Leita í fréttum mbl.is

Sá á kvölina sem á völina....

Við erum að díla við lúxusvandamál.... Við fengum tilboð um leikskólapláss fyrir Davíð Pálma hérna rétt handan við hornið sem þýðir í praksís að við spörum fullt af pening (sleppum að keyra langa vegalengd 2 x á dag...) og tíma þar sem það fer mikill tími í þessa keyrslu fram og tilbaka bæði morgna og eftirmiðdaga...  En hvað á að gera.. hvað á að gera.. Við erum rétt að byrja að finna að kauði er að venjast og líkar bara vel leikskólalífið í Myrdal Familiebarnehage... Hann er hættur að gráta svo mikið að hann kasti upp þegar við svo mikið sem nefnum að hann sé að fara í leikskólann W00t Það besta við leikskólann sem hann er í er að þetta er kristilegur leikskóli, starfsfólkið er kristið og kennslan er í samræmi við það sem okkur finnst vera rétt og mikilvægt! Hvað getur maður beðið um betra ? ohhhh ég á svo erfitt með að taka svona ákvarðanir.

Einhverjar ráðleggingar ?

Orð dagsins í Dýrmætara enn Gull er "Þú skalt minnast þess hversu Drottinn Guð þinn hefir leitt þig." 5.Mós. 8,2.

 

(Kannski segir orð dagsins allt sem segja þarf... ég leit á leiksólann sem hann fékk pláss í sem handleiðslu Guðs.. og ætti þá bara að treysta því ?)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff ... erfitt að taka svona lúxusákvarðanir.

Tímann á leiðinni til og frá leikskóla er líka hægt að nýta, samvera með DP, biðja á bakaleiðinni ...

Hlakka til að heyra ákvörðun ykkar.

Álfheiður (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 07:22

2 identicon

maður tekur alltaf þá ákvörðun sem er litlu englanum okkar fyrir bestu vegalengdinn skiftir ekki máli og ef hann er eins og restin af ættinni þá mundi ég ekkert vera að hreifa mikið við honum en samt gangi þér vel með að taka ákvörðun og muna að kyssa alla bakkabræðurnar frá mér  

Anna Ósk (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband