Leita í fréttum mbl.is

Heimapróf í 5 daga...

Já þessi vika verður annasöm.... Saló er búinn að vera veikur síðan á miðvikudag og er enn slappur en var látinn fara í skólann í dag. Crying Davíð var með ömmu sinni og afa alla helgina. Fór með þeim í lest á laugardaginn og fór svo í dýragarðinn þar. Lék við frænku sína Idun Andreu og frænda sinn Jón Stefán...

þegar ég loksins birti þessa færslu erum við búin með heimaprófið og sest uppí sófa. Teindó voru að fara heim, þau voru hér í mat. Fahitas, taco og ís með heimalagaðari súkkulaðisósu.... nammi namm. Verkefnið sem ég skrifaði um Lögmálið, Fagnaðarerindið og hvernig maður verur kristinn. Mjög skemmtilegt að skrifa þetta og lærdómsríkt. Aldrei að vita nema ég stytti það "aðeins" og setji hér inn. Fjölnir skrifaði um Lúterskan skilning á því að vera frelsaður vegna trúar án verka og hvers vegna trúuð manneskja gerir góð verk. Líka mjög áhugavert.

...jæja nú er að koma sér í háttinn, ég vona að þið hafið það gott og ég bið þess að Guð hjálpi ykkur sem eruð áhyggjufull vegna ástandsins á Íslandi.

Orð Guðs segir: "Allt megna ég vegna hjálp hans sem mig styrkan gjörir"

Þetta eru orð sem gefa okkur styrk til að takast á við það sem okkur þykir erfitt. Ég hvet ykkur til að gera þetta að bæn sem þið biðjið þegar á reynir.

Kærar kveðjur frá Fanney og Fjölla

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband