Leita í fréttum mbl.is

Vel sjónvörpuð....

Þetta er alveg makalaust... Í kvöld "datt" 3. sjónvarpið inn um dyrnar hjá okkur... og við sem ætluðum eiginlega ekkert að hafa sjónvarp!! Ekki það að það er afskaplega þægilegt að hafa TV, sérstaklega þegar við þurfum að læra mikið, og ekki að tala um núna þegar Davíð Pálmi er með hlaupabóluna... Mikki Refur er fastur á skjánum, a.m.k. 5 sinnum á dag rúllar hann í gegn.... Ekki að ræða það að skipta um mynd Crying Crying Crying Crying Crying einn fyrir hvert skipti held ég..

Annars höfum við það gott. Erum að læra svo mikið um kristniboð. þetta er svo áhugavert allt saman. Vildi að ég gæti gefið meira ef mér til ykkar um þetta... verð að finna leið til þess!

Endilega munið eftir að biðja fyrir Ho-Hsing og litla ófædda drengnum hennar sem berst fyrir lífi sínu! Guð blessi ykkur og styrki trúna ykkar!

Kærar kveðjur frá Fanney og Co.

 Ps. ef þið vitið um einhvern sem vantar sjónvarp hér í Osló, þá er bara að láta okkur vita!

Ég meina það!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Finnbogason

Hæ frænka, þú ert í Ósló um þessar mundir.  Ég sá á facebook að uppáhalds bókin þín er "The Bible" og svo ertu að læra mikið um kristniboð.  Ertu að stíga í fótspor bróðir þíns eða afa þíns í móðurætt?  Hann hafði mikil áhrif á mig með að setjast niður við lestur í Biblíunni en síðan það hefur mikið vatn runnið til sjávar og maður er jafnvel búinn að sigla á Galíleuvatni.

með kv. Hörður.

Hörður Finnbogason, 16.11.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband