Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

"Litli kallinn minn í sjúkrabíl......"

Daníel lenti í óhappi í dag... hann var í skólanum að spila fótbolta. Annar leikmaður sparkaði óvart í hann og hnéskelin fór alveg úr lið!! Crying Við fengum hringingu í skólann og okkur var sagt að hann hefði skaðað sig illa og hefði verið sendur í sjúkrabíl á læknavaktina. Honum var gefið morfín og þegar hann kom á sjúkrahúsið fékk hann verkjastillandi og róandi. Greyið kallinn var svo kvalinn að ég hef sjaldan séð annað eins. Hann stóð sig eins og hetja!! Læknirinn sagði að þetta væri með þeim sársaukafyllstu meiðslum .... DSC00089Hann fékk hækjur og þarf að stíga EKKI í fótinn í viku. Á þá að mæta aftur á sjúkrahúsið og fara í röntgen. Þetta er rosalegt fyrir hann þar sem úrtakið fyrir A-liðið í skólanum er eftir 2 vikur og hann verður meiddur í allavega 6 vikur og þá kannski getur hann byrjað að þjálfa sig upp aftur..... Hann er samt brattur og liggur nú bara og hvílir fótinn.. og er í tölvunni..

jæja.. ég þarf að fara að læra.. missti doldið af þar sem ég var ekki í skólanum í dag vegna óhappsins.

Orð dagins í Dýrmætara en Gull er "Elskan sé flærðarlaus" Róm. 12,9


« Fyrri síða

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband