Leita í fréttum mbl.is

Rosalega gaman...

Bekkurinn átti að predika / vera með vitnisburð í kirkju sem Crispin, bekkjafélagi okkar, er með hér í Osló. Þetta var doldið öðruvísi enn þessi venjulega sunnudags kirkja.. klukkutíma lofgjörð á frönsku. Svo orð og svo við með vitnisburð. Þetta tók þrjá og hálfann tíma og strákarnir voru bara stilltir!!

Orðin sem ég fékk voru í Orðskviðirnir 30:5-9 :

"Sérhvert orð Guðs er hreint, hann er skjöldur þeim er leita hælis hjá honum.
Bættu engu við orð hans til þess að hann ávíti þig ekki og geri þig beran að lygum.
Um tvennt bið ég þig, synjaðu mér þess ekki áður en ég dey: Lát fals og lygi vera fjarri mér,
gef mér hvorki fátækt né auðæfi en veit mér minn deildan verð. Ég kynni annars að verða of saddur og afneita og segja: „Hver er Drottinn?“ Ef ég yrði fátækur kynni ég að stela og misbjóða nafni Guðs míns." 

Og svo dreymdi mig þessi orð: Þú getur ekki gefið neitt sem Jesús gefur ekki.. ég tengi þetta við Mörtu syndrómið sem ég er oft í... gefa.. gefa.. þjóna.. þjóna.. og þess vegna var þetta gott fyrir mig að heyra. Jesús þarf að gefa mér það sem ég get gefið áfram. Rétt streymi!

Guð blessi ykkur og varðveiti og styrki ykkur í trúnni!

Knús frá Fanney og ÖLLUM strákunum mínum!

ps... mér finnst ROSALEGA gaman að fá athugasemdir/comment!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Fanney mín!!!

pant kommenta!!! Tékk!!!

 er einhver í bekknum þínum prestur í þessari kirkju sem þið voruð að vitna hjá? eða er ég að misskilja? er hann þá líka á leiðinni til Afríku?

Ég fíla þegar kirkja er ekki eins og vanalega :o)

  Við áttum frábæran kristniboðshóp í gær, við vorum eitthvað um 20, borðuðum saman kvöldmat, allir komu með eitthvað á borðið, það var brill. Álfheiður kom með einhvern kliiiikkaðan indverskan kúskús kjúlla.. heimtaðu svoleiðis í mat næst þegar þú kemur ;o)..og heimtaðu að hún bjóði mér líka hehehe... djók :o)

Svo var stundin frá kl.20-22.. Kalli sagði okkur svo margt frá Afríku að Svana Lísa vinkona sem sat hliðiná mér iðaði svo mikið í sætinu að ég hélt að hún myndi bara fljótlega skjótast uppí loft og fljúga til Afríku.

Svo spurði fólk og spurði, það var frábært.

Sakna þín músin mín og hlakka til að tjilla um páskana.. pressa pressa.. ;o)

Aldapalda (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:58

2 Smámynd: Fanney og Fjölnir í Kenýu

Jeiiiii... þetta líkar mér! Bæði kommentið og kristniboðshópinn!! Svona á þetta að vera!

Álfheiður... pant fá svona rétt næst þegar þú býður mér í mat, og pls.. viltu bjóða Öldu með!!??

Sakna ykkar!!

Fanney og Fjölnir í Kenýu, 19.1.2009 kl. 21:51

3 identicon

Elda hvað sem er fyrir þig dúllan mín

alf... (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 21:59

4 identicon

Hæ, elsku Fanney!

Æi ég bara skammast mín núna, hef svo lítið kommentað..... og ég sem veit allt um það hvað það er gaman að fá komment .

Frábært að heyra að strákarnir voru svona góðir í svona langan tíma í kirkjunni! Ég er nú alls ekki viss um að það hefði gengið mjög vel með mín, og eru þau nú samt vön - en bara svona klukkutíma í einu, og finnst þeim það oft bara alveg nóg!

Hlaupabólan er loksins farin héðan, það er reyndar u.þ.b. vika síðan þetta var búið með Jónas Vilberg, en hann er enn með sár á bakinu og í hársverðinum - og jú, á lærinu fann ég fyrir einu áðan..... hann tók þetta svakalega illa. Það eru meira að segja bara nokkrir dagar síðan Kristrún Inga hætti að kvarta þegar ég greiddi henni, hrúðrin voru svo lengi að fara úr hársverðinum. En þetta er búið sem betur fer .

Ég er bara á fullu í skólanum, eitt verkefnið er að gera vef- og bloggsíðu og var ég fram á nótt í gær að vinna við þetta. Ég þurfti að gera þetta aftur og aftur og aftur og........ Þetta forrit sem við eigum að vinna þetta í er að ég held svo rosalega idiod proof að það er varla hægt að vinna með það! Allt fer í klessu, myndir og texti og þannig. Ég er ekki ánægð, en í bili læt ég þetta frá mér eins og ég endaði í nótt. Það er það skásta sem ég gat gert úr þessu. Ef þú vilt skoða þá er slóðin: skrif.hi.is/guk16

Skilaðu kærri kveðju til strákanna þinna! Ég lofa að vera duglegri að kommenta hér eftir

Knús frá okkur  - Guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 10:37

5 identicon

Kæra Fanney

Maður slær margar flugur í einu höggi með því að skoða bloggið þitt.  Fær bara fréttir að austan líka, maður er alltaf að missa af einhverju skemtilegu.  Við keyrðum frá Reykjavík til Akureyrar í gær og Kolbeinn var alltaf að spurja hvað er mikið eftir þannig að ég sé hann alveg fyrir mér í kirkjunni í 3 tíma.  En þessir skákar geta nú ýmislegt.

Okkur líður bara vel á Akureyri það vantar bara kristniboðshóp hérna

Bestu kveðjur

Katrín

Katrín (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:07

6 Smámynd: Fanney og Fjölnir í Kenýu

Sæl Katrín!!

Gaman að heyra í þér... Ég er með ráð, ef þig vantar kristniboðshóp.... starta útibúi frá Fljótsdalshéraðs hópnum!!! Ef þig vantar meðmæli til væntanlegra kristniboðsvina þá gef ég meðmæli með glöðu geði :-)

...Nei ég átti ekki von á að guttarnir mundu vera rólegir í svona langann tíma, en þetta var nú pínu líflegra og meira leyfilegt að tala þó svo að það væri eitthvað í gangi...

Annars var Daníel að slasa sig aftur í dag... hnéskelin fór aftur út úr lið.. :-(((( Þá er það bara 5-6 vikur áhækjum aftur og svo aðæfa sig upp aftur. Greyjið kallinn!

Ég bið kærlega að heilsa ykkur öllum og vona að þið hafið það gott. Við erum rosalega ánægð í skólanum og erum áþreifanlega vör við gæsku Guðs og varðveislu! Guð er yndislegur faðir!

Knús frá Fanney og Co.

Fanney og Fjölnir í Kenýu, 20.1.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband