Leita í fréttum mbl.is

Kanínukaup..

Heil og sæl öll sömul. Það er orðið rosalega langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér... Við erum nýkomin heim aftur eftir 4 vikna dvöl í Nairobi, vegna skólans hans Salómons og ráðstefnu NLM (Norska lúterskakristniboðssins) Og ég segi það satt að það var...

Vá hvað vikan líður hratt...

Er það bara hér eða líður tíminn svona hratt allsstaðar? Föstudagurinn var hraður að vanda. Ég fór aðeins að versla í Makutano og svo þegar ég kom heim var eldhúsið fullt af konum sem voru að búa til brúðkaupskökur sem verða gefnar á sunnudaginn. Ég var...

Gestagangur

Já það hefur sannarlega verið mikið að gera hér í Kapenguria síðan við fluttum hingað. Við komum hingað á miðvikudegi, strax daginn eftir vorum við á okkar fyrsta bænafundi. Hann var hjá Lundebye og var það mjög góður fundur. Bæði norsarar, íslendingar...

Loksins komin heim!

Þá erum við loksins komin heim. Þetta ferðalag er nú búið að taka um 1 1/2 ár. Sjálft ferðalagið frá Nairobi tók ekki nema 8 tíma og að venju voru strákarnir og Kristín Inga rosalega góð á leiðinni. Það var gott að koma hingað, en við erum frekar þreytt...

Flutningur til Pokot...

Jæja, þá erum við að pakka öllu okkar aftur og á morgun flytjum við til Pokot, Kapenguria. Það er mikil tilhlökkun í okkur öllum. Það er sérstaklega gaman að geta sagt frá því að Markús kemur með okkur. Fyrir jólin leit það út fyrir að hann yrði eftir...

Aðventan í Nairobi

Sæl og blessuð kæru lesendur! Hef fengið ábendingu frá mínum kæra eiginmanni að ég verði að vera duglegri að blogga. Bara stutt ef ég telji að ég hafi ekkert að segja... já ég veit... hann hefur rétt fyrir sér eins og oftast. Hann á vel heima hér í...

Sundlaugapartý

Smá fréttir: Salómon Sandel er í sínu fyrsta sundlaugapartý. Það er boðið upp á bíómynd á tjaldi, nammiát og svo á að gista í tjöldum. Markúsi fannst þetta hljóma mjööög spennandi og fékk að vera með. Gaman fyrir hann því það er einn vinur hans sem er í...

Matvæladreifing í Chepkopegh og Sarmach

Matvæladreifing í Chepkopegh og Sarmach Ég hugsa ekki um það. Fimmtudaginn 26 nóvember fórum ég og Daníel til Pókot. Tilgangurinn var að yfirfara bókhaldið fyrir neyðaraðstoðina og að fylgjast með tveimur matvæladreifingum. Daníel hafði ákveðið að vera...

...og hvað gerði ég um helgina??

Ég gleymdi alveg að segja ykkur hvað ég var að sýsla á meðan bóndinn og frumburðurinn voru í Pokot. Á laugardaginn var svona fjáröflun á vegum norrænu þjóðanna hér í Nairobi. Á okkar "stand" var auðvitað risastór íslenskur fáni sem Kristín Inga hefur...

Langt síðan síðast...

Það líður eitthvað svo langt á milli bloggsins hjá mér núna... veit ekki hvort það sé skriftfælni eða bara að það sé mikið að gera eða að mér finnist ekki vera neitt fréttnæmt. Það síðasta væri nú lygi þar sem við erum í alveg nýju landi, nýrri heimsálfu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband