Leita í fréttum mbl.is

Hnéskelin aftur úr lið...

Já það er alveg satt.. Daníel lenti í því í 3 sinn á tæpu ári að hnéskelin fór úr lið Frown En kappinn setti hana í aftur sjálfur. Já ég er ekki að grínast.. hann ar búinn að segja það áður að ef þetta mundi gerast aftur ætlaði hann að poppa henni inn aftur. Ég hélt samt að hann væri bara að grínast..

Og þá er það bara hækjur í nokkrar vikur og fótboltaferillinn endanlega (væntanlega) búinn. Hann sem var í úrtaki í skólanum og var alveg að fíla sig í íþróttum þar. Æ Æ greyið!

Það var svo gaman að 5 mínútum eftir að hann kom heim, kom bekkjasystir hans og hennar bróðir til að kíkja á hann. Virkilega huggulegt af þeim. Daníel liggur nú bara hér og er frekar niðurdreginn. Endilega biðjð fyrir honum!

Annars var dagurinn góður. Við Fjölli fórum í málaskólann og lærðum fullt. Þegar við komum heim fór ég á skrifstofuna hér á lóðinni og ætlaði að borga 70 KSH sem Josephine (húshjálpin) skrifaði á okkur um daginn. Hana vantaði kartöfflur í matinn og náði í þær þar.. jája.. allavega.. ég ákvað að nota þá kiswahili sem ég hafði lært í dag og talaði við Charety á minnu ungbarnamáli..  ég ætlaði að segja "Josephine kom hérna um daginn og fékk kartöfflur sem ég ætla að borga núna" sagnin sem ég ætlaði að nota er kukunua sem þíðir að kaupa en ég notaði kunya sem þíðir að kúka. Þannig að ég sagði Josephine kom hérna um daginn og kúkaði kartöfflum sem ég ætla að borga núna" og þið getið ímyndað ykkur hláturinn. Svo seinna um daginn þegar Charety hitti Josephine skellti hún uppúr og sagði Josephine alla söguna. Já svona getur maður mismælt sig! Smile

Fjölli fór með Kristínu Ingu og øyvind til að kaupa gítar í dag. Þar var frekar fúll afgreiðslumaður (eigandi) sem sinnti þeim ekki neitt, en þegar Øyvind fór að kaupa af honum  og svo Fjölli lifnaði nú aðeins yfir honum og sérstaklega þegar Fjölli fór að borga þá sagði indverjinn "You have a strong body, you are in good shape, very strong" og spurði Fjölla hvort hann hefði ekki tekið eftir því að hann hefði verið að horfa á hann. Nei svaraði Fjölnir og var frekar vandræðalegur. En Fjölli fékk mikinn afslátt, mun meiri enn Øyvind sem keypti meira.

Við vorum með gesti í kvöld Øyvind og Ann Jorid með sín 2 börn Joakim og Katinka. Ég bjó til pizzu, en klikkaði á að rafmagnið fer kl 17 á föstudögum og kemur ekki aftur fyrr en 18:30. Ég þurfti þá að seinka kvöldmatnum frá 17 - 19 sem var allt í lagi fyrir mitt heimilisfólk, en normenn eru nú vanir að borða fyrr. Þau komu og við áttum mjög skemmtilega kvöldstund með þeim. Rune kom aðeins líka til að kíkja á sjúklinginn. Hann stoppaði aðeins og reytti af sér brandarana.. Bara gaman!

Jæja gott fólk. Guð blessi ykkur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, ekki gott að heyra þetta með Daníel.

Tungumálasagan er hins vegar bráðskemmtileg og við hjónin lengdum lífið um nokkrar mínútur eftir lesturinn.

Knús á alla og sérstakar kveðjur og þakkir til Salómons frá Árna Jökli sem fékk bréfið í dag og gladdist mikið

Álfheiður (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 19:31

2 identicon

Frábær tungumálasagan þín Fanney! Ég skellti uppúr hér við tölvuna þegar ég las þetta - bara dásamlegt, og mér finnst þú dugleg að vera farin að reyna að tala strax  - og þá verður þú fljót að ná nýja tungumálinu! Enda var svosem ekki við öðru að búast......

Hræðilegt að heyra þetta með Daníel. Vonandi verður þetta þó eins fljótt að jafna sig og hægt er - það er erfitt að vera í nýju, ókunnu landi - og þurfa kannski svo að vera inni eða komast ekki sinna ferða almennilega, EN hann á greinilega yndisleg skólasystkini, sem láta hann finna að þeim er ekki sama um hann, það er mikils virði

Já, það er gott að Fjölli er kominn með aðdáanda......... og á greinilega góðan afslátt vísann í þessari búð hehehehe....

Takk Fanney, að vera svona dugleg að blogga og leyfa okkur fréttaþyrstu að fylgjast með ykkur, ég kíki hérna til ykkar á hverjum degi, þó ég kvitti ekki alveg alltaf....

Knús og kveðjur frá okkur, batakveðjur til Daníels

Guðrún (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:11

3 identicon

Já nú skildi ég brandarann;-) Leiðinlegt með Daníel ég skal muna að biðja fyrir honum og ykkur:-) Takk fyrir bloggið ég skal vera dugleri að kíkja hérna inn gleymi því alltaf:-( Kossar og knús hafið það gott og Guð veri með ykkur elskurnar:-)

Dagný Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 17:35

4 identicon

halló elskurnar mímar allar. gaman að sjá ykkur á myndunum .Finnst ég vera mær ykkur bless

mor (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband