Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Föstudagur, 26. september 2008
Terje Forsberg...
Á miðvikudaginn var hér (á Fjellhaug) maður sem heitir Terje Forsberg. Hann deildi vitnisburði sínum, sem var eiginlega alveg ótrúlegur. Hann ólst upp við ömurlegar aðstæður, barsmíðar, kulda, sult og hörku. Hann frelsaðist á sérstakan hátt þegar hann var 20 ára. Og þegar hann var 50 ára lærði hann að skrifa og 8 árum síðar skrifaði hann þessa bók sem heitir.. "Aldrei of seint að verða hamingjusamt barn" Það gerist eitthvað þegar maður hlustar á svona frásögn. Að fólk skuli lifa svona af.... að sona lagað viðgangist, og kannski það versta, að enginn skuli hjálpa svona krökkum, vitandi hvernig ástandið væri. Þetta þekkjum við nú á Íslandi líka, ekki langt síðan Ásdís stóð fram og sagði frá sinni bernsku. Afhverju er svona erfitt að grípa inn þegar maður veit í hjarta sínu að einhver er beittur órétti? Ég veit það ekki, en ég veit að það er hægara sagt enn gert og það er ekki gott. Þið sem eruð sleip í norskunni getið googlað nafninu hans og orðið upplýstari um þennan mann ef þið viljið.
Annars var ég í klúbb í gær. Hef verið í klúbb hér síðan 1990 eða 1991, dett inn þegar ég er í Osló... 8 eldhressar stelpur. Ég hef sjaldan hlegið svona mikið.... það er svo gott að hlæja
Í kvöld fara prinsarnir til ömmu og afa í sveitina... það verður gaman, allavega hlakkar þeim mikið til..(þið íslenskufræðingar verðið að afsaka ef ég beygi ekki rétt og svona... ég er mjög þakklát henni Birgittu fyrir að hafa samið lagið Ég hlakka svo til... því ég var alltaf í vandræðum, er með þágufallssýki, er mér tjáð, af mörgum.... hmmm Álfheiður..)
Við Fjölli verðum að lesa og lesa og lesa, lokapróf á mánudaginn. Og vitiði hvað?????
Ásta og Keith eru að koma í heimsókn á mánudaginn!!!
Nú get ég sungið lagið hennar Birgittu svo hljómi ....
Ég kveð að sinni... Elska að tala við ykkur svona. Mér finnst ég vera í mjög góðum samskiptum við alla á íslandi þar sem ég næ að tjá mig svona...
Orð dagsins í Dýrmætara en Gull er:"Auðsýnið hver öðrum kærleika og miskunnsemi" Sak. 7:9
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Vá... það er vika síðan síðast....
.....og aftur kominn lesedag... Ég sit hér sveitt eftir að hafa farið með Daníel í röntgen myndatöku og svo í skólann og svo að skutla Davíð í leikskólann... það er brjálað að gera gott fólk.
Svo núna sit ég með kaffi latte og ný búin að borða ristað brauð með taffelost.. nammi namm.. og er að fara yfir glósurnar og allt sem ég þarf að lesa fyrir mánudaginn. Þá er próf í NTog GT...
Jæja dúllurnar mínar. Takk fyrir commentin... ég skrifa ekkert tilbaka, en ég er rosalega þakklát ykkur sem skilja eftir comment. Ekki hætta þó ég svari ekki. Ég verð að setja mörk fyrir tölvutíma þar sem ég hef doldið mikið að gera bæði í skólanum og heimilið almennt. En það heldur mér bloggandi að fá comment!!!
Set hérna inn orð dagsins sem ég fékk sent í tölvupósti í dag... Þessi orð hafa hjálpað mér mikið. Það er svo gott að vita að Drottinn hafi heyrt grátbeiðni okkar....
Bless í bili..
Sálmarnir 28:6-9
Lofaður sé Drottinn því að hann hefur heyrt grátbeiðni mína. Drottinn er styrkur minn og skjöldur, honum treystir hjarta mitt. Ég hlaut hjálp, því fagnar hjarta mitt, og með ljóðum mínum lofa ég hann. Drottinn er styrkur lýð sínum, vígi til varnar sínum smurða. Hjálpa lýð þínum og blessa eign þína. Ver hirðir þeirra og ber þá að eilífu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 17. september 2008
Lesedag...
Sæl verið þið.
Í gær var okkur boðið með bekknum til fyrrverandi skólastjóra Fjellhaug, þar var tekið á móti okkur með brauði, tei og ostaköku.. namminamm Þar var setið og reynt við gestaþrautir, sem annaðhvort sýna hve gáfaður þú ert (eða ekki) eða hve þolinmóður þú ert (eða ekki).. ég reyndi ekki einu sinni.. hvað segir það ?? Svo var þar danskur prestur, Flemming-Kofod Svensen, sem missti son, tengdadóttur og 2 barnabörn í flóðbylgjunni í Tælandi árið 2004. Hann sagði okkur frá þessu og hvernig hann hefði getað reist sig upp og fengið von eftir þetta allt saman. Ég á ekki til orð! Hann er búinn að gefa út bók í danmörku sem er að koma út í dag hér í Norge. Hún heitir Døden, sorgen og håpet... ég gluggaði aðeins í hana og ég held að þetta sé góð bók.
Guttarnir eru farnir í skólana og við hjónakornin erum efir og þurfum að nýta tímann vel. 3 tímar í lestur og 3 tímar í verkefnavinnu.. og þá er mamma mamma mamma eða eitthvað álíka..
Vona að þið hafið það gott. Lovjúsmovjú!
Orð dagsins í Dýrmætara enn Gull er "Vakið og biðjið að þér fallið ekki í freistni" Mark. 14:38
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 14. september 2008
Nýjar myndir..
setti inn nokkrar myndir fyrir ykkur...
KK
Fanney
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. september 2008
Þreytt.. þreyttari... þreyttust.....
Já það er óhætt að segja að maður sé doldið slepptur eftir þessa daga í skóginum. Það var rosalega gaman, mikið námsefni, þungt og þurrt á tíðum... en skemmtilegt fólk og gaman að kynnast meðnemendunum betur. Svo er ekki auðvelt að koma heim aftur, strákarnir voru í góðu yfirláti hjá ömmu og afa og sá litli vildi nú bara ekkert hafa með okkur að gera þegar við komum heim. Markús hundfúll vegna þess að okkar heimkoma táknar minni tölvutími fyrir hann... Daníel og sérstaklega Salómon voru ánægðir að sjá okkur... jibbí gott að finna að maður er elskaður! Í dag hefði hún Bedda amma átt afmæli ef hún hefði lifað, en hún dó þann 10. janúar í ár. Ég er búin að hugsa mikið um hana í gær og í dag. Hún var mögnuð kona. Ein af þeim bestu...
Núna er það bara verkefnavinnan sem tekur við. Við verðum á fullu alla helgina býst ég við, nema að kraftaverk gerist og þetta taki ekki mikinn tíma.. Ég vona að þið hafið það gott um helgina. Ég er nú farin að sakna ykkar allmikið.
Orð dagsins úr Dýrmætara enn Gull er "Leggið af hvers konar saurleik og alla vonsku" Jak. 1,21a
Bless í bili!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. september 2008
Varð bara að hafa þetta með......
Þetta er lestur dagsins í Máttarorði...
"Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum mun ég og afneita fyrir föður mínum á himnum" (Mattíasar Guðspjall 10. kafli 32. - 33. vers.)
Jesú nafn skal hærra, hærra
hljóma yfir vorri jörð.
Jesú nafn og ekkert annað
eflir Drottins litlu hjörð,
hrekur burtu hatrið blinda,
hrelldum sálum veitir frið,
gefur þrek og þrótt að stríða
þeim, sem elska réttlætið.
David Welander - Sigurbjörn Sveinsson
Hafið það gott í dag!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 7. september 2008
Gleði .. gleði .. gleði...
Já það var ekki lítil gleði þegar Sigrún og Viggi birtust hér í gær morgun. Það voru fagnaðarlæti sem heyrðist efalaust allri blokkinni.
Við erum alveg ótrúlega ánægð með að vera búin að fá þau en kennum um leið í brjóst um alla þá sem þurftu að sjá á eftir þeim frá Íslandi. Sérstaklega Stebba, Jónu og Vigni Stein......
En vikan verður bizzi bizzi.. Daníel er að fara í skoðun á morgun kl 12:00 og þá kemur í ljós hvernig framhaldið verður. Vonandi getur hann farið í skólann, það er aðeins of lítið lært og allt of mikið tölvuvera fyrir minn smekk hjá þessum unga manni....
svo er söfnun í skólanum hjá SSF og MVF. þeir verða í skólanum frá 14:00 - 17:00 og svo gengur MVF í hús með söfnunarbauk til kl 20:00 en Saló kemur heim kl 17:00. Eiginlega áttum við að vera með, keyra krakkana á milli hverfa og svoleiðis, baka og vera með, en þar sem við erum að fara til kennarans og hans konu á þriðjudaginn og svo á Biblíu-námskeið í kirkju langt inní skógi frá miðvikudag til föstudag þá erum við afsökuð... En ég ætla að baka skúffuköku í dag og hugsanlega keyrum við krakka á morgun... Sjáum til.. Markús er þokkalega sáttur við að þurfa ekki að mæta fyrr en 14:00 en þokkaléga súr á móti að þurfa að vera til 20:00 .... það er erfitt að vera bara ánægður! Salómon kemur til með að fara í verslunarmiðstöðvar og syngja og svo fara þau niðrí bæ og syngja fyrir utan Stórþingið... Ekki lítið gaman!
En þar sem vikan verður svona bizzi á ég ekki von á að blogga mikið fyrr en eftir helgi.. Teindó verður hér og passar alla kallana stóra og smáa þannig að við getum slakað á ... (innan sviga..) Það er nóg að lesa og lesa og verkefni..
Ég bið að heilsa ykkur og vona að vikan verði góð..
Orð dagsins úr Dýrmætara en Gull er "Bölvaður sé sá sem slælega framkvæmir verk Drottins." Jer. 48,10.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. september 2008
Fótbolti fótbolti...
Þá er Fjölli farinn að spila fótbolta fyrir hönd BM. (Bibel og Missjon) Ég vona að hann komi heill heim.. býst kanski alveg eins við einhverjum meiðslum þar sem síðustu æfingar hjá guttunum mínum hafa endað þannig... helgin er að nálgast og Sigrún og Viggi koma til Bergen í dag.. á morgun er það pizza og FJÖLSKYLDA!!!!! Æði. Við Markús ætlum í bíó í dag og svo er Biblíulestur hjá "Kínverjunum" í kvöld. Vona að þið hafið það gott. Þið sem lesið þetta og ég veit ekki um heimasíðuna ykkar: Sendið mér linkið svo ég geti kíkt á ykkur.
Knús og klem frá Fanney
Orð dagsins úr Dýrmætara en Gull "Heit á þá fyrir augliti Guðs að eiga ekki í orðastælum til einskis gagns." 2. Tím. 2,14.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 3. september 2008
Það er ekkert verið að grínast........
Haldið ekki að Fjölli hafi komið heim í gær úr bandý með sprungna vör og glóðarauga ???? Bandýkylfan slóst í gagnaugað og vörina með þeim afleiðingum að efri tönn skarst í gegnum efri vörina. Það blæddi og blæddi og ég er "glöð" að ég var ekki á svæðinu.. litla hjúkkan En hann kom heim og fékk kælingu og umönnun. Og um kvöldið kom Britt Jorunn, hjúkrunarkona sem er með okkur í bekk og leit á sjúklinginn.. hún teipaði sárið saman og þá varð allt svo miklu betra. Ég held að honum hafi ekki litist á hvað Daníel fékk mikla athygli og þess vegna þurfti hann líka að fá ó ó... nei nei bara djók.. þetta lítur ágætlega út núna.. Það eru myndir í september myndaalbúminu... en hér er ein af kappanum:
Orð dagsins úr Dýrmætara en Gull er "Hjúskapurinn sé í heiðri hafður í öllum greinum og hjónasængin óflekkuð, því hórkarla og frillulífsmenn mun Guð dæma." Hebr. 13,4.
Bless og hafið það gott í dag.. það er gaman að sjá hvað það eru margir sem skoða síðuna.. þið fyrirgefið mér að ég skuli ekki skrifa tilbaka á "Athugasemdir" en ekki hætta samt að skrifa.. þetta gefur mér rosalega mikið og mér finnst ég vera betur tengd ykkur sem ég sakna SVOOOOOOOO mikið!!!
Fanney
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 2. september 2008
Mikið að gera...
Dagarnir líða rosalega hratt... við verðum komin til Afríku áður en ég veit af! Í nótt hjúkraði ég Danna litla sem þurfti að fá frystingu á hnéð á 2. tíma fresti... Mér fannst ég vera komin með ungabarn aftur.. En sem betur fer er þetta ekkert bólgið og honum líður vel eftir atvikum.. Orðinn leiður á að hanga í tölvunni.. ég hélt að ég mundi aldrei heyra hann segja þetta!
Hinir guttarnir eru hressir, Markús er á Kung-Fú æfingu og litlu stubbarnir eru inní herbergi að horfa á Bubba.. Markús er farinn að taka Salómon með sér heim í T-bananum, það munar rosalega miklu að þurfa ekki að sækja hann líka eftir skólann. Fjölnir er á foreldrafundi vegna MVF og SSF. Það er ekkert verið að djóka með þessa fundi. Ég er búin að fara á 2 foreldrafundi vegna þeirra og Fjölnir á einn í leikdkólanum.. Það er gott að þeir eru ekki margir, ef þeir eru einhverjir, hjá DSA..
Ég held að við komum til með að halda áfram með Davíð í leikskólanum sem hann byrjaði í.. þetta er farið að ganga vel og ég bara orka ekki að byrja uppá nýtt með hann í nýjum leikskóla þó svo að það mundi einfalda fyrir okkur lífið.. .. já já kallið mig bara hænumömmu..
Ég ætla að fara að lesa.. eigum að skila 1. verkefninu bráðum.. 3000 orð og ég er alveg á gati. Kann ekkert að skrifa svona fullorðins verkefni..
Vona að þið hafið það gott.
Orð dagsins úr Dýrmætara en Gull er: "Færið réttar fórnir og treystið Drottni" Sálm. 4.6.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...