Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta læknisheimsóknin vel yfirstaðin

Í morgun keyrði Fjölli mig til læknis þar sem grunur lék á að ég væri komin með svínaflensuna... Sem betur fer reyndist það ekki vera hún, en bara venjuleg bakteríu sýking í höfði og öndunarfærum.. same old same old.. En ég fékk frábæra þjónustu og pensillín og slímdrepandi (eitthvað sem heldur manni vakandi og vakandi og vakandi)

Í dag kom Swahilikennarinn hans Davíðs í fyrsta sinn. Takið eftir að hún er ekki barnfóstra í hans augum, en Swahilikennari. Hann er nefnilega svo svekktur að fá ekki að fara í skólann hér þannig að ég fann upp á þessu í staðinn og það virkaði bara vel. Hann kann nokkur orð eftir einn dag og þeim kom bara vel saman. Fóru út að leika, voru hér inni og hann er sáttur.

Salómon sést varla, hann og Ruben Mjølhus eru alveg að smella.. Þeir eru að gista hér saman aðra nóttina í röð og eru búnir að leika mikið, rífast og gera upp. Þannig að þetta lofar góðu.

Markús og Kristín Inga eru alveg að fíla sig. Í kvöld bjuggu þau til matinn og það var sungin (og leikin) valin Tímon og Pumba atriði úr mynd nr. 3. Rosalega  gaman að heyra í þeim og maturinn var góður.

Daníel er ekki eins sáttur, Egilsstaðir draga í hann, en vonandi nær hann að halda þetta út allavega fram að jólum eins og samið var um.

Fjölli er alveg að fíla taktinn hérna, R Ó L E G H E I T  , nema í umferðinni, en hann stendur sig alveg rosalega vel. Hægri keyrsla og allt á F U L L U  . Okkur er sagt að margir keyri drukknir, gefa ekki stefnuljós og jafnvel reyni fólk að komast inn í bílinn ef maður stoppar.. Við erum alltaf með læstar hurðir þegar við keyrum. 

Við erum sem sagt rosalega ánægð hér og allt er mjög spennandi. 

Endilega biðjið fyrir Daníel og veikindunum mínum.

Knús og kossar frá Fjölla, Fanney og strákunum og auðvitað Kristínu Ingu sem er ein af fjölskyldunni. Frábært að hafa hana!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, vona að allt gangi vel og ykkur fari nú að batna.. bíð spennt eftir myndum! Bið að heilsa í kotið

Ása Karen (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 17:43

2 identicon

Mikið er þetta spennandi.  Hlakka mikið til að heyra næstu færslu

Sigurbjörg Hvönn (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 18:50

3 identicon

Gott að þú ert komin á lyf og þá fer þér líklega að batna.

Vonandi aðlagast Daníel, það er auðvitað viðbúið að þetta taki sinn tíma - en frábært hvað hinir eru strax sáttir.

 Knús, knús

Guðrún (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 20:21

4 identicon

Gott að heyra að þið eruð að "fíla" ykkur þarna. Við biðjum fyrir Daníel og að hann finni sig þarna úti.

Hafið það gott

Kveðjur frá okkur öllum

Áflheiður (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 22:00

5 identicon

oooooohh hvað ég vildi að ég gæti séð það sem þú lýsir! ég trúi ekki að þið séuð raunverulega komin út til Afríku! þvílíkt ævintýri!!!!!!!!!!!!

Ég var að gera rabarbarasultu.. ofuríslenskt eitthvað og mjööög fjarri Afríku! Svo verða tínd rifs, bláber og sveppir og sultað og fryst fyrir veturinn..

Hlakka til að lesa meira, úje!!!!

knús og kossar og saknaðarkveðja,

Aldapalda (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband