Leita í fréttum mbl.is

Yndislegur dagur....

Vá.. dagurinn í gær var alveg frábær. Húllumhæið byrjaði kl 05:20 þegar Markús, sem hafði bakað köku handa mömmu sinni í leyni daginn áður, fór að undirbúa afmælissöng og svoleiðis sem mamman átti að fá í rúmið. Ég fór fram og benti honum á að það væri nótt.... hann greyjið hafði þá gleymt að stilla vetrartímann í símanum sínum og fór aftur inn að sofa. Ætlaði sem sagt ekkert að byrja fyrr en 06:30... hjúkket..

Svo komu þeir bræður, Markús og Salómon syngjandi með kerti og bros á vör um sex leitið. Yndislegt! Svo var borðað hafragraut og súkkulaðikaka "ala" Markús. Strákarnir sendir í skólann og við hjónin settumst í leshornið okkar og reyndum að lesa. Það var mikið spjall og svo fórum við á Mexicanskann stað og fengum okkur léttann hádegisverð. Æði! Fórum svo heim að undirbúa smá veislu... Salómon var búinn að panta búðinga og hlaup lest skreytta með hlaupmönnum... mikil spenna í marga daga.... Fjölli demdi sér í það og ég bjó til ávaxta rjóma rétt.. eplaköku, heitt kakó og íste.. Svo fóru gestir að koma, bæði boðnir og óvæntir gestir. Það var rosalega gaman. Það er svo gaman að eiga afmæli!! Ég er ennþá eins og krakki með þetta.. Tounge 

Svo var talað, borðað, hlegið og allt sem fólk gerir þegar það er í afmæli... Teindó kom svo og passaði gormana... Við Fjölli fórum á Friday's og svo í Bíó... á alveg rosalega mynd sem heitir "De uskyldige".. norsk mynd sem ég held að sé bara besta mynd sem ég hef séð lengi. Hún hafði djúp áhrif á mig og ég held að ég mæli barasta með henni sterklega. Hún er um strák sem drap lítinn strák. Hann fær vinnu sem organisti í krikju þegar hann er búinn að sitja af sér dóminn. Myndin er um hans líf rétt eftir að hann kemur út.. erfitt að segja frá, án þess að gefa upp myndina, en hún er gerð af djúpu innsæi og persónuleikarnir eru mjög raunverulegir. Vel leikin og frábær söguþráður... Besta einkun sem sagt!

Takk fyrir kveðjur á síðuna mína og á facebook... sms og símhringingar. Rosalega eruð þið góð við mig!! TAKK!

Orð dagsins úr Dýrmætara enn Gull er "Svo segir Drottinn allsherjar: Snúið yður til mín, þá mun ég snúa mér til yðar." Sak.: 1:3

Hér eru nokkrar myndir frá afmælinu.

Súkkulaðikakan sem Markús bjó til...
Þetta á ekki að vera svooooona ... arrrggg..
Lestin flotta... sem Salómon var ekki ánægður með....
Ellen, Britt-Jorun og ég....
Jörn og Torjus..
Afinn, Amman, Svenni og Davíð Pálmi...
Torstein og Svenni.. makindalegir..
Niu og ég + +
Salómon, Åsne og Elise....
Daníel íþróttaálfur...
Åsne og Jørn...
Grete og Torjus
Makrús og Davíð að spila á gítar...

 

 

 

Bestu kveðjur og Guð blessi ykkur!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærir strákar sem þú átt, (allir sko ) frábærir vinir og greinilega frábær dagur. Frábært þar sem um svona frábæra konu er að ræða

Miss jú honí!

Álfheiður (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 16:41

2 Smámynd: Fanney og Fjölnir í Kenýu

Já það er satt... En ef þú hefðir nú verið hér... þáááá hefði þetta verið fullkomið

Fanney og Fjölnir í Kenýu, 20.11.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband