Leita í fréttum mbl.is

Vikan að verða búin...

Þá er þessi vika að verða búin. Salómon er búinn að vera heima síðan á þriðjudag og hann hefur staðið sig eins og hetja í hlaupabólumálum. Hann klórar sér ekkert - segist elska bólurnar - og þess vegna klappar hann þeim bara...

Námið okkar Fjölla er alltaf jafn áhugavert.. ég gæti BARA gert þetta allann daginn. Verið í tímum það er að segja. Pínu meira mál að finna tíma til að lesa allt sem á að lesa, en það tekst vonandi að lokum. Þessi lota er búin 18. des og þá er 6 tíma próf og svo jólahátíð hér í skólanum. Gaman gaman. Í tilefni aðventunnar sem hefst á sunnudaginn var aðventu hádegisverður hér í skólanum og það verður alla föstudaga til jóla. Rosalega flott með laxi og eggjahræru, paté með baconi salöt og margt margt fleira...

Nú í kvöld fór ég í heimsókn til Ho-Hsing vinkonu. Hún er inni á sjúkrahúsi því litli strákurinn sem hún ber þarf að fá lungnaþroskandi meðöl. Þetta er lítill gutti sem heldur fast í lífið, það er ekki hægt að segja annað. 4 vikur síðan vatnið fór og núna er um 3,5 cm fósturvatn þar sem venjulega er um 15 cm.

Hafið það gott vinir mínir og vandamenn. Ég sakna ykkar og þykir MJÖG MJÖG vænt um ykkur. Guð blessi ykkur og varðveiti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur.

Árni Jökull biður að heilsa Salómoni vini sínum sem hann saknar MIKIÐ.

Skilaðu hlýrri kveðju til Ho-Hsing og við biðjum fyrir henni og litla drengnum.

Miss you too!

Álfheiður (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 08:44

2 identicon

uss Fanney ég er búin að reyna hundrað sinnum að komast inn hérna svo fattaði ég hvað var að ég sauðurinn alltaf með stóra stafi en ætlaði bara að kasta kveðju á ykkur þarna úti sakna þín stelpa kyssa svo alla kallana frá mér kveðja Anna Panna

Anna Ósk (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Fanney og Fjölnir í Kenýu

Ææ takk fyrir það Anna mín. Ég sakna ykkar líka.. Hvernig var í afmælinu hennar SONJU með stórum stöfum? Og hvað er að frétta af KÁRA PÁLI?

Fanney og Fjölnir í Kenýu, 9.12.2008 kl. 05:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Fanney og Fjölnir í Kenýu
Fanney og Fjölnir í Kenýu
Störfum og lifum sem kristniboðar í Pokot, Kenýa

Nýjustu myndir

  • Valary að búa til hundamat
  • Við Susan og Davíð við kleinugerð
  • Ég líka.. ég líka
  • Pauline að leika sér að skjóta
  • Pauleine og Charles frá Marakwet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband