Leita í fréttum mbl.is

Kanínukaup..

Heil og sæl öll sömul.

Það er orðið rosalega langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér... Við erum nýkomin heim aftur eftir 4 vikna dvöl í Nairobi, vegna skólans hans Salómons og ráðstefnu NLM (Norska lúterskakristniboðssins) Og ég segi það satt að það var rosalega gott að koma heim aftur.. Borte bra, menhjemme best!

Í dag gengum við, Salómon, Davíð og Valary (húshjálpin) niður til Makutano sem er um klst. gangur. Tilefnið var að kaupa kanínu fyrir Davíð þar sem hans dó á meðan við vorum í Nairobi. Þetta var fínn túr, en samt skrítið. Við gengum inn á milli húsa og bakleið, þar sem ekki margir hvítir sjást. Alls staðar heyrðum við í krökkum sem kölluðu "wazungo" sem þíðir hvítir. Og einn snáðinn sem við heilsuðum skoðaði hendur sínar vel og lengi eftir að við handheilsuðum, til að athuga hvort hendurnar væru eins á eftir.

Á leiðinni stoppuðum við hjá mági Valary. Hún ætlaði að fá sér að drekka. Okkur var náttúrulega boðið inn og þar fengum við baunir og maiis. Mjög gott. Svo héldum við áfram og fundum kanínusölukonuna. Hún var með nokkrar kanínur og svo nokkra pínuponsu litla sem voru ennþá með lokið augu. Æðislega sætir. Davíð valdi sér eftir mikið om og men eina kanínustelpu (ekki ánægður með kynið...) en eftir að Salómon útskýrði að hann mundi fá marga unga og þar yrðu eflaust líka strákar, gekkst hann með á að taka hana...

Svo röltum við niður í bæ til að kaupa kál fyrir þær og á leiðinni stoppuðum við í búð og fengum okkur ís. Mjög gaman. Þegar við ætluðum að fara heim var svo komin úrhellisrigning og við biðum undir þakskeggi í smá tíma þangað til okkur var boðið inn í sjoppu til að bíða... eftir langan tíma stytti smá upp og við hlupum fyrir hornið til að taka matato (leigubíl) heim. Við komumst inn í einn og eftir að það var búið að troða 9 manns inn í 5 manna bílinn fór hann af stað. Þá hringdi Fjölli sem hafði ekki svarað símanum þegar ég reyndi að ná í hann til að ná í okkur. Hann var á Bendera, sem er staður fyrir ofan okkar lóð, og við fórum úr leigubílnum hjá klæðskeranum "mínum" ég þurfti að ná í blússu og pils sem hann var að sauma á mig. Fjölli kom og tók okkur uppí og á leiðinni heim keypti ég kjöt hjá slátraranum og egg hjá konu sem selur egg og franskar kartöflur...

Þegar við komum heim voru Markús og Kristín Inga að elda. Það hafði verið rafmagnslaust í 5-6 tíma og þau höfðu neyðst til að finna upp á einhverju öðru en  tölvu- og eða sjónvarpsglápi. Og úr varð að þau sömdu lag og texta um rafmagnsleysið. Mjög flott hjá þeim!!!

Annars er það að frétta að Davíð er allur að koma til eftir skarlasóttina. Hann er hitalaus og útbrotin eru að hverfa. Guði sé lof! Við hin erum aðeins "horuð" en líka að skána!

Daníel er í Balestrand og líkar vel. Hann er búinn að ákveða að halda áfram þar næsta ár og við erum mjög sæl með það hvað honum líður vel. Hann langar að koma í heimsókn til okkar um páskana og við erum að vinna í að finna miða. Vonandi tekst það því söknuðurinn er mikill á báða vegu InLove 

Ég finn að ég þarf að hafa fyrir því að nálægja mig Guð svo hjarta mitt harðni ekki. Ég bið Guð um að blessa okkur öll og mæta okkur þar sem við erum stödd í okkar baráttu. Baráttu á milli góðs og ills. Baráttu á milli þess að gera það sem er rétt eða fara eftir tilfinningunni þá og þegar... já þetta er ekki auðvelt en með Guði er það hægt. "allt megna ég með hjálp Hans sem mig styrkan gjörir" stendur í Orði Guðs og ég trúi því!

Jæja gott fólk. Reyni að skrifa hér aðeins meira reglulega! Endilega sendið mér línu þegar þið eruð búin með allan lesturinn. Það er svo gaman að fá smá viðbrögð :-)

Knús frá Fanney og fjölskyldu! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að lesa ... og gott að heyra frá ykkur aftur eftir allan þennan tíma. Gott að þið eruð að hressast og við höldum áfram að biðja fyrir ykkur. Við teljum okkur hafa einhverja hugmynd um að þetta reyni á ykkur öll. Vonandi tekst ykkur að finna miða fyrir Danny boy svo þið getið verið saman á páskum.

Knús til allra frá okkur öllum

Álfheiður (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 16:12

2 identicon

Skemmtileg frásögn Fanney!

Ég trúi því að það sé skrýtið fyrir ykkur að fara þar sem aldrei sjást hvítir, gaman að sjá barnið fyrir sér þegar það athugaði hvort það væri komið með hvíta hönd .

Gott að þið eruð öll að hressast, og gaman yrði ef Daníel kæmist til ykkar um páskahátíðina. 

 Það verður spennandi að fylgjast með þegar kanínustelpan hans Davíðs fer að eignast unga - hvort hann verði sáttur og fái stráka þá

Takk fyrir þetta og knús til ykkar allra!

Guðrún (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 16:19

3 identicon

Hva dó Kristín Inga bara meðan þið voruð í Nairobi?? En gott að Davíð hefur fengið nýja kanínu;)

Frábært að heyra að þið eruð að hressast og alltaf gaman að fá að heyra hvað þið eruð að bralla.

Skilaðu kveðju og knúsi til allra:)

Sigríður Ásta (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 17:47

4 Smámynd: Fanney og Fjölnir í Kenýu

Nei Sirrý mín, en hún var veik í viku og svo fannst henni rosalega gott að vera ein í tölvunni.... Nú fer þetta að styttast rosalega í að þið komið... er þér ekki farið að hlakka til??

Fanney og Fjölnir í Kenýu, 20.3.2010 kl. 21:03

5 identicon

hahaha var nú að meina kanínuna hans Davíðs, Kristín sagði að kanínan hefði fengið nafnið Kristín Inga;)

Já það er farið að styttast í þetta, er eiginlega ekki en búin að átta mig á þessu.... Er orðin mjöööög spennt, þetta verður æðislegt!!

Sigríður Ásta (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 22:56

6 identicon

Æjji nú langar mig líka.. en alltaf gaman að heyra af ykkur, bið að heilsa öllum:) sakn..

Ása Karen (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband