Leita í fréttum mbl.is

Allt í góðu....

.. hjá okkur. Smá snjór og ágætur vetur. Höfum verið dugleg að ganga niður í bæ undanfarið. Fórum t.d. þrisvar sinnum í síðustu viku. Þetta er góður klukkutíma gangur fyrir okkur aðra leið. Nokkrir garðar á leiðinni og verslanir auðvitað sem hægt er að skoða á leiðinni... mis gaman finnst fólki. En mér, Daníel og Markúsi finnst það gaman og hinum ekki.. Þeir geta þá leikið sér í görðunum á meðan..

Við erum byrjuð á nýrri önn og það þíðir ný fög. Að þessu sinni er það Nýja Testamentið og pínu Gamla. Þetta er eins og áður mjög áhugavert. Maður þarf að ríghalda í trúnna til að konma ekki með minni trú út úr þessu. Það er svo mikið af kenningum og vísindalegu "rugli" sem þarf að vera með "útafþví" (eins og Davíð Pálmi segir) Þetta er háskóli og þá er þess krafist af menntamálaráðuneytinu. Það er algjört auka atriði finnst mér hvort allt í bréfunum hans Páls sé eins skrifað, með eins stíl, og svoleiðis. En það er eflaust gott að vita að mörgum er ekki sama og reyna allt sem þeir geta til að klekkja á gildi Biblíunnar með svoleiðis athugasemdum. Fyrir mér er Biblían Guðs orð. Heilagt meira að segja. Og ef okkur líkar ekki það sem stendur þar, sem trúað fólk, getum við ekki annað en beygt okkur undir það, einmitt afþví að það er Guð sem blés hana í þessa menn sem skrifuðu hana. Hvort það var gert svona eða svona vitum við ekki og það er bara alltí lagi. Finnst mér. Ég er samt ekki að gagnrýna þá sem finnst það mikilvægt. Það er bara ekki mikilvægt fyrir mig. Svona erum við misjöfn.

Jæja. Ég vona að þið séuð með frið í hjörtum ekkar í dag. Ef ekki: þá biðjið um hann. Það er einmitt það sem Guð biður okkur um að gera... "biðjið og yður mun veitast.." Og þessi friður sem Guð gefur er ofar okkar skilnings. Himneskur friður. Stundum næ ég að halda honum í smá stund og stundum lengur.

Heyri í ykkur seinna....

Fanney

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu kveðjur héðan af "ofur" kreppu slóðum.

Hef verið að reyna senda ykkur tölvupóst. Virka ekki netföngin fanney@ts.is og fjolnir@ts.is?

Tjörvi (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 23:26

2 identicon

ótrúlega góður póstur músin mín!!!

hehe.. finnst oft eins og fólk setji einhverjar ofurkröfur á Biblíuna og reyni þannig að klekkja á henni.. Guð notaði fólk til að skrifa.. ef Hann hefði notað mig hefði ég pottþétt ekki skrifað allt í "sama stílnum".. held ég skrifi bara ekki í neinum stíl ;o) en svona er þetta bara, við höfum fengið að upplifa Guðs kærleik og höfum því enga ástæðu til að hlusta á eitthvað þus og fus..

 hey, var eitthvað komið á hreint með páskana? ertu að koma? ég verð í bænum um páskana.. þá verður þokkalega hittingur og mikið knúsast og talað og malað..!!!!!

Aldapalda (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 10:30

3 identicon

Páskana hvað???

Af hverju er ég nú að missa?

Skiptir svo sem ekki máli ... verð ekki á landinu Alda sér þá bara um knús og allt það ....

Álfheiður (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 19:56

4 Smámynd: Fanney og Fjölnir í Kenýu

Was ist los.... verður þú ekki á landinu?? Hvert ert þú að fara væna mín? Ég var nú bara að hugsa um að koma í fermingu "dóttur" minnar, hennar Áróru systurdóttur minnar.....

Fanney og Fjölnir í Kenýu, 13.1.2009 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband