Leita í fréttum mbl.is

"Litli kallinn minn í sjúkrabíl......"

Daníel lenti í óhappi í dag... hann var í skólanum að spila fótbolta. Annar leikmaður sparkaði óvart í hann og hnéskelin fór alveg úr lið!! Crying Við fengum hringingu í skólann og okkur var sagt að hann hefði skaðað sig illa og hefði verið sendur í sjúkrabíl á læknavaktina. Honum var gefið morfín og þegar hann kom á sjúkrahúsið fékk hann verkjastillandi og róandi. Greyið kallinn var svo kvalinn að ég hef sjaldan séð annað eins. Hann stóð sig eins og hetja!! Læknirinn sagði að þetta væri með þeim sársaukafyllstu meiðslum .... DSC00089Hann fékk hækjur og þarf að stíga EKKI í fótinn í viku. Á þá að mæta aftur á sjúkrahúsið og fara í röntgen. Þetta er rosalegt fyrir hann þar sem úrtakið fyrir A-liðið í skólanum er eftir 2 vikur og hann verður meiddur í allavega 6 vikur og þá kannski getur hann byrjað að þjálfa sig upp aftur..... Hann er samt brattur og liggur nú bara og hvílir fótinn.. og er í tölvunni..

jæja.. ég þarf að fara að læra.. missti doldið af þar sem ég var ekki í skólanum í dag vegna óhappsins.

Orð dagins í Dýrmætara en Gull er "Elskan sé flærðarlaus" Róm. 12,9


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ æ...what a terrible accident,  hugs and kisses for Daniel. We hope he will get better soon. Happy Belated Birthday to Fjölnir. May God bless you and your family.

Miss you all...

Warmest regards from Iceland,

Cynthia, Jónas, Ingi Benedikt, Jónatan Jópie and Óliver Aradhana

Cynthia (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 16:39

2 identicon

Ái ekki er þetta nú gott en vona að honum batni sem fyrst knús á alla línuna frá okkur Anna Ósk og restin á Kópavogsbrautinni

Anna Ósk (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 18:20

3 identicon

Æ æ æ æ æ ....

knús á stráksa frá okkur öllum hér.

Álfheiður (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 20:12

4 identicon

elsku Daníel okkar. Láttu þér batna fljótt. Ég hef alltaf sagt að íþróttir eru hættulegar  Við hugsum vel til þín og óskum þér allt hins besta. Afi biður að heilsa

Amma kría (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 20:40

5 identicon

elsku Daníel okkar. Láttu þér batna fljótt. Ég hef alltaf sagt að íþróttir eru hættulegar  Við hugsum vel til þín og óskum þér allt hins besta. Afi biður að heilsa

Kristrún gestsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 20:42

6 identicon

Úff! Ekki hefur þetta verið gott! Við sendum bestu batakveðjur héðan úr Búðardalnum og vonum að Daníel jafni sig sem fyrst - úff..... ég get ekki ímyndað mér sársaukann sem fylgir svona.......

En gott að það er þó búið og nú er bara að einbeita sér að batanum

 Knús og kossar frá okkur hér,

Guðrún og co.

Guðrún (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 12:27

7 identicon

Elsku músin mín, ég fékk ekki bara illt í hnéin heldur líka í magann við tilhugsunina, vona bara að þú náir þér að fullu krúttið mitt og þó svo að fótboltinn sé svekk þá er það miklu mikilvægara að þú náir fyrri fótafimi svo þú eigir ekki í þessu á seinni árum því þótt þau virðist langt í burtu þá koma þau ósköp fljótt. Vildi að við værum nær þér til að geta stytt þér stundir. Gæti t.d. lesið fyrir þig sögur um lífið á Hornströndum á árum áður eða aðrar þvílíkar bækur sem ég veit að þú ert svo sólginn í.

Smá djók Danni minn. Álíttu þetta sem seinheppni í smá letrinu en að þú sért heppinn í stóra letrinu og það er það sem skiptir máli.

Love you og þykir óendanlega vænt.

Anna frænka og Þrestirnir

Anna Björg (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband