Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Injerra Wott..

Við vorum í mat hjá Galle og Beyene, góðum vinum okkar frá Eþíópíu og fengum einn av bestu mötum í heimi... Hér eru smá upplýsingar um matinn, vona að þær séu réttar. Tók þær af netinu.. án ábyrgðar!

 plate-of-injerrafoodplateandinjerra2

 

 

 

 

 

 

 

 Injerra Facts:

Injerra is a sourdough type of flatbread that is used in lieu of utensils and is typically made from Teff (please see the note at the bottom of the page).

  • Teff is a nutritious grain which is minute in size and grown most commonly in Ethiopia.
  • Teff contains high levels of calcium and iron, is high in protein as well as fiber and is an excellent source of amino acid composition with lysine levels higher than that of wheat or barley.
  • Teff contains no gluten so it is appropriate for those with gluten intolerance.
  • Teff is believed to have originated in Ethiopia between 4000 and 1000 B.C. and still provides over 2/3 of the human nutrition in Ethiopia.
  • Teff is still relatively unknown as a food crop elsewhere although it has been marketed as a health food product in the United States in recent years.

 

 


Yndislegur dagur í dag!

Kristniboða og prestsvígsla verður í Dómkirkjunni við messu í dag kl. 11:00. Biskup Íslands mun þar vígja hjónin Fanneyju Kristrúnu Ingadóttur og Jón Fjölni Albertsson, en þau hafa verið kölluð til kristniboðsstarfa á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.

Einnig mun biskupinn vígja tvo kandídata í guðfræðu, þau Erlu Guðmundsdóttur sem hefur verið ráðin af Keflavíkursókn til prestsþjónustu í Keflavíkurprestakalli, og Þorgeir Arason sem ráðinn hefur verið fræðslufulltrúi og til afleysingaþjónustu í Múlaprófastsdæmi.

Séra Ragnar Gunnarsson lýsir vígslu en vígsluvottar eru þau  séra Skúli Sigurður Ólafsson,séra Sigfús Baldvin Ingvasson, séra Jóhanna Sigmarsdóttir, prófastur, séra Vigfús Ingvar Ingvarsson, séra  Sigríður Guðmarsdóttir,  Ásta Bryndís Schram, Haraldur Jóhannsson og Guðlaugur Gunnarsson.

Séra Anna Sigríður Pálsdóttir, Dómkirkjuprestur,  þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Guðný Einarsdóttir.
mbl.is Kristniboða- og prestsvígsla í Dómkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalega er maður fljótur að sanka að sér "drasli"

Þetta er náttrl. ekki fyndið hvað ég er snögg að sanka að mér eitthverju dóti.. Fyrir ári síðan seldi ég, henti og gaf nánæst alla búslóðin okkar og núna er ég að ganga í gegnum það sama..

Það er með skrítnum tilfinningum að við flytjum héðan. Við höfum haft það mjög gott hérna. Frábært að geta verið með Sigrúnu og Vigga (foreldrum Fjölnis) Gulla bróður Fjölla og hans fjölsk. og núnaundanfarið Steina, bróður Fjölla. Svo eru allir gömlu vinirnir og ekki minna allir nýu vinirnir bæði yndislegir nágrannar eins og Niu og Oddi, Svenni og Anita og Sakarías og Margrethe og þeirra sonur Markus. Nei þetta er skrítið..

Okkur hlakkar samt til að koma til Íslands.. Hverjir ætla að mæta á smá kveðjustund á Eyjólfsstöðum þann 27.6 kl 14:00 ? Við verðum svo með samsvarandi stund í Kristniboðssalnum fyrir ættingja og vini í RVK. Látum vita betar hvenær...

 Knús frá Fanney


Búin!!!

Jæja.. þá erum við barasta búin með þetta skólaár. Kláruðum lokaprófið rétt í þessu. Skrifuðum um Búddhismann og ATR (African Traditional Religion)

Bara gaman!

Þá er bara að byrja að pakka og þrífa!

 

Knús frá Fanney og Fjölla


Læra fyrir próf..

Við sitjum sveitt og reynum að læra um helstu trúarbrögð heimsins...

Hindúisma, Búddisma, suður ameríska trú, kínverska trú, afríska trú.. einnig Íslam og New Age.. Áhugavert, en mikið er ég glöð að eiga Jesú og þurfa ekki að byggja frelsið á gjörningum!

Fjölli er alveg rosalega góður kennari. Akkúrat núna sitjum við í skólastofunni og hann stendur við töfluna og "teiknar" upp hindúismann. Hann er ótrúlega skipulagður og góður kennari!

Guð blessi ykkur. Við verðum viðræðuhæf á föstudaginn. Prófið er á fimmtudaginn.

 

Fanney


Elsku kallinn minn :-)

Salómon slasaðist í dag.

Hann var að skylmast við Áróru frænku sína og datt á steinkant niður í kjallaragang á steypu og skarst á hökunni og braut höndina.. Frown

Við þutum niður á bráðavaktina og þar var hann deyfður og saumaður með 3 sporum og gipsaður. Hann stóð sig eins og hetja!! Hann var svo hræddur við nálina sem átti að deyfa hann á hökunni að hann þurfti að fá næstum því svæfingu til að hægt væri að deyfa og sauma. En þá fannst honum þetta bara gaman og ekkert mál Tounge hann var svolítið ringlaður greyið í klukkutíma eða tvo á eftir og svo var hann alveg búinn og sofnaði. Elsku kallinn minn!! Hann verður í 4 vikur í gipsi en á að koma eftir 10 daga í röntgen og nýtt gipsi. Verð að segja að mér kvíðir mest fyrir að láta taka saumana sem er eftir viku...

Endilega biðjið fyrir honum. Hann kvíðir fyrir að fara í skólann á morgun!

Ánægður með bláa gipsið sitt!!

 Gott að vera kominn heim...


Rosalega líður tíminn hratt!

Ég er varla með sjálf...  Nei nei, en það er alveg rosalega mikið að gera. Síðan síðast eru Beyene og Galle farin... það var alveg æðislegt að hafa þau. 

Áróra er hér enn og gott er það! Yndislegt að hafa hana líka :-) Markús og hún skottast um í T-bananum og hér heima. 

Daníel er í prófum. Búin með munnlegt próf í náttúrufræði og ensku. Gekk bara ágætlega, hann getur þetta ef hann vill! Hann er ný kominn heim úr þriggja daga "friluftstur" hann skemmti sér bara vel, en er með blöðrur á höndunum eftir róðratúr.. Svo er hann núna í undirbúning fyrir munnlegt lokapróf í náttúrufræði og þá getur hann átt eitt eftir eða ekkert, allt eftir því hvort hans nafn verði dregið úr potti eða ekki ??

Markús er búinn að vera með vini sínum Nikolai og foreldrum hans í sumarbústað á Tjøme. Mjög næs held ég. Það verður erfitt að skilja við Nikolai fyrir hann. Þeir eru voða góðir vinir.

Salómon er farinn að hlakka mikið til að fara til Íslands. Vona bara að landið og fólkið standi undir væntingum hans sem eru MIKLAR :-) greyið kallinn..

Mér er farið að kvíða mikið fyrir að flytja litla karlinn úr hans umhverfi. Honum líður svo vel í leikskólanum.. munið þið hvað honum leið illa fyrstu vikurnar? og svo er það afinn og amman... ég get nú varla hugsað þá hugsun til enda :-((

Við höfum verið að reyna að undirbúa okkur fyrir prófið sem verður þann 11. en það er erfitt þar sem það eru svo margir sem við viljum vera með svona áður en við förum. Við fórum að horfa á Idu, guðdóttur okkar, sem var að fá nýtt belti í Taikwondo. Það var rosalega gaman og þar sem mamman hennar, Inger-Lise, átti afmæli var okkur boðið í Sushi heim til þeirra á eftir. Áróra og Markús voru svo væn að passa litlu guttana fyrir okkur, þannig að þetta varð rólegt og gott kvöld með góðum vinum!

Anna Björg og börn eru að koma þann 11. og það verður gaman að fá smá tíma með þeim. En við verðum samt að pakka og þrífa allt fyrir þann 18, því þá sendum við nokkrar töskur og kassa heim og svo leggjum við í hann þann 21. Fyrst til Skagen, Sigga Alma, gömul vinkona mín, ætlar að hýsa okkur eina nótt eða tvær og svo fer ferjan heim frá Hanstholm þann 23.  Seyðisfjörður here we come þann 25.

Bless elskurnar í bili. Hlökkum til að sjá ykkur á Íslandinu góða!!

 

 

 

 


Nýtt blogg ... loksins!

Þetta er náttúrulega ekki fyndið hvað ég er léleg að blogga.. það er ekki það að það sé ekkert að gerast, bara of mikið..

Update:

  • Áróra Eir, systurdóttir mín er í heimsókn. Er með Markúsi í skólanum og það er BARA gaman að hafa hana.
  • Beyene og Galle, vinir okkar frá Eþíópíu/Íslandi eru í heimsókn. Frábært!
  • Daníel er í prófum og hann ætlar að koma með okkur til Kenýu!!
  • Markús stendur sig eind og hetja í skólanum. Var með stórt hlutverk í söngleik um daginn. Rappaði og söng norskt lag eins og hann væri innfæddur.
  • Salómon er ánægður með flest, en honum finnst mamma sín aldrei hafa tíma fyrir sig :-((
  • Davíð er bara Davíð.... það þíðir: fyndinn, sætur, lítill, óþekkur, duglegur,uppáhald allra í famelíunni, kúrinn, algjör kúsikall.
  • Fjölnir er ágætlega hress, með of mikið hár eins og er,eiginkonan nennir ekki að klippa hann.. Hann er búinn að lesa allt fyrir þessa önn, einu sinni, og fer þá að byrja aftur. Hann er svo duglegur!
  • Fanney er orðin frekar stressuð og frekar þreytt á skólanum. Hef ekki tíma til að lesa, það er svo mikið að gera núna. Undirbúa brottförina héðan, íslandsferðina og Kenýuferðina... STRESSUÐ!!

Við förum héðan 22. júní til Danmarkar. Gistum eina nótt hjá vinkonu minni sem heitir Sigríður Alma Guðmundsdóttir. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni, Hinrik og 2 dætrum á Skagen. Okkur hlakkar rosalega til að hitta þau. Við Sigga kynntumst þegar ég var 2. ára held ég og höfum verið í sambandi oft mjög slitróttu en samt haldgóðu síðan.

23. júní siglum við frá Hanstholm til Íslands. Komum þangað 25. og verðum þá á Egilsstöðum einhverja daga. Líklega komum við til með að hóa saman vinum og ættingjum til að kynna hvað við höfum verið að gera og hvert við erum að fara og kveðja Crying

Svo verðum við á Löngumýri þann 18. júlí á Kristniboðsmóti. Kríunni (sumarbústað mömmu og pabba í Þorskafirði) í viku allavega og svo með svona kveðjuhóf líka í RVK ef við mögulega getum.

Þá eruð þið með helstu fréttir og plönin. Endilega biðjið fyrir okkur. Það er erfitt að fara héðan, kveðja vini og ættingja ... Crying Crying Crying Mikið táraflóð og sorg í vændum!!   EN okkur hlakkar til að hitta ykkur á Íslandi og eiga með ykkur góðar stundir! Verst að Anna Björg og famelía verða hér á meðan við erum á Íslandi... En við fáum viku með þeim áður en við förum héðan Wink

Knús frá Fanney og öllum strákunum mínum..


Strokustrákur

Í gær kom ég í leikskólann og fékk þær fréttir að hann Davíð Pálmi hafði gert sér lítið fyrir og strokið úr "skólanum" eins og hann segir.

Hann hafði sótt sér fötu og klifrað upp á, opnað hliðið og hlaupið út. Ferðinni var heitið til Erle, sem er vinkona hans úr leikskólanum. Hún var ekki þar og ekki heldir foreldrar hennar, þar sem hún var í leikskólanum og þau í vinnunni. Þá vildi hann fara heim, en fann ekki húsið okkar. Hann fór nálægt stórum vegamótum og til allrar blessunar var maður í göngutúr með barn í vagni og fannst eitthvað undarlegt að svona lítill pjakkur væri einn á ferð. Hann gaf sig að Davíð og tók hann upp. Sýndi honum "konubabyið" sitt (stelpuna) sína og fékk Davíð til að benda sér á hvaðan hann kæmi. Guði sé lof og þakkir fyrir að þeir fundu leikskólann og við sluppum með skrekkinn!!

Ég vona að þið eigið góða helgi í Guðs nálægð og friði.

 

 


Ný önn enn á ný...

Þá er helginni að ljúka og ný önn að byrja og jafnframt sú síðasta. Við sátum ekki mikið með hendur í skauti, á föstudaginn fórum við til Inger Lise og Steinar, það var yndislegt. Það er orðið áþreifanlegt að brottför okkar fer að nálgast, mér finnst orðið erfitt að tala um og hugsa um að við séum að fara að fara... en þetta er nauðsynlegt í ferlinu... Á laugardeginum fengum við okkur göngutúr niðrí bæ. Við kíktum á Antoni og Tone og sáum loksins fínu íbúðina sem Anton gerði upp. Glæsileg! Guttarnir litlu, Davíð og Salómon röltu með okkur og við stoppuðum á leikvelli og borðuðum nesti í góða veðrinu. Svo um kvöldið var okkur Fjölni boðið í mat til Ho-Ching og Fredriks í Kóreanskt fondue... nammi namm. Þar hittum við líka litla kraftaverkið hann Hans, sem fæddist aðeins genginn  27vikur. Það er Guðs náð að hann lifir enn, en hann er með lifrarsjúkdóm sem að öllum líkindum mun leiða til þess að hann þurfi nýja lifur bráðlega :-( Endilega biðjið fyrir honum!

Næsta önn er semsagt um önnur trúarbrögð. Við komum til með kynnst helstu trúarbrögðum heimsins. Búddisma, Hindúisma, Íslam, Gyðingdómnum og einhverju fleira. Okkur hlakkar mjög til! Það verðum gaman að kynnast þessum trúarbrögðum.

Skil ykkur eftir í Guðs friði með texta úr Biblíunni, Orði Guðs. Þessi vers predikaði ungur nemandi um á samkomunni í Fjellhaug í kvöld:

"Eins og var á dögum Nóa, svo mun og verða á dögum Mannssonarins: Menn átu og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina, og flóðið kom og tortímdi öllum. Eins var og á dögum Lots: Menn átu og drukku, keyptu og seldu, gróðursettu og byggðu. En daginn, sem Lot fór úr Sódómu, rigndi eldi og brennisteini af himni og tortímdi öllum. Eins mun verða á þeim degi, er Mannssonurinn opinberast. Sá sem þann dag er á þaki uppi og á muni sína í húsinu, fari ekki ofan að sækja þá. Og sá sem er á akri, skal ekki heldur hverfa aftur. Minnist konu Lots. Sá sem vill sjá lífi sínu borgið, mun týna því, en sá sem týnir því, mun öðlast líf. Ég segi yður: Á þeirri nóttu verða tveir í einni hvílu, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. Tvær munu mala á sömu kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin. Tveir verða á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn."

Þetta er áskorun fyrir okkur öll. 

Fanney og fjölskylda

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband