Leita í fréttum mbl.is

Prófið búið...

Jæja þá erum við búin með prófið og gott er það. Þetta var strembinn undirbúningur og próf. Næsta önn byrjar á mánudaginn og þá er það predikun og sálgæsla. Það verður gaman!

Strákarnir eru í vetrarfríi... Markús fór á bretti í dag með skólafélaga sínum og annars hefur liðið verið heima að hafa það náðugt. Daníel fer ekki mikið í öllum þessum snjó á hækjum, en hann er allur að braggast. Aðallega bara leiðinlegt að geta ekki gert neitt skemmtilegt..

Semsagt allt gott af okkur að frétta. Nú koma mamma og pabbi í heimsókn þann 27. og verða til 15. mars. þau ætla að reyna að finna ódýra ferð til sólarlanda ef það hentar innan tímarammans sem þau eru með... það er stundum hægt að fá alveg ótrúlega ódýrar ferðir héðan.. pínu dýrara heim aftur.. en hvað um það Cool

Hafið það gott í kvöld og þangað til næst! Guð blessi ykkur. Ef þið viljið pæla aðeins í próftextanum okkar þá getið þið gert það hér fyrir neðan. Rómverjabréfið 3:21-31   

Frábær texti sem við áttum að túlka í ræmur! Ég skrifaði 13 síður á prófinu.. greyið prófdómarinn Gasp

"Réttlátur af trú"

En nú hefur réttlæti Guðs, sem lögmálið og spámennirnir vitna um, verið opinberað án lögmáls.
Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa. Hér er enginn greinarmunur: Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú. Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir, til þess að auglýsa réttlæti sitt á yfirstandandi tíma, að hann sé sjálfur réttlátur og réttlæti þann, sem trúir á Jesú. Hvar er þá hrósunin? Hún er úti lokuð. Með hvaða lögmáli? Verkanna? Nei, heldur með lögmáli trúar. Vér ályktum því, að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka. "Eða er Guð einungis Guð Gyðinga? Ekki líka heiðingja? Jú, líka heiðingja;" svo sannarlega sem Guð er einn, sem mun réttlæta umskorna menn af trú og óumskorna fyrir trúna. Gjörum vér þá lögmálið að engu með trúnni? Fjarri fer því. Vér staðfestum lögmálið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband