot og komin aftur eftir tveggja vikna dvöl þar..

Við fórum til Pokot þann 11. október. Markús átti afmæli þann 10. og vildi bara halda upp á afmælið sitt hér í Nairobi. Það var svaka veisla. ég byrjaði á því að gera amerískar pönnukökur að hætti Keith vinar okkar og heitt kakó með rjóma og svo fór...

Fjölli er í Pokot...

Fjölli fór til Pokot með Rune Mjølhus á fimmtudaginn og kemur heim annað kvöld. Þeir hafa báðir verið lasnir þennan tíma en hafa samt gert margt og talað mikið við aðra á staðnum. Okkur hlakkar mikið til að flytja þangað þó það sé ekki laust við kvíða...

Heppin ég....

Stundum er gott að vera ekkert of sleip í tungumálum... er það ekki pabbi minn?? Í dag er frídagur hér í Kenýa þar sem múslímar eru að halda upp á að hafa lokið "ramadan" Við hjónin og Salómon vorum samt ekki í fríi frá okkar skóla en Daníel og Markús...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband