Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Heimapróf í 5 daga...
Já þessi vika verður annasöm.... Saló er búinn að vera veikur síðan á miðvikudag og er enn slappur en var látinn fara í skólann í dag. Davíð var með ömmu sinni og afa alla helgina. Fór með þeim í lest á laugardaginn og fór svo í dýragarðinn þar. Lék við frænku sína Idun Andreu og frænda sinn Jón Stefán...
þegar ég loksins birti þessa færslu erum við búin með heimaprófið og sest uppí sófa. Teindó voru að fara heim, þau voru hér í mat. Fahitas, taco og ís með heimalagaðari súkkulaðisósu.... nammi namm. Verkefnið sem ég skrifaði um Lögmálið, Fagnaðarerindið og hvernig maður verur kristinn. Mjög skemmtilegt að skrifa þetta og lærdómsríkt. Aldrei að vita nema ég stytti það "aðeins" og setji hér inn. Fjölnir skrifaði um Lúterskan skilning á því að vera frelsaður vegna trúar án verka og hvers vegna trúuð manneskja gerir góð verk. Líka mjög áhugavert.
...jæja nú er að koma sér í háttinn, ég vona að þið hafið það gott og ég bið þess að Guð hjálpi ykkur sem eruð áhyggjufull vegna ástandsins á Íslandi.
Orð Guðs segir: "Allt megna ég vegna hjálp hans sem mig styrkan gjörir"
Þetta eru orð sem gefa okkur styrk til að takast á við það sem okkur þykir erfitt. Ég hvet ykkur til að gera þetta að bæn sem þið biðjið þegar á reynir.
Kærar kveðjur frá Fanney og Fjölla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. október 2008
Sameinuð á ný
Nú er Markús kominn heim og það var rosalega gott að fá hann heim. Honum leið vel í Langedrag og upplifði mikið spennandi... úlfa, gaupur, hesta, getur, kanínur osfr. Það fyrsta sem hann bað um var að hafa kjöt í matinn... Hann var búinn að vera á grænmetisfæði alla dagana...
Mamman bjó til taco pizzu sem var rosalega góð og svo var kúsekvöld með íslensku nammi.. ég var fjarri góðu gamni þar sem mér var boðið í stelpukvöld með 3 "konum" í raðhúsunum fyrir neðan okkur. Þar var líka pizza og himneskt búst. Rosalega skemmtilegt kvöld.
Nú er það koddinn... hlakka mjög til að drolla á morgun.... drolla og drolla fru Blom... keyra Salómon í afmæli á Furuset og taka til... já já..
Góða nótt og Guð blessi ykkur!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 24. október 2008
Nóg að gera...
Orð dagsins úr Dýrmætara enn Gull er "Gef þú herjum sem biður þig." Lúk. 6:30
Í dag er nóg að gera... Skóli fyrir okkur öll og svo er Markús minn að koma heim eftir 5 daga skólaferðalag... ég hef saknað hans mikið og vona að hann hafi haft það gott. Ég fer og sæki hann með T-bananum á eftir. Ætla niðrí bæ til að kaupa bækur fyrir næstu lotu, sækja Markús og kaupa það sem ég þarf til að gera pizzu. Verum að halda upp á að Markús kemur heim
Davíð Pálmi er eitthvað að tjá sig um vanlíðan, er doldið reiður og óþekkur, endilega biðjið fyrir honum!
Veðrið er yndislegt og pabbi á afmæli í dag... til hamingju pabbi minn!!
Guð blessi þig þú sem lest!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. október 2008
Dagurinn í dag...
Vaknaði kl 06:00 setti á kaffi og fór í sturtu. Ætlaði að fara að lesa í Biblíunni ,en þá voru bæði SSF og DPF vaknaðir þannig að allt fór af stað. Við borðuðum og Fjölli skutlaði þeim svo í skólann. Svo hófst okkar skóladagur kl 10 og var búinn um 14:30. Þá bakaði ég snúða og muffins, og bauð svo Ho-Hsing, Fredrik og Lars í mat. Spagettí og nýbökuð rúnstykki... rosalega gott. Daníel fór í fótbolta á Lindeberg og Davíð fór að sofa kl 18:30. Saló fór með bakkelsi til Kínó og Sakka. HHY og fam. fóru kl 19:30 og þá stuttu seinna fír Saló að sofa. Við Fjölli kíktum aðeins á 12-spora dæmið sem við ætlum að starta hér bráðlega og svo var bara að setjast í sófann og slaka á aðeins. Þá hringdi Daníel sem var alveg búinní fótunum eftir boltann og bað mig um að sækja sig á Carl Berner... erfitt að ganga upp brekkuna heim... Þá er bara að standa upp sækja hann og fara að lesa fyrir morgundaginn ..
Góða nótt þið sem lesið og Guð blessi ykkur!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 23. október 2008
Ummmm hvað Guð er góður...
Hugsið ykkur að fá að vakna dag eftir dag með allri fjölskyldunni, allir frískir, sumir geðvondir að vísu, en samt ekki í dag. Markús er fjarri góðu gamni, en vonandi er hann hafn glaður og hann á að sér að vera.
Guð blessi ykkur í dag... hjarta mitt springur af gleði og kærleika.... akkúrat núna.... og svo þarf ég efalaust að biðja mörgum sinnum í dag út af geðvonsku eða eitthvað en það er allt í lagi. Guð vill vera með okkur á ÖLLUM sviðum lífs okkar... gleði, sorg, áhyggjum, líka útaf peningum, og já bara öllu!!
Orð dagsins úr Dýrmætara enn Gull er "Berstu trúarinnar góðu baráttu" 1. Tím. 6:12
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 22. október 2008
Nýjar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 22. október 2008
Heil og sæl..
Áður en grunnur heimsins var lagður útvaldi hann oss í Kristi að hann hefði oss fyrir augum sér heilög og lýtalaus í kærleika. Fyrir fram ákvað hann að gera oss að börnum sínum í Jesú Kristi. Sá var náðarvilji hans. Hann vildi að vér yrðum til vegsemdar dýrð hans og náð sem hann hefur gefið oss í sínum elskaða syni. Í honum, fyrir hans blóð, eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra. Og hann hefur birt oss leyndardóm vilja síns, þann ásetning um Krist sem hann í náð sinni ætlaði sér að framkvæma í fyllingu tímanna: Að safna öllu sem til er á himni og jörðu undir eitt höfuð í Kristi. Í honum höfum vér þá líka öðlast arfleifðina eins og oss var fyrirhugað samkvæmt fyrirætlun hans er framkvæmir allt eftir ályktun vilja síns
Efesusbréfið
1. 4-7 og 9-11
Þá er netið aðeins að koma til baka og þá er víst eins gott að skrifa eitthvað!
Það er svo langt síðan síðast að ég veit ekki hvar ég á að byrja. En það mikilvæga fyrst kannski. Okkur líður mikið betur, vorum ekki alveg að virka vel áður en Ásta og Keith komu, en það að vera með þeim, tala og biðja saman gerði gæfumuninn. Þá viku sem þau voru hjá okkur var haustfrí hjá strákunum, verkefna vika hjá okkur og Davíð Pálmi veikur, ekkert sérstaklega góð blanda en við náðum að klára verkefnið 3000 orð í fjölmenningarlegu samhengi eitthvað.... við erum rosalega spennt að fá einkunn á föstudaginn. Við náðum prófinu sem við tókum í Gamla og Nýja testamentinu.
Núna erum við í 3 fögum. Siðferði, trúarfræði og kirkjudeildir. Þetta er rosalega áhugavert og skemmtilegt og við komum til með að taka 5 daga heimapróf 1. vikuna í nóvember. Einskonar verkefni sem verður úr einhverju af þessum fögum... rosalega spennandi. Við erum með 2 ný í bekknum. Eina frá Eritriu og einn frá Kongó. Það er rosalega gaman að kynnast þeim og heyra þeirra sögu sem er mögnuð. Hann heitir Crispin Kashale og þið getið googlað honum og lesið um hann ef þið viljið. Mögnuð saga...
Strákarnir eru hressir, Davíð Pálmi hefur verið eitthvað að vesénast í leikskólanum, bitið og verið óþekkur en hann er allur að koma til. Salómon er á fullu að læra um steinaldurinn, hann heitir arnarspor þessa dagana og er eiginlega að verða lítill norsari. Það vill hann alls ekki viðurkenna... hann leikur sér í tindátum alla daga og þá eru norðmenn og íslendingar í stríði og íslendingarnir vinna ALLTAF... Markús er í skólaferðalagi. Hann fór á mánudags morgun og kemur heim á föstudaginn. Vonandi hefur þetta verið skemmtileg ferð. Það eru alls konar dýr þarna í Langedrag. Úlfar, Gaupur, hestar, kýr og fleiri tegundir semég man ekki... Daníel er orðinn góður í hnénu og farinn að æfa aftur smá. Hann er mest í því að finna út hvar besta Kebabið fæst og er alveg að verða sérfræðingur í þeim málum.
Við ætlum að bjóða upp á 12-sporin hér á Fjellhaug. Vorum beðin um það og þar sem þetta kerfi er ekki í boði hér í Norge, þá er alveg sjálfsagt að keyra þetta hér. Ætlum að reyna að fara í gegnum allt á 16 vikum sem er doldið erfitt, en þá er allavega hægt að halda þetta svo aftur næsta haust ef áhugi er fyrir hendi.
Hvað er svo að frétta af ykkur ? Hvernig er ástandið á Íslandi. Er matur í verslunum ?
Ástarkveðjur frá Fanney og Co.
Bloggar | Breytt 23.10.2008 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Netið er niðri...
Þar sem netið er svo að segja niðri verður smá pása í fréttaskrifum um okkar hversdagsleik..... Ég kem sterk tilbaka um leið og netið verður samvinnufært!
Bless í bili!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 1. október 2008
Hvernig líður ykkur þarna hinumegin ??
.....fréttirnar sem maður les á netinu eru nú ekki beint upplífgandi..... Glitnir farinn á hausinn.... Ein íslensk hér sem sagði mér að hún gæti ekki tekið út peninginn sinn.... vá þetta er nú doldið heavy... Ég hef áhyggjur af ástandinu verð ég nú bara að segja. Jæja... það þíðir víst ekkert.. geri hvorki til né frá með því að hafa áhyggjur.
Við erum með heimsókn.. Ásta og Keith komu á mánudaginn og mikið rosalega er nú notalegt að hafa þau! Kaffi og spjall og kaffi og spjall.. OG ÍSLENSKT NAMMI!!! Það jafnast ekkert á við það... nema kannski norskt nammi... nei djók.. Davíð Pálmi er að vísu búinn að vera lasinn, með hita og eitthvað svo illt í munninum.. fer með hann til læknis í dag.
Prófið gekk ágætlega á mánudaginn, ég var að vísu með einhverja lokun. Fannst ég ekkert geta skrifað. Verkefnin voru ágæt og ég kunni þetta ágætlega en átti erfitt með að koma því frá mér.. Sjáum til hvernig þetta gengur. Fjölla gekk vel, norskan setti einhver takmörk fyrir þessu í kringum kjarnann. Hann er ótrúlega flinkur þessi karl minn ég sé það alltaf betur hvað Guð hefur gefið mér góðan mann....
Hvernig er það Egilsstaða gellur..... engar myndir frá brúðkaupinu þeirra Stefáns og Önnu Dóru ?
Jæja... ég þarf að fara að klára verkefnið. Nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér lengur. Bless bless...
Orð dagsins úr Dýrmætara enn Gull er "Hegðið ykkur eins og samboðið er fagnaðerindinu um Krist" Fil. 1:27
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 26. september 2008
Terje Forsberg...
Á miðvikudaginn var hér (á Fjellhaug) maður sem heitir Terje Forsberg. Hann deildi vitnisburði sínum, sem var eiginlega alveg ótrúlegur. Hann ólst upp við ömurlegar aðstæður, barsmíðar, kulda, sult og hörku. Hann frelsaðist á sérstakan hátt þegar hann var 20 ára. Og þegar hann var 50 ára lærði hann að skrifa og 8 árum síðar skrifaði hann þessa bók sem heitir.. "Aldrei of seint að verða hamingjusamt barn" Það gerist eitthvað þegar maður hlustar á svona frásögn. Að fólk skuli lifa svona af.... að sona lagað viðgangist, og kannski það versta, að enginn skuli hjálpa svona krökkum, vitandi hvernig ástandið væri. Þetta þekkjum við nú á Íslandi líka, ekki langt síðan Ásdís stóð fram og sagði frá sinni bernsku. Afhverju er svona erfitt að grípa inn þegar maður veit í hjarta sínu að einhver er beittur órétti? Ég veit það ekki, en ég veit að það er hægara sagt enn gert og það er ekki gott. Þið sem eruð sleip í norskunni getið googlað nafninu hans og orðið upplýstari um þennan mann ef þið viljið.
Annars var ég í klúbb í gær. Hef verið í klúbb hér síðan 1990 eða 1991, dett inn þegar ég er í Osló... 8 eldhressar stelpur. Ég hef sjaldan hlegið svona mikið.... það er svo gott að hlæja
Í kvöld fara prinsarnir til ömmu og afa í sveitina... það verður gaman, allavega hlakkar þeim mikið til..(þið íslenskufræðingar verðið að afsaka ef ég beygi ekki rétt og svona... ég er mjög þakklát henni Birgittu fyrir að hafa samið lagið Ég hlakka svo til... því ég var alltaf í vandræðum, er með þágufallssýki, er mér tjáð, af mörgum.... hmmm Álfheiður..)
Við Fjölli verðum að lesa og lesa og lesa, lokapróf á mánudaginn. Og vitiði hvað?????
Ásta og Keith eru að koma í heimsókn á mánudaginn!!!
Nú get ég sungið lagið hennar Birgittu svo hljómi ....
Ég kveð að sinni... Elska að tala við ykkur svona. Mér finnst ég vera í mjög góðum samskiptum við alla á íslandi þar sem ég næ að tjá mig svona...
Orð dagsins í Dýrmætara en Gull er:"Auðsýnið hver öðrum kærleika og miskunnsemi" Sak. 7:9
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Mínir tenglar
- Fjellhaug skoler Heimasíða skólans sem við erum í
- Veðrið í Osló...
Bloggvinir
- Anna systir Anna Björg og fjölskylda í Mosó...
- Álfheiðurin mín á Eyjó Hvað get ég sagt ??
- Guðrún mákona Guðrún og Óskar bróðir í Búðardal
- Súsý frænka
- Dandý á Egilsstöðum Mamma Söndru mm...
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
- Stóri misskilningurinn
- Vonbrigði þegar stjórnmálamenn komast til valda að þeir standa ekki við orð sín
- Var Gunnar Bragi blekktur?
- Orkuskortur og óraunsæi með rafbílavæðingu
- Í tilefni af þeirri BÆNAVIKU sem að nú stendur yfir hjá öllum KRISTNUM söfnuðum, að þá er rétt að minna á að OPINBERUNARBÓK NÝJA-TESTAMENTISINS fjallar um allt það sem á eftir að gerast ?