Leita í fréttum mbl.is

Ferðasagan...

29. Ágúst 2009

Vöknuðum kl 6, fórum héðan 7:30 Náðum að finna réttann veg en keyrðum aðeins of langt. Fórum í gegnum Naivasha bæinn og að Fishermans Camp. Þar leigðum við tjald og fengum okkur að borða. Við snæddum flest enskann morgunmat og vorum við öll mjög ánægð. Eftir matinn tókum við okkur til fyrir bátsferð að Cresent Island. Við tókum bát yfir vatnið, þar sáum við fullt af flamingó og pelikönum.. Ferðin tók um 30 mín og þegar þangað var komið gengum við upp á hæð þar sem leiðsögumaðurinn átti að vera. Hann kom eftir doldið langa bið, en það var alveg þess virði... hann hét Móses og var þrælskemmtilegur. Alveg í byrjun fann hann slönguspor og fór að leita af henni.. okkur stóð nú ekki alveg á sama, en svo fann hann hana inní trádrumbi. Magnað! 5 metra löng slanga rétt fyrir framan okkur.... Svo héldum við áfram og sáum gazellur, wild-beast, sebra hesta og gíraffa. Móses sagði okkur frá að Guð hefði skapað wild-beast úr varahlutum. Höfuðið af belju, skeggið frá geithafri, halann frá hesti, bakið frá Híennu, hornin frá Antilópu og með hálfann heila.. þess vegna eru þeir afskaplega vitlaus dýr. Mundu ekkert stundinni lengur.. Sreákarnir hlupu með / að sebrahestunum og eltu gíraffana. Einn unginn var 24 daga gamall og hinn um 3. eða 4. mánaða. Það var vel heitt á eyjunni og við áttum mjög góða og fræðsluríka stund. Svo fórum við aftur í bátinn og bátsmaðurinn fór með okkur að skoða flóðhesta. Mjög gaman. Þegar við komum heim fóru krakkarnir að horfa á leik og við Fjölli grilluðum nautakjötið og grænmetið og gáfum litlu tveim grillaðar pulsur. Eftir matinn fórum við í göngutúr til að skoða flóðhestana sem koma uppúr vatninu á kvöldin til að borða gras. Við vorum með vasaljós og sáum nokkra hlunka rétt hjá okkur. Á milli okkar og þeirra var eingöngu smá rafmagnsgirðing, sem á að halda okkur frá þeim, en hún heldur þeim ekki frá okkur...hughreystandi! Svo var bara að rölta heim í tjald og fara að svæfa liðið. Þegar þeir tveir litlu voru sofnaðir og MVF og KIV líka, sjálfviljug.. fórum við Fjölli út aftur til að athuga með DSA sem var á barnum að horfa á leik. Við ætluðum svo að fá okkur gosglas saman en enduðum á að sitja bara smá stund og spjalla og fara svo heim í tjald að sofa.

30. Ágúst 2009

JFA og SSF vöknuðu 6:45, en við hin ekki fyrr en 9:30. Nóttin var nú ekkert sérstök, ég vaknaði oft til að setja svefnpokann yfir DPF og svo vegna kulda og frekar ójafns undirlags... En við fórum á fætur og borðuðum brauð. Sendum svo krakkana í göngutúr og við Fjölli tókum okkur til. Svo keyrðum við af stað til Crater Lake Game Sanct. Þetta var frekar langt og á leiðinni keyrðum við í gegnum frekar fábrotin þorp og fólk langs veginum. Þegar við vorum næstum komin kom bíll brunandi inn á veginn með manni uppá þaki.. svo stoppaði bíllinn stuttu seinna og það var skipt um mann á þakinu. Svo kom annar bíll sem keyrði í veg fyrir þann fyrri og mennirnir þustu út vopnaðir hríðskotabyssum!! Mér leyst ekkert á blikuna og minnti Fjölla á að stoppa ekki nálægt bílnum og vildi að hann snéri við.. hann var nú ekki alveg tilbúinn til þess og þegar mennirnir sáu að við hikuðum veifuðu þeir okkur og bentu okkur á að koma.. þá fyrst varð ég hrædd og við öll báðum Fjölla um að leika enga hetju og snúa við.. hann vildi nú meina að það væri allt í lagi að halda áfram, þeir væru að vinka okkur til sín eins og þeir væru að segja að það væri óhætt fyrir okkur að nálgast þá.. við vorum viss um að þeir væru að reyna að leika á okkur. Veifa okkur til sín eins og allt væri í lagi og ræna okkur svo... eða eitthvað álíka. Allavega snéri Fjölli við og við önduðum léttar. Þeir hlógu eflaust dátt að þessu skrítna hvíta fólki... Við vorum orðin mjög svöng og ákváðum að fara að borða á einhverjum af þessum stöðum í kringum Fishermans Camp. Ágætt að hafa séð fleiri staði enn hann ef við komum aftur einhverntímann. Við fórum á mjög flottan stað sem heitir Lake Naivasha Country Club. Við þurftum að greiða aðgangseyri, en þar sem við vorum mjööög svöng gerðum við það og sáum ekki eftir því. Við fórum á hlaðborð og borðuðum mikið og gott. Eftir matinn fórum við Fjölli með þá tvo litlu í göngutúr niður að vatninu og sáum þar flóðhesta og úlfalda... Mjög gaman. Svo fórum við til krakkana og héldum heim á leið. Við keyrðum tilbaka þá leið sem við höfðum ætlað okkur að keyra að Naivasha. Þá fórum við meira í gegnum Rift Valley og það var mjög gaman að sjá. Virkilega fallegt útsýni. Við fundum leiðina heim auðveldlega og það var gott að koma heim. Strákarnir voru mjög ánægðir að koma heim og KIV, MVF, SSF og DPF fóru í fótbolta og svo í sund sem SSF var búinn að þrá allann daginn! Við Fjölli gengum frá ferðadótinu og skiluðum því sem við fengum lánað hjá Janne og Rune. Ég setti myndir inn í tölvuna og svo man ég ekki meir..

31. Ágúst 2009

Lucy kom 9:45. Við fórum í skólann kl 10 og á meðan við vorum þar fann Lucy 2 kamelljón og þau vöktu endalausa lukku. Ein slapp úr búrinu eftir að þau eðluðu sig. Fjölnir bjó til búr úr hænsnaneti sem hann fékk frá Øyvind. Það var ekki nógu gott þar sem stóri Jón komst út um götin. Strákarnir fóru út að leita af kameljónum kl 7, eða þegar myrkrið kom. Þeir komu ekki inn fyrr en að nálgast 20 og þess vegna voru þeir alveg búnir þegar átti að fara að leggja þá.

 

Góða nótt kæru vinir! Guð blessi ykkur og styrki í viðfangsefnum morgundagsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband