Leita í fréttum mbl.is

Breytingar..

Jæja vinir góðir..

Nú verðum víst að horfast í augu við raunveruleikann... Kristín Inga fer bráðum heim til Íslands.. (Það er að segja ef gosið hættir...) Hún hefur verið með okkur í bráðum 9 mánuði og á eftir u.þ.b einn mánuð. Það er erfitt að hugsa sér hvernig þetta hefði verið ef hún hefði ekki komið með. Hún hefur sannarlega reynst okkur vel. Þolinmæðin og gæskan í okkar garð hefur verið mikil. Guð hefur gefið henni mikla hæfileika sem hún hefur nýtt hér. Og þá er spurningin hvað við eigum að gera þegar hún fer?

Ég hef verið að hugsa það í nokkrar vikur og jafnvel mánuði, sérstaklega varðandi Davíð Pálma. Og í dag kom ein af húshjálpunum til mín og spurði hvað við ætluðum að gera með Davíð þegar að Kristín Inga færi. Ég svaraði henni að ég hefði beðið Guð um að senda okkar góða barnapíu..

og þegar það er sagt þá verð ég að segja ykkur að ég hafði hugsað og sagt við Fjölni hvort við ættum ekki bara að fá Súsan (konuna sem spurði) til að taka yfir sem húshjálp og fá Valary, sem er húshjálpin, að gæta Davíðs. Hún er ung og hress og Davíð líkar við hana. Hún á líka heima hér rétt hjá og á eina stelpu sem er 3 ára. Hún getur þá hjálpað Davíð að komast inn í menninguna og tungumálið hérna....Til að gera langa sögu stutta, þá var þetta akkúrat það sem Súsan mælti með.

Svo í dag byrjaði Valary sem barnfóstra og við reynum að slíta á böndin sem eru á milli Kristínar og Davíðs aðeins áður en hún fer frá okkur... sagt með sorg og söknuði í hjarta...

Guð blessi ykkur kæru vinir! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband